Væringinn - 07.03.1938, Blaðsíða 4

Væringinn - 07.03.1938, Blaðsíða 4
4 V Æ IiINGINN uð þér ekki, að blaðið „Yæringinn“ vildi hafa tal af mér?“ „Jú, — og vér erum hér fyrir liönd blaðsins.“ „Já, auðvitað, — þér eruð hlaðið, — gleð- ur ínig að kynnast yður, herra — herra Vær- ingi- Gjörið svo vel að fá yður sæti. Hvað get ég gert fyrir yður?“ „Oss þætti vænt um, ef þér vilduð vera svo vænn, að skýra lesendum vorum eittlivað frá vísindastörfum yðar.“ „Ójá, — það er nú ekki lilaupið að því, enda er því flestöllu þannig varið, að lesendur yðar myndu varla hafa nokkurtgaman aðþví.“ „Það held ég nú samt. Lesendum vorum þætti áreiðanlega mikill fengur, að lesa livað, sem vera skyldi, með nafni prófessorsins. Þetla veit nú prófessorinn ofur vel.“ „Jæja, já — veit liann það,------það gleð- ur mig. —- — Æ, -— fyrirgefið þér, viljið þér ekki vindil?“ Vér afþökkum kurteislega. „Jæja, þá verð ég að vera einn um það.“ Að svo mæltu tekur prófessorinn vindil, stingur honum upp í sig og kveikir siðan í. En af einhverjum misskilningi hlæs liann svo á vind- ilinn og hendir honum út um gluggann, og ætlar að stinga eldspýtunni upp í sig. Þegar hann áttar sig, slekkur hann á eldspýtunni, yptir öxlum og hendir henni svo á eftir vindl- inum. Af því að vér erum stiltir að eðlisfari, dett- ur hvorki af oss né drýpur, en spyrjum: „Hvert er álit yðar, prófessor, á þvi, sem sagl er, að prcífessorar séu meira utan við sig en annað fólk?“ „Það er eins og liver önnur vitleysa. Pró- fessorar eru ekkert meira utan við sig en ann- að fólk, nema að síður sé. Ég þori til dæmis að segja um sjálfan mig, að það komi ekki fyrir, að ég sé utan við mig.“ (Vér brosum í laumi). Rétt í þessu kemur skrifari prófessorsins inn með bréf í hendinni. „Fyrirgefið, ef ég trufla, en það er hérna hréf, sem þér þurfið að skrifa undir.“ „Látum okkur nú sjá, hvaða hréf er það. — — Æ, hvar eru nú gleraugun min? Mér fanst endilega ég vera með þau rétt í þessu!“ „Fyrirgefið, prófessor, eru þau ekki þarna — á nefinu á yður.“ Vér eigum mjög hágt með oss. „Ha, — livar — nei, þarna eru þau þá. -— — Nú það er þetta.“ Hann grípur pennastöng, sem liggur þar á borðinu, dýfir henni í og skrifar undir í flýti, en gætir þess ekki, að nota rétta endann. „Æ, mikil skelfing eru að sjá þetta! Tarna er ljóti penninn! Þér verðið vist að skrifa hréfið upp aftur.“ „Ég er með afritið af því- Við getum alveg eins sent það, ef þér vilduð gjöra svo vel að skrifa undir.“ „Mættum vér ekki lána yður sjálfblekung?“ segjum vér og réttum honum sjálfhlekung vorn. „Þakka yður fyrir.“ Hann tekur sjálfhlek- unginn og ætlar að skrifa undir í snatri, en ekkert strik kemur á pappírinn. Hann hristi pennann, en árangurslaust. „Hm, — þér þurfið að skrúfa liettuna af fyrst.“ „Jú, — hvernig læt ég.“ Svo skrúfar liann hettuna af, en alt fer á sömu leið. „Ósköp er lnmn húsbóndahollur, penninn sá arna!“ „Hm--------reynið þér að skrifa með hin- um endanum.“ (Prófessorinn liafði ætlað að skrifa með öfugum pennanum). „Nei, — nú dámar mér, — livað er eigin- lega að mér?“ Loksins skrifar hann undir, en penni vor er allfeitur, svo að prófessorinn verður að þerra vandlega á eftir. Þegar liann svo tek- ur þerrihlaðið ofan af, sést greinilega, að þerrihlaðið liefir alls ekki verið þerriblað. „Æ, þetta gengur aldrei, — notið þér stimp- ilinn minn og látið mig i friði!“ Svo skrúfar hann hettuna á sjálfblekunginn og stingur honum í vasann. — (Vér ræskjum oss). „Fyr- irgefið, prófessor, eruð þér húnir að nota pennann.“ „Ó, fyrirgefið þér, — þér áttuð pennann, — takk fyrir!“ I þessu verður prófessornum litið á klukk- una. „Ja, — nú er ég hræddur um, að ég megi

x

Væringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Væringinn
https://timarit.is/publication/540

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.