Nýja Ísland - 01.11.1904, Blaðsíða 7

Nýja Ísland - 01.11.1904, Blaðsíða 7
45 Svar til jórafrú Bjömínu Oddrúnusardóttur. Yirðulega jómfrú! Eg titla yður jómfrú meðan þér ennþá eigið heima í sveit, en effir að þér eruð komin hingað, dettur mér ekki í hug að titla yður svo. Þá kalla eg yður fiöken. Eftir innihaldi hréfs yðar hefðuð þér þurft að fá svar upp á fyrirspurn yðar fyrir löngu síðan, en herra Plausor hefir verið svo upptekinn í haust, bæði af trumbu- slætti til að birta mönnum uppboð í kett- inum og sölu á braki á Austurvelli o. s. frv. og af að safna manntalsskýrslum, að hann hefir eigi komist til þess að svara yður. En af því að vel nefndur herra Plausor, sem er útsmoginn alstaðar, heflr fullyrt, að þór, jómfrú Björnína, væruð eigi enn komin til bæjarins, væntanlega af því þér eigi enn haflð fengið svar upp á yðar mjög áríðandi fyrirspurnir, ætla eg að ieit- ast við að svara þeim með nokkrum orð- um og kenna yður nokkur heilræði. Eg ráðlegg yður að koma sem allra fyrst hingað; það er engan veginn orðið of seint, því skemþanirnar eru nú fyrst að byrja, og varla það, t. a. m. eru skóla- piltar ekki enn þá farnir að kveikja í púð- urkerlingunum eða gera neitt „sprell“ að að marki; á leikhúsinu er að eins búið að leika tvö smástykki, sem ekki hafa gert neina lukku; þó hefðuð þér getað iæi t dálitið af öðru þeirra, því þar er sýnt hvernig tvær stúlkur fara um kvöldtíma, þegar dimt er orðið, út á veiðar eftir ung- um manni, sem þær eru skotnar í, en eg efast ekki um að þér lærið þetta fljótt, þótt þór sæuð það ekki á leikhúsinu, svo skað- inn er engan veginn stór. Þór segist vera tnilofuð efnuðnm pilti; úr því svo er, þá skuluð þér láta hann útbúa yður vel með peninga; ef hann hefir þá ekki handbæra, getur hann hæglega fengið þá í nýja bankanum með góðum kjörum. Þór skuluð ekki, þó þór séuð búin að fá peningana, segja piltinum strax upp. Það er gott að hafa hann í bak- höndinni, ef eitthvað kann að bjáta á fyrir yður, en þér skuluð varast að láta nokk- urn hér vita, að þér sóuð trúlofuð sveita- strák. Undir eins og þór eruð komin hingað, skuluð þér fá yður danskan bún- ing og munið eftir því, að fá yður reglu- lega barðastóran hatt. Fyrstu dagana, meðan þér eruð á íslenzkum búning, megið þér ekki búast við, að það verði tekið ofan fyrir yður, nema þér séuð því lag- legri; en undir eins og þór eruð komin á danskan búning, verða allir hattar á lofti; en nú kemur nokkuð, sem eg bið yður að taka vel eftir og hugfesta. Þér haldið, að þór eigið að heilsa aftur, nei óekkí! Að þér megið ekki segja „komið þér sælir“, segir sig sjálft, það er blátt áfram dóna- legt nú. Þegar tekið er ofan fyrir yður, eigið þér að keyra höfuðið aftur á bak, líta beint fram og að eins depla augtia- lokunum ofurlítið. Eg býst við, að yður þyki þetta vandasamt, en af því að það er svo einkar-áríðandi, þá ræð eg yður til að æfa yður vel og iðuglega í þessu fyrir spegli, þangað til þér eruð fullkomin i þessu. En slík kveðja gildir einungis á daginn, meðan bjart er. Ef þór gangið út i rökkr-

x

Nýja Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja Ísland
https://timarit.is/publication/533

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.