Væringinn - 07.03.1938, Blaðsíða 5

Væringinn - 07.03.1938, Blaðsíða 5
VÆ R 1 N G I N N 5 ekki missa lengri tíma handa yðnr; ég á svo annaríkt. En munið, að þér megið liafa það eftir mér, að prófessorar séu síst meira utan við sig en annað fólk.“ Til áherzlu orðum sínum, tekur hann reglustiku og l)er í horðið. „Og verið þér nú sælir “ Vér réttum prófess- ornum liendina, en rekum oss i reglustikuna, sem hann liafði gleymt að sleppa, áður en hann rétti oss hendina. En oss brá svo, að vér snérumst á hæl og þustum út úr húsinu, til að lála ekki heyra i oss hláturinn. 13. S. IJr lieimi skáta. 12 danskir skátar mættu sem lieiðursvörð- ur við bálför skátahöfðingja okkar A. V. Tuli- niusar. Franck Michaelsen skátaforingi kom fram sem fulltrúi Bandalags íslenskra skáta við sama tækifæri. Fulltrúar dönsku Skáta- handalaganna voru: Tage Carstensen, Inter- national Commissioner og Ing. Ove Holm. Heimsókn Baden-Powell. Eins og allir vita, ætlar Baden-Powell að koma hingað í sumar, ef heilsa hans leyfir. í þessari sömu ferð ætlar hann lil Noregs, Danmerkur og Belgíu, og er til hennar stofn- að samkvæmt sérstakri ósk Baden-Powell. Tvær samskonar ferðir hafa verið farnar áður, og Baden-Powell segir sjálfnr: „Skemtiferðir eru nýbreytni nútimans. Þær voru ætlaðar til heiusbótar, en hafa óvart orð- ið fræðandi um leið, með því að kynna fólki lönd, sem það aðeins þekti (eða ekki einu sinni það) á landabréfinu. En þessar ferðir hafa gert meira. Þær hafa komið okkur í kynni við aðrar þjóðir, og sýnt okkur fram á, að við erum ekki alveg úrvalið úr öllu mannkyninu, og erum mjög skyldir nágranna- þjóðum okkar. — Þannig eru skemtiferðir, — án þess að það sé hinn eiginlegi tilgangur — ákveðin hjálp í friðarmálunum, ]>ví að gagn- kvæmur skilningur og þekking eru hinar raun- verulegu undirstöður undir alheimsfriðnum.“ Baden-Powell segir um þýðingu þessara ferða fyrir skátahreyfinguna: 1. Þær koma skátum í persónuleg kynni hver við aðra, svo þeir geti lært liver af öðr- um og starfað betur saman í framtíðinni. 2. Það kemur þjóðinni okkar (Bretum) i persónulegt samhand við þjóðirnar í öðrum löndum hreska heimsveldisins og út um allan heim. 3. Þær gefa okkur tækifæri til þess að leggja okkar skerf að heilbrigðum grundvelli fyrir allieimsfriðinn, með þvi að vekja og auka gagnkvæma velvild milli hinna yugri kynslóða i þeim löndum, þar sem skátahreyf- ingin liefir fest rætur. Tvö ný Skátafélög hafa gerst meðlimir B. I-S. nú nýlega, en það eru Skátafélagið „Stafn- verjar", Sandgerði, og Skátafélag Hafnar- fjarðar. Stofnun skátafélaga er nú í undir- húningi á ýmsum stöðum á landinu, svo sem Stykkishólmi, Ólafsvík, Eskifirði, Blönduósi og viðar. Landsmót Skáta verður án efa, ásamt lieim- sókn Baden Powell’s og konu lians, stærsti skátaviðburðurinn hér hjá okkur þetta árið. Almennur áhugi rikir meðal skáta fvrir mót- inu, og er búist við mikilli þátttöku. Frétst liefir, að danskir skáta muni koma á eigin skipi, en ekki hefir sú frétt enn verið stað- fest af dönsku Skátabandalögunum. „Det Danske Selskab“ í Reykjavík liefir sýnt skát- unum þá rausn, að hjóða einum dönskum skáta á mótið, og munu sennilega fleiri hlið- stæð félög kosta skáta á mótið livert frá sínu landi. Fullvíst er, að enskir skátar munu fjöl- menna hingað, því að alhnikið hefir verið ritað í ensk skátahlöð um mótið, og um ís- lensk skátamálefni. Bæklinagr hafa verið sendir til allra skátahandalaga í Evrópu, til þess að vekja athygli á mótinu. Öllum íslensk- um skátum hefir einnig verið sent hoðsbrér á mótið- Skátar, hefjið þegar undirbúning undir þátttaöku ykkar i mótinu, þvi að is- lenskir skátar verða að vera landinu til sóma á þessu fyrsta stóra skátamóti, sem hér er lialdið.

x

Væringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Væringinn
https://timarit.is/publication/540

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.