Nýja Ísland - 01.11.1904, Page 8

Nýja Ísland - 01.11.1904, Page 8
46 inu — þér skuluð helst ganga ein, þaugað til þér fáið yður samhenta vinkonu, og það líður varla á löngu — þá er kveðjan öðru vísi, ef ungur heira heilsar yður þá og það kemur sjálfsagt fyrir, þá skuluð þér hvískra ofur-blíðlega og innilega „komið þér sælir", eða þá hneygja höfuð yðar og brosa ofur vingjarnlega, ef þetta er undir einni götuluktinni, svo bros yðar sjáist. Eg býst við að þetta verði einhver cand. phih, eða jafnvel cand. jur.; ef hann svo stanzar, þá skuluð þér líka stanza, hann tekur yður tali og býður upp á einn bolla af Chocolade á Uppsölum og það skuluð þór þiggja; hann fylgir yður svo heim og úr því eruð þér komin inn í Reykjavíkuriíflð og þá verður vandalaust að lifa. Af því eg eftir bréfl yðar að dæma álít yður flínka stúlku, astla eg að þessar leið- beiningar séu yður nógar, þó ekki sé þar með svarað óilum yður fyrirspurnum, og því eg ímynda mér að þér látið sveita- strákinn ieggja yður nóga peninga, þá er engin meining í því fyrir yðar að fara á skraddai averkstæði eða til þess að nema nokkuð, þér skuluð bara leigja yður her- bergi út af fyrir yður. Annars er eg reiðu- búinn að leiðbeina yður frekara, þér getið alt af hitt mig við hornið á Alþingishús- inu, við allar giftingar í dómkirkjunni. Yðar einlægur vin 3o/10 1904. Snjólfur Ofeigsson, cand. pliil. ------------------ Úr skjalasafni Plausors. VI. Búnaðarbálknr. 1. Það mun vera óhætt að fullyrða, að í vetur séu nú bæjarbúar hór fult hálft nt- unda þúsund manns. Og þegar allur þessi aragrúi er nú orðinn eitt allsherjar gútempl- arafélag, má geta nærri, hvílík ógrynni af mjólk og mysu sá fjöldi þarf að geta fengið, svo þorsta hans sé svalað nægilega, og einkum ef það er satt, sem einn gamall brennivíns-berserkur hefir sagt: „Að eitt staup af meðalbrennivíni svali jafnt þorsta sínum og pottur af góðri mysu. Nú leiðir að þeim tíma, að öll vínföng verði bann- sungin og kveðin niður hér á landi, og brennivínsberserkirnir verði þá sem aðrir, að sætta sig eingöngu við mjólk og mysu; því þótt ketillinn sé víða á glóðinni og kannan standi á eldhúsborðinu, þá eru þeir margir, sem fremur fá þorsta en svöl- un af kaffinu, einkum þar sem sumstaðar er nú orðinn vani, að drýgja það með salti og sóda. Mjólkurbúin eru að þjóta upp í sveitunum, og þar sem .málnyta er mikil verða bændur í stökustu vandræðum með að koma henni undan, eða gera hana arð- vænlega vöru. Æskulýðurinn streymir all- ur til „tómthúsanna" í Reykjavík, og þar vill hann fá að drekka mjólkina sína í næði. En mjólkin og mysan streymir ekki á eftir fólkinu, þótt hún flói út úr keröld- unum heima. Það kostar oft mikla mæðu og erfiðleika að flytja hana til Reykjavík- ur, jafnvol þótt vór höfum nú mótorvagna

x

Nýja Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja Ísland
https://timarit.is/publication/533

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.