Sigurhetjan - 20.08.1912, Page 2

Sigurhetjan  - 20.08.1912, Page 2
2 SIGUR-HETJ^AN »Sjál£boðar erum vér ekki«, sagði hann; »vér gerum það eitt, er vér neyðumst til að gera«. Og hann setti í staðinn fyrir orðið »sjálflð« »hjálpræðislið« eða »hjálpræðisher« (Salvation Army). — Nafnið kemur þá fyrst, og með nafninu kemur stór- um aukið líf og fjör í allar fram- kvæmdirnar. Það er svo sem ekki nýtt, að ahin og þessi trúarfélög hafa að einhverju leyti kent sig við her, og þarf eigi annað en minna á riddarafélögin í krossferðunum. — Yfirmenn ýmsra múnkafélaga bera og »generals« nafn, þó að vísu liggi eigi beint herforusta í þeim heitum. En ekkert trúarfélag hefir sem Hjálpræðisherinn komið her- bragnum á alt sitt stjórnarfar og alla háttsemi sína. Bænirnar eru skot- hríðir gegn fylkingum djöfulsins; hendur réttar til himna em steyttir byssustingir; hólpnar sálir, er fiokk- inn fylla, eru sigurmerki og herfang- ar; gjafaféð í löndunum, þar sem her- inn starfar, er herkostnaður greiddur af herteknu landi. Starfsmennirnir, jafnt konur sem karlar, eru dátar eða foringjar, sem hækka stig af stigi, með öllum þeim heitum, sem i her tíðkast. Herreglurnar eru strangar og nákvæmar, og snerta eigi síður heilsu og þol líkamans en heill sálarinnar. Og William Both var maður, sem bæði kunni að stjórna her sínum og æfa hann. Fáir hershöfðingjar munu hafa haft traustari fylgd sinna manna og verið einráðari um alt smátt og stórt. En það var meira en frelsun sálna eða trúboð, sem Herinn fekst við, því samfara var líknarstarfsemi, og það er fyrir það starf, sem Herinn hefir náð mestum vinsældum og gert hann að stórveldi í heiminum. Það, að jeisa við hina föllnu og verja aðra falli, er fegursta og göfugasta mark- mið Hersins, og hefir verið unnið að því ótrauðlega og með stórkostslegum árangri. Nú er Hjálpræðisherinn, sem fyrir 35 árum var stofnaður í austurhluta Lundúna af mjög fáum hræðum, út- breiddur um allan heiminn. Jafnvel meðal villimanna starfa nú Hjálpræð- isherliðar. Alstaðar hefir hann orðið að stríða, en sigurinn komið aó lokum. Nú eru í hernum 200,000 manna, sem eru starfs- menn Hjálpræðishersins og 7,000,000 manna sækja trúboðssamkomur hans í hverri viku, og 255,000 manns frelsast árlega, eftir því sem herskýrslurnar segja. Blað Hjálpræðishers- ins er gefið út á 25 tungumálum, og erviku- upplag þess 1,112,597. Fyrst þegar byrjað var að gefa það út, var það lesið á einu tungumáli, ensku,og upplagið 4000; svo mikill er vöxturinn. Vor öld er öllum öldum fremur líknar- og kærleiks-öld. Lífið er alt svo opið og bert, að meinin dyljast ekki. Að sjálfsögðu eru lífs- gæðin margfalt fleiri og margfalt almennari en á liðnum öldum; en væri farið að rannsaka æfikjör hinna vesælustu á lægstu tröppunum fyrrum og nú, yrði nið- urstaðan sennilega sú, að kjör þeirra hafi farið versnandi við alla sið- menninguna. Því hærra sem bygt er ofan á, því dýpra verður að grafa fyrir. Kristileg mann- úðarverk fara stöðugt vaxandi, en böl syndar og eymdar vex eigi síður hröðum skrefum. Hjálpræðisherinn hefir unnið lang- bezt allra að því að bæta mennina, og árangurinn af starfsemi hans er orðinn gríðarmikill. Allar greinar mannlegrar spillingar og eyrndar heyra