Þjóðmál - 31.05.1974, Blaðsíða 1

Þjóðmál - 31.05.1974, Blaðsíða 1
Stefna jafnaðar- og samiinnumanna — baksíða 4. árg. Föstudagurinn 31. mai 1974. 9. tbl. Málgagn SFV. Möðru\airahreyfiirgar og Saintaka jalnaöarmanna Magnús Torfi Ólafsson; Rjúfum herfjöturinn! f Magnús Torfi Ólafsson Um það er spurt i Alþingiskosningunum 30.A júni, hvort sú endurnýjun flokkakerfisins, sem hófst i siðustu þingkosningum, á að halda áfram eða falla niður um skeið, þannig að allt sæki á ný i sama horf og rikt hefur frá þvi gamla flokkaskip- unin komst á áratuginn frá 1920 til 1930. Svarið veltur á þvi, hvert brautargengi kjósendur veita F-Iistanum, sameiginlegu framboði Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, Möðruvallahreyf- ingar og Samtaka jafnaðarmanna. Framboð F-listans i öllum kjördæmum eru komin fram og bera með sér að vel hefur verið að verki staðið af hálfu samstarfsaðila, þrátt fyrir nauman tima og þá annmarka sem þvi fylgdu fyrir nýmyndaða fylkingu að sveitarstjórnar- kosningar i lok skamms framboðsfrests trufluðu undirbúningsstarfið. Ber að þakka öllum sem af snarræði og ötulleik réðu fram úr hverjum vanda og gerðu að engu hrakspár óvildarmanna. Gömlu flokkarnir munu leggja á það höfuðkapp i kosningabaráttunni að kæfa endurnýjunaraflið i islenskum stjórnmálum, sem sameinast hefur um F-listann. Þeir vilja halda stjórnmálunum i þeim viðjum stöðnunar og sjálfheldu, sem valda þvi hve torvelt hefur reynst kjörtimabil eftir kjörtimabil að ráða fram úr aðkallandi vanda i efnahagsmálum og byggðaþróun og gagnvart viðvarandi hersetu, svo einungis sé stiklað á þvi stærsta. Þeir sem talið hafa að sameiningu jafnaðarT og samvinnumanna i einni stjórnmálaheild yrði komið á með skyndibrullaupi Samtakanna og Al- þýðuflokksins eru nú reynslunni rikari. Afdrif kosningabandalags þessara flokka i borgar- stjórnarkosningunum i Reykjavik hefur leitt i ljós tvöfeldni og bellibrögð forustu Alþýðuflokks- ins. Hún skirrðist ekki við að beina fylgi sinu til Framhald á bls. 6 Þjóðmál vikublað Akveðiö hefur veriö að gefa „Þjóðmál" út vikulega sem málgagn Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, Mööruvallahreyf- ingarinnar og Samtaka jafnaöarmanna, en þessir aoilar standa sem kunnugt er saman að framboðslistum. Jafnframt þvl sem útgáfu- dögum er þannig fjölgað, er stef nt að þvi að blaðið komist út til sem flestra jafnaðar- og samvinnumanna í landinu. Stuðningsmenn SFV, Möðru- vallahreyfingarinnar og Samtaka jafnaðarmanna eru þvi kvattir til þess að taka virkan þátt I þvi að efla blað- ið og auka útbreiðslu þess á næstu dögum og vikum. Nýr ritstjóri EHas Snæland Jónsson hefur verið ráðinn ritstjóri Þjóð- mála. Hann hefur unnið bið blaðamennsku um 10 ára skeið. Samtfmis tekur ný ritnefnd við störfum, en I henni eru Einar Hannesson, Kristján Bersi Ölafsson, Vésteinn Ólason og Andrés Kristjáns- son. Um leið og þessir nýju starfskraftar eru boðnir vel- komnir til starfa, færir blað- ið fyrrverandi ritnefndar- mönnum þakkir fyrir vel- unnin störf. SFV, Möðruvallahreyfingin og Samtök jafnaðarmanna vinna saman: Vinstri menn þriggja flokka sameinast í þingkosningum Styrkur þeirra ræður úrslitum um framtíð vinstri stefnu á íslandi Samtök frjálslyndra og vinstri manna, Möðru- vallahreyfingin og Samtök