Nýja Ísland - 01.11.1904, Síða 6

Nýja Ísland - 01.11.1904, Síða 6
I 44 ans og einungis með hans leyfi og honum einurn í hag. Stendur þetta ekki alveg heima? Getur verkamaðurinn unnið þegar hann vill eða hvílt sig þegar hann vill ? Nei, hann vinnur þegar vinnuveitandinn þarf hans við, þegar hann heflr hag af vinn- unni. En hafl hann ekki hag af henni, þá fær verkamaðurinn að deyja úr hungri, þó hann sjái allar lífsnauðsynjar umkringja sig. Þær eru sem sé ekki eign hans, þó hann og samfélagar hans hafi framleitt þær. Þær hafa gildi,- sem yflrmennirnir hafa gefið þeim hlutfailslega eftir vinnu verkmanns- ins, og þetta gildi getur hann ekki greitt, af því hann heflr að eins fengið örlítið brot af því fyrir vinnu sína. Yerkmaður- inn er því í ánauð. Eins og nú er, getur verkmaðurinn að eins unnið með hjálp eignamannsins og hann lætur verkmanninum að eins svomik- ið í té, af fúsum vilja, að hann geti dregið fram lífið, til þess hann ekki deyi frá vinnu- veitandanum og geti haldið áfram að vinna og afla honum svo mikils fjár sem kost- ur er á. Er verkamaðurinn því ekki í ánauð ? Hvaðanöfn eru honum svo valin af vinnu- veitandanum. Sýnir hann nokkur merki þess, að hann skoði verkmanninn sem mann í raun og veru? Nei. Sé verkmaðurinn auðsveipinn og þræli af lífs og sálarkröft- um, kemst hann ef til vill svo langt, að vera kallaður „grey“, eða annað því svip- að. Sýni hann einhvern smávægis-mótþróa, er hann kallaður „hænsni“ eba annað verra. Sýnir þetta ineiri virðinganmerki fyrir verk- manninum en þeim sem er í ánauð! En þessu á að breyta. Verkmaðurinn á að fá að njóta hagnaðarins af vinnusinni; hann á að eiga eða ráða yfir framleiðslu- öflunum. Og þessu má koma í framkvæmd — það er auðveldara en margur ef til vill hygg- ur, en að eins með einu móti: að hinir mörgu smáu talci liöndum saman og séu sem einn maöur. Að nokkru þýtt. Bréfspjald. Lag: Stíg hcilum fœti’ á lielgan völl. §j§ELKOMIN Bríet, bezta frú! þú blómstur meðal landsins kvenna, sem betur ferð með blek og penna en blaðamanna fjöldinn nú. Sit, heil í þínu heiðurs-sæti í höilinni við Þingholtsstræti og iát þitt kæra Kvennablað svo kvaka um landsins höfuðstað. Um heiminn ferðast hefir þú! Frá höfuðborgum Norðurlanda þú berð oss hlýjan bróður anda frá bræðra hjörtum, tigna frú. Þú fórst ei brott með fé frá öðrum, en flaugst með þínum eigin fjöðrum og tengdir fast þau bróðurbönd, sem binda um aldur Norðuriönd. Plausor,

x

Nýja Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja Ísland
https://timarit.is/publication/533

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.