undir verksvið Hersins til að linna eða bæta. Allur heimurinn, undan- tekningarlaust, er starfssvið Hjálpræð- ishersins, og alstaðar er unnið og al- staðar er árangur. Eðlilega er þó. mest unnið í stórbæjunum, og þá mest í hinum enska heimi. Það yrði langt mál, að telja upp allar greinar starfseminnar. í borg- unum standa hús hersins opin dag og nótt, oga til^lengri og skemri dvalar fyrir hungraða og klæðlausa, — fyrir götulýðinn, er ekkert fiet á undir húsþaki; fyrir atvinnulausa; fyr- ir ofdrykkjumenn, sem reyna að yfir- buga löst sinn; fyrir vændiskonur, sem vilja hafa á að betrast; fyrir af- brotamennina, sem lokið hafa hegn- ingarvist; — fyrir alla þessa og ann- að úrkast mannfélagsins hefir Hjálp- ræðisherinn vinarfaðm að bjóða og reynir af öllum mætti, að koma þessu fólki aftur á réttan kjöl og gera það að nýtum mönnum í mann- félaginn. Herinn hefir nú 115 björg- unarheimili fyrir vændiskonur og ung- menni, er farið hafa afvega; 17 af- brotamannaheimili; 20 gamalmenna- hæli; 380 greiðahús, sem veita hungr- uðum mat og húsnæði um lengri eða skemri tima; 42 barnaheimili og 959 hjálparstofnanir ýmiskonar, bæði fyrir konur og karla. Auk þess hefir Herinn 250 vinnustofur, eða verk- stæði, þar sem alls konar handiðnir eru kendar og reknar; allir eiga að vinna, sem unnið geta. Eins eru flest björgunarhælanna einnig vinnu- stofur. Þessar byggingar hersins eru dreifðar út um heiminn, og eru marg- ar þeirra stórbyggingar. Starfsmenn við þessar stofnanir, eða stjórnendur, þar. — Svo telst til, að á hverjum einasta degi sé um 28000 volaðra manna, er fá skjól og hjúkrun hjá Hernum, og af öllum þessum glataða lýð, sem þiggur umsjá Hersins, verð- ur fullur helmingur albata, þ. e. a. s. verða að nýtum mönnum. Auk allra þessara stofnana á Hjálp- ræðisherinn 60 búgarða, sem til þess eru ætlaðir, að kenna bæjalýðnum sveitavinnu, og frelsa þá sem lasburða eru, úr hinu óheilnæma bæjalofti. Búgarðar þessir, eða nýlendur, hafa reynst mjög vel. Árskostnaður Hjálpræðishersins nam árið sem leið 15 milíónum dollars, og er það dálagleg upphæð. Mikið af fé þessu fæst með samskotum og talsverður gróði kemur af vinnustof- unum. Fssteignir Hersins víðsvegar um heiminn nema tugum miljóna. Það, sem hér hefir verið sagt um starfsemi Hjálpræðishersins, er og starf William Booth; saga Hersins fram á þennan dag er og saga hans. Með gjörhygni sinni og dugnaði hefir hann komið á fót og stjórnað Hern- um, og hans er heiðurinn og þakk- irnar. Á síðari árum fóru stórhöfðingjar heimsins að sýna William Booth ýms merki þess, að þeir kynnu að meta hið mikla og góða starf hans. Alex- andra Bretadrotning hafðijhann oft í boði sínu og auðsýndi honum mörg virðingar- og vináttumerki Prinsessur og prinsar heimsóttu oft generalinn, og leitnðu ráða hjá honum, eða tjáðu honum virðingu sína á honum og starfi hans. Og þegar hann varð átt- ræður, bárust honum heillaóskaskeyti frá flestöllum þjóðhöfðingjum verald- arinnar. Þetta sýnir, að þjóðhöfðingjarnir kunna að meta William Booth og starfsemi hans. Hann var gerður að heiðursborg- ara í Lundúnum 26. okt. 1906 og þrem vikum síðar sæmdi fæðingarborg Jians, Notthingham, hann sama heiðri. William Booth ferðaðist mikið, og heimsótti