Vísis-drengurinn - 01.12.1913, Blaðsíða 2

Vísis-drengurinn  - 01.12.1913, Blaðsíða 2
2 Svæfillinn litlu stúlkunnar. Eftir frú Desbordes-Valmore. Kæri, litli svæfill minn, svo hvítur og hK7r, hjá þjer værðin ljúfa ú svanadúni býr! Á kveldin þegar dauðhrædd við úlfa’ og storm jeg' er, elsku, litli svæfillinn, jeg blunda rótt á þjer! Fjöldi, ijöldi barna’ er til, sem engan svætil á, — þau eru svöng og móðurlaus og skýli hvergi fá, þau eru altaf syfjuð og eiga óslcöp bágt, ó, elsku mamma, vegna þeirra’ í hljóði styn jeg lágt. Og þegar jeg hef beðið guð að annast engilinn, sem engan svæfil hefur, þá faðma jeg minn, og þegar loks til fóla hjá þjer ból mjer búið er, þá blessa jeg þig, mamma, og sofna vært hjá þjer! Jeg bregð ei fyrri blundi en geislinn glaður skín frá glitsal himinbláum í rúmið inn til mín. — Jeg fer að lesa allar mínar beslu bænir hljótt og, blessuð mamma, kystu mig nú altur. Góða nótt! Þýtt. — Guðm. Guðmundsson. við lrændur vora. Fóru þeir fjölmennir um hverja bj'gðina af annari, brendu bæina, en drápu menn alla, hvert manns- Grænlendingur. barn. Ut af sögnum þessum hefur Einar Benediktsson orkt Olafs-rímu Grænlendings, sem prentuð er i »Hrönnum«, kvæðabók hans. Nonni. Eptir , sjera Jón Sveinsson. I. Mikil og óvænt tíðindi. Hann varð mjer merkisdagur, sá 31. dagur júlimán. 1870. Hann átti að láta mjer koma að óvörum merkasta viðburð- inn, sem jeg hef nokkurn tíma lifað. I3að var í IViðsæla smábænum í fallega umhverfinu, Akureyri við Eyjafíörð norðan til á ís- landi. Yeðrið var vndislega fallegt. Ljómandi sólskinsbað laugaði allt litla þorpið. Uti á höfninni, beint fram undan bænum, lá fjöldi er- lendra skipa við festar, — Jjau voru llest dönsk, norsk, cnsk eða frakknesk. Sjórinn, sem fellur þar upp að húsaröðunum að heita má, var svo óven julega lygn og kyrr, að hann var líkastur á að sjá glóandi blöndu af bráðnu gulli og silfri. Svo var sem hann gerði sjer alt far um að drekka i sig allt, sem lionum var auðið af náttúrufegurðinni umhverfis. Allur æskulýðurinn í þorpinu var fyrir löngu kominn út að leika sjer i góðviðrinu. Því sólskinið, ylurinn og birtan rann saman úti i gylltum heið- Ijóma, sem orð fá ekki lýst. Hann Ijck yfir öllu og lýsti gegnum alt, land, haf og himin, og hjarta mannanna og hug sömuleiðis. Jeg var að leika mjer að vanda með leiksystkinum mín- um úti í allri þessari dýrð niðri í fjörunni, rjett fyrir framan húsið okkar, svo nefnt »Páls- hús«, lítið grátt timburhús, sem var rjelt hjá snotru, viðkunn- anlegu þorpskirkjunni litlu. Alt í einu kem jeg auga á Boggu syslur mina. Húnkem- ur hlaupandi lil okkar. Ilún gengur beint til mín, tekur í handlegginn á mjer og hvislar að mjer mjög íbygginn: »Nonni! Mamma segir, að þú eigir undir eins að koma heim. Hún þarf að tala eitt- hvað við þig.« Nonni var gælunafn mitt. Fullu skírnarnafni mínu var jeg ekki nefndur nema við há- tíðleg tækifæri eða þá af ó- kunnugu fólki. Jeg hrökk við fyrst í slað. Mjer datl í hug, að það væri eitthvað miður geðfelt, Eitt- hvað hafði eílaust borið við. Bogga var ekki vön að kalla svona á mig. Hvað gat það verið? Mjer varð hálf órótt. Jeg var ný-orðinn 12 ára, einmitt á þviskeiði, sem krakkar gera allskonar strákapör. »Hefur mjer nú aftur orðið einhver skyssan á?« Það datt mjer fyrst í hug. Jeg fór að skygnast um í hugskoti mínu, — leita í fórum samviskunnar litla drengsins. Jeg var óttalegur sælgætis- hákur, — skyldi jeg hafa fengið mjer sykurmola leyfislaust?' Eða nartað í kökubita? Eða hafði jeg danglað eilthvað í hann Manna litla, bróður minn? Já, einmitt það, þarna kom það. Uelta hlaut það að vera. Fað hafði jeg einmitt gert.. Og það einmitt í dag árdegis. Þetla var Ijóla klípan! Hann hafði ellaust kært mig fyrir mömmu, og nú átti jeg að fá að kenna á því. Litli bróðir minn var að leika sjer með drengjunum þar skamt fyrir ofan einmitt þá. Jeg hljóp lil hans. »Heyrðu, Manni, kennir þig enn þá til?« Manni leit upp hálf forviða. »Er það ekki satt, Manni, þú veist hvernig það vildi til, — svona, — óviljandi. — Já, jeg

x

Vísis-drengurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísis-drengurinn
https://timarit.is/publication/550

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.