Páskaliljan - 08.04.1939, Page 1

Páskaliljan - 08.04.1939, Page 1
4ÖlíStUh, j&h, JbUpphLSUM,l I Matt. 28, 1—8. Það lýsti aí' fvrsla degi vik- unnar. Það rann upp sá dag- ur, seni nú er lalað um á þús- und tungum um allan kristinn heim. Það er lalað um þenna páskadag', af því að á þeim degi var unninn hinn mesti sigur. Þess vegna heyrist um aldir og einnig nú i dag lof- söngurinn sem niður margra vatna: „Kristur er npprisiim“. Þessari játningu er svarað með fagnandi lofgjörð: ,,Já, hann er sannarlega upprisinn“. Boð- skapurinn er skýr. Og þeir, sem veita honum viðtöku und- irstrika liann. Þeir segja: Já. Hið kröftuga já liljómar í söfn- uði Krists á þessum páska- morgni. Aldrei gleymist sagan um liina miklu sigiírhátið, þegar lýsti af degi, og liræddir læri- sveinar gjörbreyttust og urðu fagnandi, djarfir lærisveinar. Hvílík breyting! Áður nótt og látnar vonir, hræðilegur ó- sigur. Nú sólarupprás, vonin ljómaði úr leiftrandi augnm sigrihrósandi manna. Þeir komust úr myrkrinu inn í dagsbirtuna. Hvað breytti þeim? Vér ættmn að spyrja: Hver breytti þeim? Ilinn upp- risni frelsari sendi þeim kveðju, já kom sjálfur til þeirra, fylgdist með þeim á veginum, lét sér annt um hina sorghitnu og gleymdi ekki hin- um efasjúku. Þannig urðu þessir menn nýir menn og eign- uðust nýjan kraft, lærðu að þekkja Krist og krafl upprisu lians. Það lýsti af degi hjá þess- um mönnum. llvað fær jafnast á við sög- una, er segir oss frá þessum krafti ? En nú eru komnir páskar, til þess að þetta sé fyrir oss brýnt, að þetta á að vera páskasaga vor. Þetta er hin fagnandi vissa i söfnuði Krists, að þessi saga getur gerzt enn í dag. Þar sem kraftur hins upprisna Drotlins nær tökum á mönnunum, þar lýsir af degi. Þetta á að gerast nú og get- ur orðið, því að Jesús Krist- ur er liinn sami í g'ær og í dag. A heilagri páskaliátið mætir liann þeim, sem eiga í barátt- unni, sendir þeim páskakveðju, já, kemur sjálfur til þeirra, og spyr, eins og hann spurði: Hví grætur þú? Þannig talar hann við þig í dag, nefnir þig með nafni, réttir þér höndina og' veitir þér nýjan kraft. Sorgbitnir vinir voru sam- ferða, og' hinn upprisni slóst í fylgd með þeim. Það er sagt um þessa vini: „Þeir námu slaðar daprir i ]jragði.“ Iiið sama má i dag segja um marga. Eg þekki marga vini, sem segja má um: „Þeir nema staðar daprir i hragði.“ Eg hugsa til þeirra nú og bið þess, að páskasólin sendi geisla sina til þeirra. En í dag getur hið sama xnáttarorð mætt hinum sorgbitnu, eins og á hinum fyrsta páskadegi. Þá voru sorg- hitnir vinir á ferð. En er þeir fóru lieim, var páskabirta í hjörtum þeirra. Svo xnikil var breytingin, að lijörtu þeirra brunnu af trú og gleði. Þeir komu fagnandi lieim. Þeir liöfðu fengið samfylgd hins upprisna. Þessa huggun ’er hægt að eignast í dag. Þetta er ekki að- eins saga, sem gex-ðist. Þetta er saga, sem gerist. Ljósið eilift lýsir nú. dauðans nótt og dimmar grafir. Þegar páskaboðskapurinn mætir hinu játandi svari páskatrúarinnar, þá lýsir af

x

Páskaliljan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Páskaliljan
https://timarit.is/publication/536

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.