flest öll þau lönd, sem Her- inn starfar í. Til Canada kom hann 1907, og dvaldi þá þrjá daga hér í Winnipeg. Hann varð blindur 28. maí þ. á. og frá þeim tíma var hann meira og minna sjúkur, þar til hann andaðist að kveldi þess 20. þ. m. Með William Booth missir heimur- inn þarfasta manninn, sem nokkuru sinni hefir verið uppi. Eftirmaður hans sem yfirmaður alls Hjálpræðishersins er elzti sonur hans, Bramwell Booth, vel mentaður maður, sem hefir starfað í hernum alla æfi. Eftir Heimskringlu. I kirkjugarðinum Abney Park. Þegar vor gamli hershöfðingi var lagöur í hinn síðasta hvilðarsfað við hlið konu sinnar, þ. 28. agúst 1912. Langt út fyrir kirkjugarðinn, þar sem fjöldi af smá-götum sameinuð- ust, stóð óteljandi fólksfjöldi, sem þrengdu sér upp að húshliðunum. Það var enginn órói meðal þessa mikla fólksfjölda. Að eins hægur ómur af mörgum röddum. Og fyrir innan var kyrð og friður. Þegar eg gekk eftir ganginum, fram hjá leg- steinum hinna dauðu, tók eg eftir foringjum, sem héldu vörð, og hér og hvar höfðu konur, sem báru hinn barðastóra hatt, tekið sér sæti bæði á grasþöktum gröfum og flötum leg- steinum. En þetta fólk rauf ekki þögn hins stóra kirkjugarðs. Sólin skein eftir rigninguna, og geislar hennar glitruðu á hinum votu blöð- um, fuglarnir sungu. Booth hershöfð- ingi var á leið til hins stóra datiða- reits og átti að leggjast til hvíldar við hlið konu sinnar. Gröf hans var tilbúin, djúp, þröng gröf, og yfir hana var bygður hár pallur. Eg stóð og horfði í gröfina, eitt augnablik, blómin blómstruðu á gröfinni, sem geymdi duft frú Booths, konu hershöfðingjans. Aðrar hendur voru önn- um kafnar við að útbúa pallinn sem lystihús, með því að bera þang- að fjölda af krönsum, bæði frá stórhöfðingjum heimsins og það sem var fegurra, blómstur, sem tínd voru í görð- unum og gefin voru af fátæklingunum, sem þektu hershöfðingjann sem vin sinn. Biðin stóð yfir í 2 tím-i. Lfm hádegisbilið sáum við fánana blakta miili trjánna. Það var framlið hins stóra hers, sem flutti sinn liðna höfðingja með sér. Eg stóð uppi á pallinum og sá hverja fylkinguna af annari koma í Ijós og staðnæmast fyrir innan girðinguna, við hina opnu gröf. Það var ógleymanleg sjón, ekki þó af íburðarmik- illi dýrð. En stór lifi andi hvöt, sem réð þessum straum af lif- audi verum. Margir voru þreyttir eftir hinn langa gang, margirhinna eldri manna og kvenna gátu varla náð þeim stað, sem þeim var ákveðinn. Þeir studdu sig við þá yngri. Á andlitum allra var þreyt- an auðséð. Þessi beygðu bök, þessi skjögrandi fjöldi, hafði haft mikla áreynslu, en það leit út fyrir að allir væru hugrakkir, — já, glaðir. Hér voru ljómandi augu, sem brunnu með andlegum eldi, hörð, ófríð andlit, sem breyttust við gleði stundarinnar, það leit út fyrir að það væri hátíð en ekki greftrun. Nokkra leið yfir, rétt við takmarkið, og voru þeir born- ir burt og lagðir milli grafanna þar sem þeirra var nákvæmlega gætt, þó 1 Jarðarjor hershöfðingjans: A leið Jrá Höjnðstöðvununi i Qven Victoria Street, eru yfir 4000, en 40,000 manna gista

x

Sigurhetjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sigurhetjan
https://timarit.is/publication/545

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.