Vísis-drengurinn - 01.01.1914, Page 1
Argf. 90 an
Bladld lO au
Vísis-drengurinn
— Myndablað handa unglingum —
I. árg.
Geysir og Hekla.
Geysir og Hekla eru heims-
frægustu staðirnir á íslandi.
Allir útlendingar, sem nolckuð
þekkja til íslands, vita fyrst
og fremst það, að þar eru
Geysir og Hekla, eldstöðvarnar
mildu, sem gjósa sjóðandi vatni
önnur, en bráðnu grjótinu liin.
— Geysir er í Biskupstungum í
Árnessýslu, en Hekla norður og
austur af Ilangárvallasýslu.
Fjöldi útlendra ferðamanna
kemur til íslands á ári hverju,
ýmist einungis, eða þá fyrst og
fremst, til þess að sjá þessar
merkilegu stöðvar.
Sem betur fer eru ekki tíð
gosin úr Heklu, þau hafa jafn-
an alvarlegri afleiðingar en svo,
að menn vilji vinna þær fyrir
að sjá liina stórfeldu sýn, en
aftur gýs Geysir nálega þegar
hver vill. Pað er fögur sjón
að sjá vatnsstrókinn þeytast
marga tugi slikna í loft upp
(og jafnvel talið allt að 120
stikum fyr meir), og
ekki valda þau gos
neinum skemmdum.
Geysir gýs stundum
oft á dag; þegar
hann þykir tregur
til gosa, eru menn
vanir að kasta í
svelg hans nokkrum
pundum af sápu, og
bregst þá sjaldan að
hann »kemur upp«.
Geysir hefur verið
til löngu fyrir land-
námstíð, það sýnir
rneðal annars hið
mikla hverahrúður,
er liann hefur hlaðið upp um-
hverfis sig; eru það steinefni,
er sest hafa úr vatninu smám
saman.
Á nokkrum stöðum erlendis
eru goshverir, og eru þeir
nefndir á útlendum tungum
geysirar, eftir Geysi í Hauka-
dal.
J a n á a r 1!) 14
H vera h r ú ð u rshó 11 in n, sem
Geysir hefur myndað um sig,
er 7 stikur að hæð og 70 stik-
ur að þvermáli; er hann flat-
vaxinn og skál í kolli hans, 20
Geysir.
stikur að þvermáli og 2 stikur
að dýpt. Niður úr lienni miðri
gengur pípa, 3 stikur að þver-
máli efsl, en þverhnýpt nokkuð
er neðar dregur; er hún 24
slikur að dýpt, en niður úr
henni liggja sprungur og vatns-
æðar. Neðst í pipunni er hitinn
120°—130° C., en á yfirhorði
skálarinnar venjulega 80°—90°.
Skál hversins er barmafull milli
gosa, en tæmist með öllu við
gosin, og sömuleiðis pípan.
2. tbl.
Hekla er 1447 slikur að hæð
yfir sjávarflöt. Hún er nokkuð
aflöng í lögun, frá norðaustri
til suðvesturs. Fjallið er klofið
eftir endilöngu; er þar geysi-
mikil gjá, og í henni gígir
margir. Mestur hluti gjár þess-
arar er að jafnaði fullur af
hjarnsköflum, en efst á fjall-
inu að sunnanverðu eru gíg-
irnir auðir, og koma þar við
og við upp gufur. Stærsti gíg-
urinn í Heklu er um 600 stikur
að lengd, 200 stikur að breidd
og um 120 stikur að dýpt.
Hekla er sjálf um 11 rastir
að lengd og 7 rastir að breidd.
Hekluhraun tekur yfir um hálft
sjötta hundrað ferrastir. Hekla
og gígir í nánd við hana hafa
gosið alls 22 sinnum svo sögur
fari af. Var það í fyrsta sinni
árið 1104. Árið 1300 rifnaði
fjallið, »svá at sjáz mun mega
meðan ísland er byggt« segja
annálar. Árið 1341 gaus fjallið
svo afskaplega, að 5 hreppar
eyddust. Árið 1597 voru eldar
á átján stöðum í fjallinu,
og fjell aska mjög
víða um land. Síð-
asta stórgosið úr
Heklu var 1845. Var
þá mældur mökkur-
inn, er stóð upp af
íjallinu, og reyndist
14 þúsund fet. Þá
harst askan úr fjall-
inu alla leið til
Hjaltlands. Síðasta
gos við Heklu var
í fyrra; var það lítið
gos, og urðu af því
litlar skemmdir.
Hraunið umhverfis
Heklu er 5Tmiskonar.
— Merkasta hraunspildan er
Hrafntinnuhraun, sem liggur
austan við fjallið. Er þar mikið
af hrafntinnu, hörðum svörlum
sleini, sem notaður er í skraut-
gripi.
Nýlega hefur Dr. Helgi Pjet-
urss. fundið, að tveir skriðjökl-
ar ganga norður af fjallinnu.
Hekla.
J