Sigurhetjan - 20.08.1912, Síða 3

Sigurhetjan  - 20.08.1912, Síða 3
SIGUR-HETJ AN 3 án þess að óregla kæmist á rað- irnar. Með hinni sömu reglu, sem Hjálp- ræðisherinn kennir hermönnum sínum, gekk hver fylking eftir aðra á sinn ætlaða stað. Hinir fyrstu urðu þeir síðustu, og sáu ekki annað en brodd- fylkingar félaga sinna. Það leit út fyrir að ókleift væri að veita þessum stóra her sæti, hvernig sem þeim yrði þrengt saman, en 46 fylkingar af 51 tóku sæti. Fylkingarnar, sem í voru aðallega foringjar höfuðstöðvanna, tóku sæti á pallinum. Það var augnablik, sem eigi verður lýst, þegar kista hershöfðingjans, borin á öxlum foringjanna, kom upp á pallinn, og var látin síga niður í gröfina í augsýn fjöld- ans, en börn og barna- börn hershöfðingjans stóðu við hina opnu gröf við hlið nýja hers- höfðingjans, sem átti að bera kappa hins fram- liðna föður. Sumir áhorfendanua höfðu ver- ið við greftranir fursta og konunga, og lifað marga sögulega viðburði, en enginn hafði séð nokkuru sinni þvílíka greftrun, (eða sannreynd- an sjónleik) það var samblönduð gleði sig- urhróss og persónulegr- ar sorgar. Það var óútmáianleg hollusta auðsýnd einum manni, og fullkomin viðurkenning auðmjúkr- ar trúar á guð, það var hylling frá þeim, er fagnaði yfir unnum sigri, “ undir stjórn hins fram- liðna hershöfðingja, en jafnhliða sleg- in af sorg við hugsunina um aldrei meir að sjá hinn tígulega vöxt manns- ins, sem jók áhuga_þeirra, var þeirra spámaður, höfðingi og vinur. Hjálpræðisherssöngur hljómar út fyrir kirkjugarðinn, með hinum glaða, vonarfulla en þó vanalega hernaðarblæ sem einkennir flesta söngva hersins. Þegar söngurinn hætti, gekk hershöfð- inginn Bramwell Booth fram að grind- um pallsins. Hann leit á fylkingarnar og fjöldann, er stóð á húsþökunum og öðrum háttliggjandi stöðum. Ræða nýja hershöfðingjans yfir dufti föður síns var göfug í hreinskilni og auðkend djúpri hrygð. Mörgurn sinnum varð hann að hætta vegna geðs- hræringarinnar og oft talaði hann með tárin streymandi nið- ur kinnarnar, og barðist við sorg sína. Jafnvel hinar ósam- ansettu setningar vöktu ákafa t. d. þeg- ar hann hrópaði: Hann var mikill mað- url Og þegar hann alaði um kærleika sinn til þessa manns, sem ekki var hers- höfðingi einungsis, en ýaðir hans, og þegar hann sneri sér að kistunni og rétti út höndina og sagði: Hér ligg- ur sá maður sem elskaði yður og hér við hans opnu gröf tala eg til yðar um hinn mikla anda hans. Hann útskýrði ástæðuna fyrir komu þeirra að gröfinni í dag, Fjöldinn var kom- inn til að greftra mann, er var faðir þeirra, herinn var útsprunginn af kærleika f þessu heita hjarta. Hann var kominn til að greftra spámann sinn. Það var guði velþóknanlegt að leiða okkur frá hinu vonda fyrir hönd þessa manns. Hann sá hluti, sem við sáum ekki. Hann kom til að greftra hershöfðingja sinn! Hann var leiðtogi vor, hann var særður, en hann gafst ekki upp. Hann hopaði aldrei. Hann kom til að greftra vin sinn, vin, hvers gleði smittaði aðra, svo að fólk hans sagði þegar það vænti komu hans: Hershöjðin^inn kemur, við fáum dýrlegan tima! Hann var uppspretta gleði þeirra og björtu glaða lyndisfar, sem einkendi hinn gamla mann, sem nú var burtu farinn. Það var svo látlaust og einfalt, að allir urðu hrifnir, jafnvel