Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Page 78

Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Page 78
Berg lj ót. Eftir Björnstjerne Björnson. íslensk þýöing eftir Þ. G., gerö í samræmi viö lag P. Heise’s viö kvæðiö. Ósátt var milli Haralds konungs harÖrá'ða og Einars Þambarskelfis. Vinir beggja fengu komið því til leiðar, aö þeir skyldu bittast til sátta. Einar kom til sáttastefnunnar og með honum Bergljót kona bans, Indriði sonur þeirra og 500 bsendur. Einar og Indriði gengu einir saman inn i konungsgarðinn og voru báðir drepnir þar, en bændurnir, sem biðu fyrir utan, voru þá foringjalausir eftir og fjellust þeim bendur, svo að þeir þorðu ekki að ráðast á konung og menn hans. „Bergljót sat í herbergi sínu í bænum; og er hún spyr íall þeirra feðga, gekk hún þegar í konungsgarðinn, þar sem bændaherinn stóð, og eggjaði mjög til atgöngu. En þá röri konungur út úr ánni. Þá mælti Bergljót: Sakna megum vjer nú Hákonar Ivarssonar frænda míns. Eigi mundi banamaður Einars róa út úr ánni, ef Hákon stæði á bakkanum.“ (Haralds saga barðráða). B e r g 1 j ó t (í herberginu). 1 dag skyldi’ Iiaraldur halda þingfrið; því Einari fylgja fimm hundruð bændur. Vörð mun Indriði úti hafa, en Einar ganga inn fyrir konung. Mætti Haraldur muna’, að Einar tvívegis konungs- kosning rjeði, — og fús vera til friðargerðar, er lofað hefur og lýður þráir. — Rísa frá götum rykmekkir stórir. Hark er að heyra! Hygöu’ út, skósveinn! Er það vindgnýr? Hjer er veðurbert; fjörðurinn opinn og fjöllin lág. Bæinn jeg man frá bernsku-árum: geyjandi rakka i rokveðrum. En harkið hækkar, og hrópin vaxa!

x

Ritsafn Lögrjettu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritsafn Lögrjettu
https://timarit.is/publication/534

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.