Þjóðmál - 31.05.1974, Blaðsíða 3

Þjóðmál - 31.05.1974, Blaðsíða 3
ÞJÓÐMÁL 3 |{|c$mál Útgefandi: Samtök frjálslyndra og vinstri manna Framkvæmdastjóri: Hjörtur Hjartarson Ritst)óri og ábm.: Elias Snæland Jónsson Ritnefnd: Einar Hannesson, Andrés Kristjánsson, Vésteinn ólason og Kristján Bersi Ólafsson. Ingólfsstræti 18. Sími 19920. Box 1141. Framtíð vinstri stefnu Undanfarna daga og vikur hefur hver stjórn- málaatburðurinn rekið annan. Það hefur verið mikið umrót i islenskum stjórnmálum. Hin jákvæða niðurstaða þeirra sviptinga er það nýja bandalag vinstri manna, sem felst i samstarfi Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, Möðruvallahreyf- ingarinnar og Samtaka jafnaðarmanna um kosningastefnuskrá og framboð i öllum kjördæmum landsins við alingiskosningarnar, semfram eiga að fara eftir einn mánuð. Þetta nýja afl sameinar vinstri menn i þremur stjórnmálaflokkum til einbeitts átaks fyrir jafnaðar- og samvinnustefnu á íslandi. Sú stefna hefur verið mótuð skýrt og afdráttarlaust i sameiginlegri kosningastefnuskrá, og á grundvelli hennar hefur verið boðið fram til Alþingis i öllum kjördæmum svo fólkinu i landinu gefist kostur á að velja fulltrúa sannrar jafnaðar- og samvinnustefnu. Staða þessa nýja afls i islenskum stjórnmálum ræður úrslitum um það, hvort unnt verður að mynda félagshyggjurikisstjórn að loknum alþingis- kosningunum, eða hvort hægri stefnan mun halda innreið sina á ný eftir aðeins fárra ára hlé. Það er þvi mikilvægt, að þeir kjósendur, sem i reynd vilja fyrst og fremst vinstri stefnu og vinstri- stjórn, hyggi vel að þvi i komandi kosningum, að slikri stefnu er þvi aðeins hægt að koma i fram- kvæmd, að frambjóðendur F-listans hljóti öflugan stuðning i komandi kosningum. Rjúfum herfjöturinn! I grein, sem Magnús Torfi ólafsson, ráðherra, ritar á forsiðu ,,Þjóðmála” i dag, bendir hann á, að nú sé gengið tilalþingiskosninga við svipaðar að- stæður og 1971. ,,Nú eins og þá benda öll sólarmerki til þess, að það verði fylgið við F-listann sem úrslitum ræður um meirihluta á Alþingi. Þvi ber nauðsyn til að allir stuðningsmenn þeirra hreyfinga, sem að F-listan- um standa, allir sem vilja ljá endurnýjun i islensk- um stjórnmálum liðsinni, bregði við og hefji kosn- ingastarf tafarlaust. F-listinn hefur ekki til umráða neina kosningavél og kærir sig ekki heldur um að efna i slikt apparat. Hann á gengi sitt algerlega undir fylgi og sjálfboðastarfi þeirra, sem aðhyllast málstað ósvikins jafnaðar og ómengaðrar sam- vinnustefnu, þeirra sem telja nýskipan staðnaðs flokkakerfis brýnasta verkefnið i islenskum stjbrn- málum. Láti enginn sinn hlut eftir liggja, eru öll skilyrði til að festa i söðli i þessum kosningum stjórnmálaafl, sem miðar markvisst að þvi að rjúfa herfjöturinn sem úrelt flokkaskipun hefur fellt á framfaraöfl islensks þjóðlifs”, segir Magnús Torfi Ólafsson i grein sinni. Listi SFV,, Möðruvalla- hreyfingarinnar og Samtaka jafnaðarmanna er F-listinn Forystumenn launþega skipa lista Samtakanna Samtök frjálslyndra og vinstri