jafnaðarmanna hafa tekið höndum saman i þeim pólitísku átökum, sem framundan eru. Þessir þrir aðilar byggja samstarf sitt á kosningastefnuskrá, sem felur i sér skýra og afdráttarlausa jafnaðar- og samvinnustefnu. Á þessum trausta málefnagrundvelli leita vinstri menn úr þremur stjórnmálaflokkum sameiginlega eftir stuðningi kjósenda. Það, hver sá stuðningur verður, mun ráða úrslitum um það, hvort hægt verður að mynda félagshyggjustjórn að loknum aiþingiskosningunum, eða hvort ihaldsöfiin verða allsráðandi á ný. Samstarf Samtaka frjálslyndra og vinstri manna og Möðruvalla- hreyfingarinnar var ákveðið af báðum aðilum sunnudaginn 19. mai siðastliöinn. Þann dag samþykkti flokksstjórnarfundur SFV og Lands- fundur Möðruvallahreyfingarinnar sameiginlega kosningaávarp, þar sem mótuð var skýr og eindregin stefna I stærstu málum þjóðarinnar I dag. Þetta kosningaávarp birtist I heild á baksíðu þessa blaðs. Þegar samkomulag hafði náðst um málefnagrundvöll, var af báðum aðilum samþykkt að skipa sérstaka framkvæmdanefnd þessaia aðila, og voru kjörnir I hana Magnus Torfi Ólafsson, ráðherra, formaður, Ólafur Ragnar Grlmsson, prófessor, varaformaður, Haraldur Henrýsson, sakadómari, ritari, Elias Snæland Jónsson, ritstjóri. Halldór S. Magnússon, viðskiptafræðingur, og Kristján Thorlacius, deildarstjóri. Flokksstjórnarfundur Samtakanna, sem áður er nefndur, samþykkti að mæla með þvi við kjördæmisráð samtakanna, að hvarvetna yrði boðið fram I nafni Samtakanna við alþingiskosningarnar 30. jilni, en samþykktijafnframt, að kjördæmisráðin skyldu hafa frjálsar hendur að þvi er varðar samstarf við samtök og einstaklinga, sem vildu taka þátt i slíkum framboðum. Var strax farið að vinna að samstarfi SFV og Mööruvallahreyfingarinnar I hinum ýmsu kjördæmum. Mánudaginn 20. mai stofnuðu vinstri jafnaðarmenn slðan Samtök jafnaðarmanna, og óskuðu þau eftir aöild að samstarfi SFV og Möðru- vallahreyfingarinnar. Tók Kristján Bersi Olafsson sæti i hinni sameiginlegu framkvæmdanefnd, og standa nú þessir þrir aðilar saman að framboðum i nafni Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, sem bjóða fram I öllum kjördæmum landsins. Nokkrir menn innan SFV voru andvigir þessu samstarfi, og vildu frekar eiga kosningasamstarf við Alþýöuflokkinn. Þegar ljóst var, að hvergi var verulegt fylgi við þá stefnu innan Samtakanna, fóru sumir þessara manna úr flokknum og gengu I Alþýðuflokkinn. Það hefur hins vegar á engan hátt dregið Ur baráttuþreki félagsmanna i SFV, sem ntl ganga einhuga til næstu alþingiskosninga I bandalagi með vinstrifram- sóknarmönnum og vinstri jafnaðarmönnum, undir forystu Magnúsar Torfa ölafssonar, ráöherra. Þessi einhuga vinstri fylking leggur nú stefnu sina og baráttumál undir dóm kjósenda. Þaö er þeirra að ákveða, hvort afdráttarlaus jafnaðar- og samvinnustefna á að verða ráðandi afl I islenskum stjórnmálum, eða hvort nýtt tlmabil thaldsstefnu eigi að fara i hönd. Augljóst er, að án verulegs fylgis viö F-listann I komandi alþingis^ kosningum, er útilokaö aö tryggja þingmeirihluta fyrir félagshyggju- stjórn. Sú staðreynd gerir val vinstri manna I landinu auðvelt, hvar I flokki sem þeir hafa áður staðið. Framboðslistarnir í öllum kjördœmunum — sjá opnu

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.