óafvitandi. Hver foringinn af öðrum stóð upp og gaf vitnisburð um hið stóra verk hershöfðingja síns, prísaði það, og endaði með einróma viðurkenningu að ná sér. Meðan hann talaði, gekk Miss Booth fram, reyndi að tala til fólksfjöldans, en hún gat það ekki. Aftur og aftur reyndi hún að tala, en hún gat það ekki, að eins nokkr- ar setningar að eins nokkur orð gat hún fengið yfir varir sínar. Þegar eg var á leiðinni yfir hafið, Frá jarðarför hcrslíójðinqjans: Eftirmaður hershöjðinqjans talar til viðstaddra hermanna. framtiðarvona, þvi alstaðar þar sem hershöfðinginn kom fram sá hann sól, þar sem aðrir sáu að eins bleik- an mána eða ekkert. Hann var heims- borgari, hann var enginn einsetumað- ur, hann var úti á meðal fólks og skildi það, hann elskaði þá fátæku, og Nýi hershöjðinainnJBramiuell Booth. vafði veslingana að hjarta sér, eins og hann sjálfur liði með þeim hung- ur þeirra, kulda og örvænting. Hann elskaði sálir. Vegna þess að hann opnaði hjarta sitt fyrir alheiminum, hefir heimurinn hneigt sig við gröf hans, sagði Bram- well Booth. Ræðan var ekki form- sett, heldur var hjartans virðing látin í ljósi við hinar heilögu minningar um þann mann, er lá liðinn við fæt- ur sonar síns. Lág Hallelúja hróp, ekki manna og kvenna, rauf þögnina milli hinna ósamansettu setninga, já stundum brosti fólkið þegar general Bramwell Booth brosti sjálfur í gegn- um tárin, við tilhugsunina um hið persónulegrar undirgefni. Öft voru þessar setningar endurteknar: hann elskaði mig, hann var svo góður við mig, hann var minn bezti vinur. Yngsta dóttir hershöfðingjans, frú Booth Hellberg átti að syngja sóló. Hún stóð upp með bókina í hönd sinni, en röddin titraði, og hún grét að þeim ásjáandi. Hún sagði: eg vildi gjarnan syngja fyrir yður þennan söng. Rétt áður en hers- höfðinginn dó, þreifaði hann eftir hönd minni og þegar hann fann hana, sagði hann: Syngdu fyrir mig! Eg get ekki sungið sönginn fyrir yður nú, kæru vin- ir. Þið verðið að fyrirgefa mér það, og syngja hann með mér. Nú tóku áheyr- endurnir við og sungu gamlan söng, en það mishepnaðist; þeir grétu einnig. En nú kom barna barn hershöfðingjans fiam, adjutant Cath- rine Booth. Hún grét ekki. Ung, al- varleg stúlka, með fagra rödd, talaði um hvað hershöfðinginn var fyrir barnabörn- iu sín. Þau skildu ekki til hlítar verk hans eða mikilleik þess, við vissum að eins að hann var svo góður, hann skildi okkur svo vel. Við elskuðum hann. Aftur komu þessi viðkvæmu orð, og margir tilheyrendanna heyrðu ekki annað en þau endurtekin aftur og aftur: Við elskuðum hann! Og það var nóg! Við biðutn eftir að Miss Eva Booth the Kommander, sem hefir erft mikið af hin- um andlega eldi hershöfðingjans og hans meistaralegu hæfileikum, talaði. Hún er mælsk og er álitin kona með silfurtungu. En ekki í dag! Nýi hershöfðinginn bað um afsökun fyrir hennar hönd, því hún var nýkomin úr langri ferð, og hún var ekki búin sá eg nótt eina að tungtið sendi geislarönd út yfir hafið, það minti mig á lífsverk föður mins. Eg reyndi að gjöra alt sem eg gat til að geðjast honum. Einu sinni spurði eg hann: Hvað á eg að gjöra þegar þú ert fall- inn frá? Hann lagði hönd sina á öxl mér og sagði: Eg verð enn þá nær þér þá. Eg elskaði hann. Svona vitnuðu börn hans, er þektu hann