manna bjóöa fram i öll- um kjördæmum landsins í sam- vinnu viö Mööruvallahreyfing- una og Samtök jafnaðarmanna. Framboöslistarnir, seni birtir eru i heild á öörum staö i þessu blaði, bera það greinilega með sér, hversu drjúgan þátt laun- þegar og bændur eiga i þvi stjórnmálasamstarfi, sem hér um ræöir. A fram boðslistunum eru þannig t.d. ýmsir eldri og yngri forystumenn launþegahreyfing- anna i landinu, bæði hér i höfuð- borginni og eins úti á lands- byggðinni. Þar má sem dæmi nefna Kar- vel Páimason, formann Verka- lýðs- og sjómannafélags Bol- ungavikur, sem skipar efsta sæti F-listans á Vestfjöröum, Kristján rnorlaclus, formann Bandalags starfsmanna rikis og bæja, sem er i 2. sæti i Reykja- vik, Baldur óskarsson, fyrrum fræðslustjóra Menningar- og fræðslusambands alþýðu, Krist- björn Arnason, formann Sveinafélags húsgagnasmiða, Þorbjörn Guðmundsson, for- mann Iðnnemasambands Is- lands, Herdisi ólafsdóttur, for- mann kvennadeildar Verka- lýðsfélags Akraness, Hendrik Tausen, formann Verkalýðs- og sjómannafélags Flateyrar, og Margréti Auðunsdóttur, fyrr- verandi formann Starfsstúlkna- félagsins Sóknar, en hún skipar heiðurssætið á listanum i Reykjavik. Þcssi dæmi sýna vel, að eldri og yngri forystumenn launþega víðs vegar á landinu hafa nú sameinast til pólitiskra átaka undir merkjum F-listans. Iðnnemar vilja endurskipuleggja iðnfræðslukerfið í landinu Einn þeirra ungu forystu- manna i verkalýðshreyfingunni, sem tekið hefur virkan þátt i starfsemi Möðruvallahreyfing- arinnar Þorbjörn Guðmunds- son, formaður Iðnnemasam- bands islands. Þorbjörn skipar áttunda sætið á framboðslistan- um i Reykjavik. Þorbjörn var kjörinn formað- ur Iðnnemasambandsins á sið- asta þingi þess, en meginmál þess þings voru annars vegar iðnfræðslukerfið og þær breyt- ingar, sem iðnnemar vilja láta gera á þvi, og hins vegar skipu- lagsbreytingar innan sam- bandsins sjálfs. 1 viðtali var Þorbjörn spurður um þetta tvennt, og fara svör hans hér á eftir. — Hvernig viljið þiö breyta iðnfræöslukerfinu? — Á þinginu var gerð mjög it- arleg álytkun um framtiðar- skipan iðnfræöslu, en milli- þinganefnd hafði unnið að gerð þeirrar stefnuyfirlýsingar. I stuttu máli sagt er þar lagt til að iðnfræðslan sé sett á fram- haldsskólastig og hún öll færð inn i skólana. Námið verði þrjú ár, 9 mánuðir á ári.JSIðan komi misjafnlega löng starfsreynsla — 4-6 mánuðir eftir greinum. Að þvi loknu færu iönnemar á nám- skeið, 3ja vikna, til undirbún- ings fyrir sveinspróf, og tækju það próf að námskeiðinu loknu. Þetta er kjarni þess skipulags, sem við viljum hafa á iðnfræðsl- unni. Þorbjörn Guðmundsson Um námið sjálft gerum við þær tillögur, að verklegt nám verði 50% af stundafjölda, verk- legt bóknám verði 25% og al- mennt bóknám einnig 25% af stundafjölda. Um yfirstjórn iðnfræðslunnar gerum við m.a. þær tillögur, að iðnfræðsluráð verði lagt niður, en að menntamálaráðuneytið taki málin beint i sinar hendur og þá með þvi að setja á fót sér- staka verkmenntunardeild i ráðuneytinu. Eins og þessi til- laga