Sigurhetjan - 20.08.1912, Blaðsíða 1

Sigurhetjan  - 20.08.1912, Blaðsíða 1
Nóvember 1912 Frú Catherine Booth HtlJU N. Eðelbo, aöjútant \|/ \|/ \|» \|/ >|/ \|/ \|/ \|/ \|/ \|/ >|/ \|/ Hjálpræðisherinn gefur út í tilefni af anðláti William Booths hershðfðingja 1912 M/ U/ xj/ \l/ \|/ \l/ \|/ \[/ \l/ \[/ \|/ \|/ ^ ^ ^ ^ ^ ^ Hershöfðingi William Booth. V FIRMAÐUR og stofnandi Hjálp- ræðishersins, Wlliam Booth, andaðist í Lundúnum þriðjudaginn 20. þ. m. eftir stutta legu, 83 ára gamall. Við fráfall hans á heimurinn á bak að sjá einu sínu mesta mikilmenni, — manni, sem stærra lífsstarf liggur eftir, en nokkurn annan mann á síðari öldum, og manni, sem meiru góðu hefir til leiðar komið en flestir aðrir. Von er því, að heim- urinn harmi fráfall slíks manns. Hér er ekki rúm fyrir ícarlega æfisögu, eða að segja sögu Hjálpræðishersins, slíkt myndi taka upp fleiri blöð; en stutt yfirlit yfir æfi og starf þessa mikla manns er skylt að birta. William Booth var Englendingur i húð og hár, fæddur í bænum Nottingham 10. apríl 1829. Voru foreldr- ar hans sæmdarfólk, móðirin guðrækin og faðirinn reglumaður og nýtur í sinni kaup- mannsiðn og við all- góð efni, en hann dó þá William var á unga aldri og hafði fé hans mikið gengið til þurð- ar. Ekkjan átti ekki annan son, en þrjár dætur í bernsku, og sýndi sveinninn þá langt um aldur fram ötulleik og hyggindi að annast heimilið. Heimilið taldist til biskupakirkjunnar ensku, en 14 ára rakst William Booth af til- viljun inn f Metódista- kirkju og snerist þar þegar til brennandi trúar og fylti brátt flokk þeirra, og þegar hann var 18 ára tók hann að prédika á samkomum þeirra, og prestvígslu tók hann xo. apríl 1852, þá 24 ára gamall. Þremur árum siðar, 16. júní 1855, gekk hann að eigu konu sér jafn- aldra, er Catherine Mumford hét; var fað- ir hennar prestur hjá Metódistum og sjálf hafði hún frá barn- æsku verið heit í trúnni, og sýnt dæma- lausan kærleika við menn og málleys- ingja. Samfarir þeirra hjóna urðu hinar ástúðlegustu. Það verður eigi gott að greina, hvort þeirra hjóna á meiri hlut 1 hinu mikla kærleiksverki Hersins. Til eins verður hennar að |geta sérstaklega, og það er, að hún hefir í orði og verki öllum framar gerst talsmaður þess, að konur mættu eigi síður boða guðsorð en karlar; enda hefir það sýnt sig, að ofdrykkju- menn og aðrir vandræðagripir skipast tíðuin betur við orð kvenna en karla, og er þeirra heldur enginn munur gerður í Hernum. Katrín Booth, móðir Hjálpræðishersins, andaðist 4. okt. 1890, og varð manni hennar mikið um missi hennar. William Booth hélst ekki lengi við í prestsstöðunni hjá Metdódistum. Sjálfir fara þeir ekki sem spaklegast með trúboðið, en W. B. var þó held- ur stórbrotinn fyrir þá og árið 1861 sagði hann skilið við félag þeirra. Sama áríð tekur William Booth að boða trúna laus öllum kirkjuleg- um félagsskap. í fjögur ár var hann á ferðinni um þvert 0g endilangt England og prédikaði fyrir hverjum, sem heyra vildi, eigi síður undir berum himni en inni í húsum. í Lundúnaborg kyntist hann eymdar- kjörum strætalýðsins og að sama skapi sem hann sá, að tugir þúsunda manna ólust upp til eymdar og syndar, án nokkurar fræðingar eða hirðingar nokkurstaðar að, óx honum löngun að taka að sér olnbogabörn mannfé- lagsins. Margir mannvinir hafa fyr og siðar reynt að hjálpa hinum bág- stöddu, bjarga einhverju broti af þeim. Margt er á boðstólum og hver lofar sfna hýru: Góð og réttlát lög; betri fræðsla í skólunum; loftbetri búðstað- ir; hollari matur o. s. frv. Alt þetta er gott og blessað, hugsuðu þau hjón- in; en alt þetta kemur, vilji fólkið á annað borð sinna fagnaðarboðskapn- um um Krist, sögðu þau. Og svo finnur William Booth ráðið til þess, að hinn hund- heiðni skríll, sem aldrei á æfi sinni hafði í kirkju komið, og ekki þekti broddstaf frá bókstsf, fengist til að hlusta á kristniboð hans. Hann tók sér ræðustól á hinum allra auðvirðilegustu skemti- stöðum útivið, og var jafn hávær með sína vöru og prángararnir í kringum hann. Sá, sem hæst gat argað og hamast mest, fekk flesta áheyrendurna og áhorfendurna. Til- gangurinn helgar með- alið; bara að fólkið komi, þá má nota tækifærið til að kasta eldibrandi inn í sál- irnar. — Alt hið óvana- lega háttalag Hjálp- ræðishersins stafar frá þessum uppruna hans, samkepninni við trúða og loddara. Þaðan er kominn trumbuslátt- urinn og pipnablást- urinn. Mestu skiftir, að láta bera nóg á sér; þögn má aldrei vera um Herinn; geti hann ekki unnið sér hylli og vinsemd blað- anna, þá er talið langt- um betra en ekki, að fá skammir og hróp. William Booth varð mikið ágengt í Lund- únum. Margir hverj- ir urðu honum fylgi- spakir, er dýpst voru voru sokknir í spill- ingarfenið. William Booth tók við öllum, og vakti hjá öllum brennandi áhuga fyrir að frelsa glataðar sálir; öllum fól hann sinn ákveðinn starfa, kon- um sem körlum. Austurhluti hinnar miklu borgar er aðal- lega fátæktar og spiU- ingarbælið, og við þann hluta Lundúna kendi W. B. trúboð sitttilárslokanna 1877. Það ár vann hann að skýrslu um þessa starfsemi sina, og sá, sem þessa skýrslu færði i letur fyrir hann, hafði komist svo að orði, að starfsmennirn- ir væru »sjálfboðalið«. William Booth leit á og strykaði yfir hálft orðið,

x

Sigurhetjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sigurhetjan
https://timarit.is/publication/545

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.