Þjóðmál - 15.03.1971, Side 2

Þjóðmál - 15.03.1971, Side 2
2 Þ J Ó Ð M Á L M! 111 ■ 1111111111111111111111111111111111111111111 ■ 11111111111111111111111111II111 ■ 1111B111111III Útgefandi: Samtök frjólslyndra í Vestmannaeyjum. Ritstjórn-. Jón Kristinn Gíslason = E Dr. Bragi Jósepsson (ób.) E Pósthólf 173 = Afgreiðsla: Bjarni Bjarnason, Heiðarvegi 26; E símar 1253 og 2225 E Prentstofa G. Benediktsson, Bolholti 6, Reykjavík. ÍT11111111111111111■11111111111■11111111111■111111111111111111111II111■1111II11111111111111111 |T[ FLUGLEIÐIR H/F LEIGUFLUG — SJÚKRAFLUG — FRAGTFLUG HVERT Á LAND SEM ER. AFGREIÐSLUR: VESTMANNAEYJUM: Verzl. Bláfell, sími 2324 Hallgrímur Hallgrímsson, sími 2060 HELLU: Verzl. Mosfell, sími 5828 REYKJAVÍK: Flugskóli Helga Jónssonar, sími 10880 og 11795. FLUGIHBIR H/F NýkomiB GÓLFDÚKUR GÓLFDÚKALÍM VEGGDÚKUR BLÖNDUNARTÆKI, í eldhús og böð FITTINGS PLASTRÖR og HINAR MARGEFTIRSPURÐU ÞAKRENNUR úr plasti. Trésmíðaverkstæði INGÓLFS SIGURMUNDSSONAR, Skólavegi 4, sími 1740. (Gengið inn frá Vestmannabraut) BURT MEÐ FÚSKIÐ! Framhald af bls. 1. ta'ka fram að íslenzka sendiráðið í Bandaríkjunum hefur oft vísað ís- lenzkum námsmönnum til mín út af þessu máli og hefur mér verið sérstaklega ljúft að veita þeim aðstoð). Margt fleira gæti ég tínt til, sem lýsir þessum óskiljanlega tuddaskap og ofbeldishneigð emb- ættismanna, sem þora ekki að horfast í augu við sannleikann og taka gagnrýni. Svo eru sumir menn að furða sig á því, að ég skuli „vera reiður" út í ráðherr- ann, eins og það er gjaman orð- að. í fáum oröum sagt tel ég það siðferðilega skyldu mína að meta og gagnrýna fræðslumálastjómina eftir því sem ég tel sannast og réttast, Almenn gagnrýni ætti að vera krafa ráðherrans á hendur al- menningi. Reynt að beita þvingunum. En hjá okkur er ástandið þann- ig, að þegar ráðherran finnur sterka gagnrýni og veit að allt er i endalausu stjórnleysi, þá grípur hann til hinna gömlu reyndu að- ferða embættismannavaldsins, að brjóta andstöðuna niður með fé- lagslegum þvingunum. Auðvitað þurfa kennarar að fá stöður, því að þeir þurfa að borða og sama gildir um börn þeirra. Sem betur fer er ég það efnahagslega vel settur að ég sé enga ástæðu til þess að skríða fyrir ráðherranum. Það hafa því miður allt of margir orðið að gera. í haust sem leið sótti ég um starf rektors við einn af nýju menntaskólunum. 1 nýjum iögum um menntaskóla segir að ..kennarar við menntaskóla skuli hafa háskólapróf í námsgrein, sem kennd er við menntaskóla". Þar sem fræðisgrein min er uppeldisfélagsfræði gat mennta- málaráðherra réttlætt þá afstöðu að telja mig óhæfan til þess að gegna starfi rektors, en það atriði er mál útaf fyrir sig sem ekki verður rætt hér. í góðsemi sinni hringdi ráðherrann þó í mig til Bandaríkjanna til að færa mér þessi tíðindi. Það sem mér þótti þó athyglisverðast við símtal ráð- herrans var eftirfarandi setning: „En ef þú hefur áhuga á að koma heim skal ég athyga hvort ég get ekki fundið eitthvað handa þér með haustinu." Hversvegna eiga menn svo ekki að þakka og veg- sama embættismanninn fyrir slíka föðurlega umhyggju. Eða gefur þetta allt ekki einmitt skýringu á þeirri stefnu, sem ríkt hefur í þessum málum, að halda beri kennarastéttinni hæfilega illa menntaðri, svo að embættis- mannavaldið geti framfylgt því réttlæti, sem tryggt geti áfram- haldandi niðurlægingu almennra borgara og hinna fjölmenu stétta láglaunafólks. Þetta er því ekki mál kennarastéttarinnar einnar saman heldur mál alþjóðar, og það er fólk farið að skilja I vaxandi mæli. Ég vil taka það fram að ég hef ekkert á móti menntamálaráð- herranum persónulega. Á hinn bóginn tel ég það siðferðislega skyldu mína að veita fræðslumála- stjóminni það aðhald, sem ég tel rétt og því skiptir engu máli hvort það er Pétur eða Páll, sem ber ábyrgð á stjórnleysinu. Það þjóð- skipulag sem við búum við grund- vallast. einnig á heilbrigðri gagn- rýni fólksins sjálfs, enda þótt í framkvæmd hafi raunin orðið önnur. SLYSAHÆTTA Vegna slysahættu af vöidum fuglagers í námunda flugvallarins er hér með harðlega bannað að bera fiskúrgang í garða í grennd flugvallarins, svo og að geyma loðnu á þessu svæði. Þeir, sem þegar hafa borið fiskúrgang í garða sína nálægt flugvellinum eru beðnir að hylja hann með jarðvegi eins fljótt og frekast verður við komið. Vestmannaeyjum, 16. febrúar 1971. BÆJARSTJÓRI. Hundahald Með tilvísun til reglugerðar um hundahald í Vestmannaeyjum, nr. 9 frá 10. janúar 1940, og að gefnu tilefni er hér með skorað á alla K sem hafa hunda í umsjá sinni, að fjar- lægja þá úr umdæminu nú þegar og í síð- asta lagi 1. júní 1971. Að þeim tíma liðnum mun umræddri reglu- gerð verða framfylgt með lögregluaðstoð, eftir því sem efni standa til. BÆJARFÓGETI. Bæjarskrifstofurnar að Kirkjuvegi 23 verða frá og með 24. febr- úar 1971 opnar sem hér greinir: Bæjarstjóri, bæjarritari, bæjarverkfræðingur og byggingafulltrúi, viðtalstími: 10—12 mánudaga og föstudaga. Almennar skrifstofur: Opið frá kl. 11—12 og kl. 13—15 mánudaga og föstudaga. Innheimtan: Opið frá kl. 10—12 og kl. 13— 15.30 mánudaga og fimmtudaga, kl. 10—12 og 13—18.30 föstudaga. Lokað á laugardögum allt árið. BÆJARRITARI. Geymið auglýsinguna. Framhald á bls, 4

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.