ber með sér, gerum við ráð fyrir, að rikið taki iðnnámið að sér að öllu leyti. — Telur þú likur á, að þessar hugmyndir nái fram að ganga? — Við höfum komið þessum hugmyndum á framfæri m.a. i þeirri opinberu nefnd, sem nú fjallar um þessi mál, en sú nefnd er reyndar mjög skammt komin enn i störfum sinum, svo erfitter aðspá um gang málsins þar. — Hvaða skipulagsbreyting- ar voru gerðar á stjórn sam- bandsins? — Þær breytingar fela það i sér, að nú höfum við annars vegar sambandsstjórn, sem i eiga sæti 19 menn viðs vegar að af landinu. Þessi sambands- stjórn á að koma saman á 2-3 mánaða fresti. Innan sam- bandsstjórnar er svo sérstök framkvæmdastjórn, sém i eru sjö menn hér i höfuðborginni, og þessi framkvæmdastjórn sér um allan daglegan rekstur, m.a. rekstur á skrifstofu okkar að Skólavörðustig 12. — Hverjir eru i fram- kvæmdastjórninni nú? — Auk formanns eru það Arni Jónsson, varaformaður, Björn Böðvarsson, ritari, Vilberg Sig- urjónsson, gjaldkeri, Arinbjörn Sigurgeirsson, Haukur Harðar- son og Rúnar Backmann. Ályktun 31. þings Iðnnemasambandsins um málefni verkalýðshreyfingarinnar Allt frá lokum síðustu heims- styrjaldar hefur islensk verka- lýðshreyfing átt í baráttu, sem likja má við tilraunir til að þurr- ausa sökkvandi skip, án þess að þétta götin fyrst. Verðbólgan sem er vopn pen- ingavaldsins til að halda verka- lýðnum frá eiginlegum mark- miðum sinum, hefur jafnóðum rænt verkalýðinn þeim kjara- bótum sem hann hefur með ær- inni fyrirhöfn náð fram i ótal vinnudeilum og verkföllum. Sá efnahagslegi darraðadans, sem einkennt hefur islenskt þjóðlif á þessu timabili hefur or- sakað að verkalýðurinn nýtir nú allan tima sinn til að afla sér og sinum lifsviðurværi með óhóf- lega löngum vinnudegi. Þetta ástand hefur komið harkalega niðurá starfi verka- lýðssamtakanna, þannig að nú stendur ekki annað eftir en fá- menn forysta-, sem i góðri trú ráðskast með málefni félaga sinna án nauðsynlegra tengsla við þá. Verkalýðsforystan getur að mestu leyti kennt sjálfri sér um þetta ástand, hún hefur alls ekki lagt næga rækt við félagsmenn hvað þá að leggja rækt við að laða fram félagslega eiginleika þeirra með fræðslustarfsemi og skólun. 31. þing INSt vill taka fram eftirfarandi til verkalýðshreyf- ingarinnar: 1. Að hún skilgreini hin þjóð- félagslegu markmið sin með það i huga að tryggja verka- lýðnum réttlátan hlut yfir verð- mætasköpun sinni. 2. Markviss félagsleg fræðsla og skólun verði tekin upp innan samtakanna. 3. Utgáfustarfsemi verkalýðs- samtakanna verði stóraukin. 4. Komið verði á félagslegri aðstöðu á vinnustöðum. 5. Siðast en ekki sist má minna verkalýðshreyfinguna á að þegar hún er að fjalla um laun þeirra lægstlaunuðu þá glcymi hún ekki þeim sem eru lægstlaunaöir, IDNNEMUN- UM, og skorar þingið á verka- lýöshreyfinguna aö standa vörð um mannréttindi og hag iðn- nema. 6. Tryggja ber verkalýðnum full yfirráð yfir lifeyrissjóðun- um og fram fari endurskoðun á lögum um lifeyrissjóöi.

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.