bezt, um kærleika þeirra til hans. Og frá þeim, og öllum þeim foringjum sem töluðu, heyrðist viður- kenningin af lífi hershöfðingjans um ávöxt dýrlegs sigurs, er ekki mink- aði við dauða hans, og að hershöfð- inginn hefði arfleitt Hjálpræðisherinn að anda sinum, að hann mundi upp- fylla vonir hans, og stríðið héldist við með hlýðni við skipanir hans, Þegar kista hershöfðingjans var lát- inn i gröfina, sungu hóparnir söng um dýrlega von og undirgefni. Or Daily Mail útbreiööasta blaÐi heimsins. Mér til mikillar sorgar verð eg að kunngera, að hershöfðinginn lagði nið- ur sverð sitt í gærkveldi, kl. 10,1B. Biðjum fyrir oss. Bramwell Booth.* Simskeyti þetta liggur fyrir mér meðan eg skrifa þetta. Þannig lauk æfi þessa mikla dýrlings, en æfi hans og verk munu lifa í mynni mannkynsins þegar flestir leiðtogar þessarar kynslóðar eru löngu gleymdir. Mér gafst oft kostur á að sjá hvern mann Booth herforingi hafði að geyma. Síðasta orð- sending frá honum til mín sýnir og sannar, hve margbreytilegtskap- lyndi hans var. Eg gat þess eitt sinn við einn af helztu aðstoðarmönn- um hans, hve mikið mér fyndist til um æfi- sögu Napoleons eftir De Burienne. Hers- höfðinginn heyrði á tal okkar og lét spyrja mig hvort eg vildi láta sig fá allan titil bókarinnar, af því að sér léki hug- ur á að láta lesa sér hana I tómstundum sín- um meðan hann væri á kristniboðsferð í Nor- egi. Hann var þá kom- inn yfir áttrætt. Eg man eftir öðru atviki, þegar hann bað mig að koma til viðtals við sig. Hann var þá að leggja á stað í hina miklu för sína til Aust- urlanda. Af þvi að honum var kunnugt um, að mér voru kunnir margir þeir staðir, sem hann ætlaði að fara um, þá vildi hann láta mig segja sér frá þeim. í hinu viðhafnarlausa herbergi stnu í Quen Victoria Street, lagði hann fyrir mig hverja spurninguna af annari með allri þeirri lægni, sem vönum fregnritur- um er lagin. Hann gaf sérstaklega mikinn gaum að hinum væntanlegu breytingum í Kína. Þegar eg sagði honum frá hinu fræga nýtizku hegningarhúsi Yuan Shi-Kais utan við Tinentsen, þar sem betlarar og slæpingar mega kjósa um heiðarlega vinnu eða fangavist, þá var gaman að sjá hve vel hann tók eftir og hvern dóm hann lagði á það. »Þetta hefir mig langað til að gera við slæpingana hér«, sagði hann við sjálf- an sig. Hann var aldrei upp úr því vaxinn að leita ráða hjá þeim mönnum, sem hann hugði vel að sér í einstökum atriðum, og það sem meira er, hann var aldrei yfir það haf- inn, að taka ráðum þeirra. »Svona kem- ur okkur þetta fyrir sjónir« var hann van- ur að segja þegar einhverjar breytingar voru í ráði um fé- lagsskap — >en hvað virðist yður um það?« Og hverjum einum var það ljóst, að spurningin var ekki borin fram fyrir siða- sakir, heldur með þeirri einlægu löng- un að fá óvillvalla umsögn óviðkom- andi manna, Booth hershöfð- ingi var ekki dýrlings- likneski, hann var jhermensku dýr- lingur. Tungu-mjúkleikur var ekki aðaldygð hans. Hann var mannlegur aflvaki. Bæði var hann stórvirkur sjálfur og vænti þess að þeir, sem undir hann væri gefnir, afköstuðu miklu. »Jafnvel sjálfur herforinginn

x

Sigurhetjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sigurhetjan
https://timarit.is/publication/545

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.