Nýja Ísland - 01.11.1904, Side 9

Nýja Ísland - 01.11.1904, Side 9
47 og mótorbáta, þá getum vér þó aldrei feng- ið hana spenvolga ofan úr sveitinni, og er það mikill skaði fyrir hina skilvísu bæj- arbúa. Það getur vel verið það sé vitleysa, sem mér hefir dottið í hug, en víst er þó það, að mér heflr oft flogið í hug ýmislegt vit- lausara. Þessi nýja vitleysa er það: Að nú ættu hugvitsmennirnir okkar að ieggja heila sinn duglega í bleyti, og flnna svo upp einhverja nýjá dælu, sem hægt væri að pósta með mjólkinni úr sveitunum hing- að til vor bæjarbúanna. Það mundi verða einhver sú þarfasta uppgötvun bæði fyrir oss bæjarbúa og sveitamennina sjálfa þang- að til skilvindurnar þeirra verða svo full- komnar, að þær breyta mjólkinni allri í rjóma, og strokkarnir svo útbúnir, að þeir gerðu áfirnar að sméri. Þessi dæla yrði gagnlegri fyrir oss íslendinga en allar aðr- ar dælur og vélar. Vér þyrftum að geta íengið hana sem fyrst. Þarfir menn. ii. Saint Simon. (Framh.). Um þessar mundir hefir einn vina hans Jýst honum. Hann var fallegur maður, glaðlegur og vingjarnlegur, með hátt nef og greindarleg, fjöileg augu. Hann bjó með mikilli risnu og var mjög óspar á fé; en tímanum skifti hann í tvent, annan helminginn helgaði hann kvenþjóð- inni og hinum varði hann til gróðafyrir- tækja. Hann fylgdi þeirri reglu, sem hann siðar meir setti fram: í æsku ber að staifa eins mikið og hægt er, kynnast eins vel og kostur er á hinum rnjög svo óliku kringumstæðum mannfélagsins, reyna alt, bragða á öllu, til þess að lokum að draga ályktun af tilraunum sínum og athugunum. Hann vill ekki láta dæma verk sín eftir sama mælikvarða og annara. Alt líf hans er tilrauna-keðja. Hann leitar dygðanna með því að rannsaka lestina. Hann byrjar á nýjum gróðafyrirtækjum. Bæjarstjórn Parísar lætur blýþakið af „Vor Frue Kirke“ á uppboð og Saint Simon kaupir, ef til vill til að flýta fyrir að ný trúarbrögð komist á. En sem fyrverandi aðalsstéttar-maður var haun fundinn grun- samur og varpað ídyflissu1). í fangelsinu sat hann ellefu mánuði og fékk þá gott tóm til að hugsa grandgæfilega hin risa- fengnu áform sín. Svo brennandi var imyndunarafl hans, að hann sá fyrirburði. Einu sinni opinberaðist honum ættfaðir hans, Karl mikli, og sagði: „Son minn! Þú verður eins mikill heimspekingur, eins og ég var mikill stjórnvitringur og her- maður“. Þegar Saint Simon varð laus aftur, lifði hann í velJystingum á hæsta stigi. Ilann hætti fé sínu í ýmisleg fyrirtæki, en altaf í því augnamiði að það yröi almenningi til gagns. Hann safnaði um sig ungum vísindamönnum í ýmsum greinum. Hann leitaði upp fátæka gáfumenn og lijálpaði þeirn til að halda áfram námi. Einu sinni 1) Þcgar ltobcspiorro róð lögura og lofum.

x

Nýja Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja Ísland
https://timarit.is/publication/533

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.