Vísis-drengurinn - 01.01.1914, Page 2
G
Skiptröll með áhöfn.
(Sjá 4. siðu.)
Nonni.
Eptir
sjera Jón Sveinsson.
(Frli.)
Mjer lá við að sundla.
Jeg hallaði mjer aftur á bak
í stólnum og rejmdi að hugsa
mig um. Nú hófst mikil bar-
átta milli margvislegra kennda
í brjósti mjer.
Yfirgefa hana elsku mömmu
mína, sem mjer var kærusl
alls í heiminum, — yfirgefa
systkinin mín góðu, liann
Manna og hana Boggu, alla vini
mína og kunningja, blessaða
ættjörðina mína og — yfirgefa
það ef til vildi fyrir fullt og allt!
Það varraunarvíst undir hælinn
lagt, að mjer yrði afturkomu
auðið, eftir svo langan náms-
tima.
Var það ekki einmitt sama
sem að rifa mig upp með rót-
um og gróðursetja mig i nýjum
jarðvegi, í nýjum heimi?
Jú, það var líkast því sem
jeg ætti að deyja og fæðast
svo af nýju, og byrja nýtt líf í
fjarlægu, framandi landi,
Mjer fannst jeg vera að steypa
mjer í ginandi, botnlaust hyl-
dýpi.
Mig hryllti við þvi.
Og þó, að hinu leytinu, —
dæmalaust var þetta ginnandi
fyrirheit!
Ferð út í víða veröld, — löng
ferð í einu fegursta suðræna
landinu! Það var dýrlegt!
Lengi hafði jeg kennt ómót-
stæðilegrar löngunar að ferðast
langt — langt í burt.
Jeg hafði þá þegar ásett mjer
að fara að dæmi forfeðra minna,
hinna íornu Norðmanna, að
fara utan, ferðast umhverfis
hnöttinn og kynna mjer siðu
og háttu annara þjóða.
Og nú fæ jeg allt í einu dul-
arfullt tilboð, sem gerir mjer
auðið að koma þessu áformi
minu fram, — koma því fram,
sem jeg gat best hugsað mjer.
Já, jeg verð að fara heiman,
því fyr, því betra! Það er meira
en jeg átti von á. Það er tæki-
færi, sem mjer býðst varla aft-
ur. Jeg verð að taka því tveim
höndum.
Nú rauf jeg þögnina, þóttist
hafa hugsað mig nóg um og
mælti mjög ákveðinn:
»Já, mamma! Jeg vil gjarnan
ferðast, — gjarnan læra! En
hvaða lands á jeg að fara til,
mamma? Og hver býður okk-
ur þetta?«
»Mig grunaði það reyndar,
góði Nonni minn, að þig lang-
aði til þess. Nú skal jeg undir
eins segja þjer, bvernig i öllu
liggur.
En segðu mjer nú fyrst, hvert
suðurlandanna miklu þjer er
hugþekkast, — hvert þú vildir
helst fara? Hugsaðu nú vel
og vandlega um það áður en
þú svarar!«
Jeg hugsaði mig' dálitið um.
Nú komu þau í hug mjer,
hvert eftir annað, hin ýmsu
lönd, er jeg hafði lesið og lært
um í skólanum. Jeg hjelt það
gæli ekki orðið um önnurlönd
að tala, en Spán, Ítalíu, Frakk-
land eða Þýskaland.
Frakkland! »Frakldand hið
fagra«, eins og við kölluðum
það allt af, — land Napóleons
mikla, — átthagar »stúlkunnar
frá Orléans«. Frakkland með
töfrafegurð Pai'ísarborgar, —
Frakkland með pi'úðu, kui'teisu,
ástúðlegu íbúunum, sem jeg
hafði kornist lxjer í kynni við.
Spánn! Heita, göfuga landið,
með konunglegu, þóttamiklu
þjóðinni.
Ítalía! Land hinna voldugu
Rómverja með stói’felldu forn-
aldarminjunum. — Italía með
borginni eilífu, Róm, þar sem
páfinn býr í dásamlegu höll-
inni sinni, Valikaninu.
Þýskaland! Víðlendur hinna
herskáu Germana með fjölda
gagnólíkx-a þjóða. Raunar þekkti
jeg Þýskaland lítið sem ekkert.
Jeg mundi þaðan vai'la eftir
neinu nema Lúter og siðhót-
inni. Djarfmannleg barátta
Þýskalands gegn hinni voldugu
kaþólsku kirkju brá ekki smá-
ræðis ljóma á landið i minum
augum.
Jeg var fastákveðinn, er jeg
hafði vegið þetta allt á metun-
um.
Ef mjer væri frjálst að velja
um, myndi jeg hvorki kjósa
Spán, Ítalíu nje Þýskaland,
heldur Frakkland.
Hugur minn drógst einkum
heillaður að þvi landi. Jeg
þekkti lika íbúa þess best er-
lendra þjóða, næst Dönum.
Á hverju sumri komu sem
sje mörg frakknesk skip til ís-
lands. Þau lágu oft lengi á
Eyjafirði, rjett framundan hús-
inu .okkar. Einkum mundi jeg
eftir stóru frakknesku herskip-
unum. En við strendur okkar