Páskaliljan - 08.04.1939, Blaðsíða 2

Páskaliljan - 08.04.1939, Blaðsíða 2
P Á S K ALILJAN 1 9 3 9 9 Ólafur Ólafsson, kristniboði: (-dtórkosiíegasta fagn- aðarefní ííkverunnar. Svo stórkostleg tíðindi hafa lieiminum borizt frá Guði, að hann fól englum að flvtja þau en ekki ófullkomnum mönnum. Á jólunum tilkynna englar komu Jesú í heiminn og segja: „Sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum; þvi að yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn.“ Og þeir birtust aftur á pásk- unum, er Jesús hafði fullkomn- að á Golgata það verk, sem Guð hafði fengið honum að vinna. Nú flytja þeir lians trúuðu ó- trúleg en fagnaðarrík tiðindi: „Hví leitið þér hins Iifanda meðal hinna dauðu! Hann er ekki hér (o: í gröfinni), því að hann er upprisinn frá dauðum“. Þessi óumræðilegi fagnaðar- hoðskapur jóla og páska, hefir æ síðan endurómað i hjörtum kristinna trúmanna um víða veröld. Þeir hafa sungið á jólunum: degi hjá þeim, sem eiga þá trú. Leyfum páskunum að vekja oss. Líkjumst þeim, sem voru árla dags á ferð og hlustuðu á þá morgvmmessu, sem enn í dag sýnir sinn undramátt. Páskafregnin er oss nú send. Þar verður hátið, þar sem þeirri fregn er svarað með páskabæninni: „Lát daga í minni sál.“ Sú hæn er lieyrð, því að Kristur mun lýsa þér. Þá lýsir sannarlega af degi. Guð gefi oss slíka páska. Bj. J. „Upp, gleðjizt allir, gleðjizt þér, i Guði vorum fagna ber, vort hjálpráð nú er nærri.“ Og á páskunum: „Sigurhátið sæl og lilið Ijómar nú og gleði gefur; Guðsson dauðann sigrað hefur; nú er blessuð náðartið.“ Og' enn er það svo, að því fylgir sami fögnuður og æfin- lega áður, sé ]iví trúað með hjartanu að liann, sem fæddist jólanótt, hafi frelsað okkur frá svnd og dómi og liegningu, og að hann hafi á þriðja degi risið upp frá dauðum og lifi. „Gjörið iðrun og trúið fagn- aðarhoðskapnum,“ sagði Jesús í sinni prédikun. Og þessi er fagnaðarhoðskapurinn, að „hann var vegna misgjörða vorra framseldur og vegna rétt- lælingar vorrar uppvakinn.“ „Burl, hiyggð, úr allra hjörtum nú, kom heilög gleði, svo í trú vér Jesúm faðmað fáum.“ Þetta á að prédika á jólum og liáskum, samkvæmt kenningu postulanna. Og hver getur sagt hvað eigi að prédika, ef ekki Pdskascílniur. Nú hljúmi lofsöngslag frá lífsins hörpii’ í dag, þvi rösin lífsins raiiða rr risin upp af dauðu. Vor lofgjörð linni eigi á lifsins siguírdegi. Þann dýrðardag að sjá, minn Drottinn, er mín þrá, því með þér, rösin rauða, ég rísa vil af dauöa og lifa þínu lífi. — Þín líkn mér hreyzkum hlífi. Eg þakka, Jesú, þér, að þi'i hefir gefið mér þá von, er vetri breytir í vor, er sælu heitir. Því linnir lof mitt eigi á lífsins sigurdegi. Burt synd og hjartasorg! Eg sé Guðs friðarborg og lífsins lindir streyma, þar lífið sjálft á lieima. Því linnir tof mitt eigi á lifsins sigurdegi. fí. J.

x

Páskaliljan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Páskaliljan
https://timarit.is/publication/536

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.