Þjóðmál - 31.05.1974, Blaðsíða 6

Þjóðmál - 31.05.1974, Blaðsíða 6
6 ÞJÓÐMÁL Grein Magnúsar - Framhald af bls. 1 Sjálfstæðisflokksins, eins og hent hefur áður, i þvi skyni að klekkja á þeim aðilanum sem til sam- starfs gekk af heilindum. Slik vinnubrögð dæma sig sjálf. Þeir, sem þannig haga sér við fyrstu tilraun til kosningasamstarfs um borgarmálefni, þar sem hvergi örlaði á málefnaágreiningi, sýna með breytni sinni, að þeir aðhyllast ekki jafnaðar- stefnu, heldur hentistefnu af litilmótlegasta tagi. Eftir úrslit borgarstjórnarkosninganna guma málgögn Sjálfstæðisflokksins af þvi, að hann hafi nú möguleika til að ná einn flokka hreinum meiri- hluta á Alþingi í fyrsta skipti i sögu lýðveldisins. Slikt er tálsýn ein. Fyrir þvi er löng reynsla, að Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur ætið mun minna fylgi i Alþingiskosningum en sveitarstjórnar- kosningum, sér i lagi i Reykjavik. Munurinn nú verður samkvæmt öllum forsendum með meira móti, vegna tilflutnings lánsatkvæða Alþýðu- flokksins. Enn á ný er þvi gengið til Alþingiskosninga við svipaðar aðstæður og 1971. Nú eins og þá benda öll sólarmerki til að það verði fylgið við F-listann sem úrslitum ræður um meirihluta á Alþingi. Þvi ber nauðsyn til að allir stuðningsmenn þeirra hreyfinga sem að F-listanum standa, allir sem vilja ljá endurnýjun i islenskum stjórnmálum liðsinni, bregði við og hefji kosningastarf tafar- laust. F-listinn hefur ekki til umráða neina kosn- ingavél og kærir sig ekki heldur um að efna i slikt apparat. Hann á gengi sitt algerlega undir fylgi og sjálfboðastarfi þeirra sem aðhyllast málstað ósvikins jafnaðar og ómengaðrar samvinnu- stefnu, þeirra sem telja nýskipan staðnaðs flokkakerfis brýnasta verkefnið i islenskum stjórnmálum. Láti enginn sinn hlut eftir liggja, eru öll skilyrði til að festa i söðli i þessum kosn- ingum stjórnmálaafl, sem miðar markvisst að þvi að rjúfa herfjöturinn sem úrelt flokkaskipun hefur fellt á framfaraöfl islensks þjóðlifs. Magnús T. ólafsson PÓSTUR OG SlMI TILKYNNING til launþega um orlof Ákveðið hefur verið að orlofsávisanir að upphæð kr. 10.000,00 eða lægri skuli undanþegnar áritun vottorða, sbr. til- kynningu Félagsmálaráðuneytisins dags. 21. þ.m. Orlofsféð fæst greitt á póststöðv- um. Hafið meðferðis persónuskilriki. Reykjavik, 24. mai 1974. Póstgiróstofan. LAUS STASA Dósentstaöa i sálma- og messusöngfræöi og tónflutningi viö guöfræöideild Háskóla Islands er laus tii umsóknar. Staöa þessi er hlutastaöa og fer um veiting hennar og til- högun samkvæmt ákvæöum 2. gr. laga nr. 67/1972, um breyting á lögum nr. 84/1970, um Háskóla tslands. Laun samkvæmt gildandi regium um launakjör dósenta I hlutastööum, i samræmi viö kennsiumagn. Umsóknum um stööu þessa, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf, ritsmiöar og rannsóknir svo og um námsferil og störf, skal komiö til menntamálaráöuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 21. júni nk. S.L. selur til Bandaríkjanna 23. april s.l. var undirritaður umboðssamningur milli Sölu- stofnunar lagmetis og fyrirtækisins Taiyo Americas Inc. i New York. S.L. hefur siðast liðið ár unnið að þvi að finna heppilegan dreifingar- aðila fyrir vörur sinar. i Banda- rikjunum og gert eftir itarlega könnun samning við áðurgreint fyrirtæki, sem selja mun undir vörumerkinu Iceland Waters. Taiyo Americas Inc. verslar ein- göngu með sjávarafurðir, er traust fyrirtæki, sem starfað hefur á Bandarikjamarkaði um nokkurra ára skeið með mjög góðum árangri. Hefur það þegar gert samning við S.L. um kaup á lag- meti á árinu 1974 fyrir 240 m.kr. og stefnt er að þvi að auka þetta magn árlega, þannig að salan til þeirra nemi 1 milljarð króna á árinu 1977. Helstu vörutegundir, sem Taiyo Americas Inc. kaupir á þessu ári, eru kippers, kaviar, brisling sardinur og rækja. Að áliti S.L. er samvinna þessi mjög hagstæð fyrir samtökin, en i samningnum eru m.a. ákvæði um endurskoðun á verði, eigi sjaldnar en ársfjórðungslega, sem tryggja á að alltaf sé selt á hæsta fáanlegu verði. Ákvæði eru um, að Taiyo Americas Inc. versli ekki með vörur sambærilegar þeim, sem S.L. hefur á boðstólum, frá öðrum framleiðendum. Skrifstofa SFV-félagsins í Reykjavík er opin alla virka daga frá klukkan 13-17. Þeir, sem vilja leggja hönd á plóginn i sambandi við störf fram að kosningum, geri starfsmanni félagsins, Sigurlaugu Guðmundsdóttur viðvart um það i sima 27075 eða komi i Ingólfsstræti 18. Tilkymmig frá ÞjíMtíkimefnd 1974 Hátíðarhold'- 17. júní: aö Varmá í Mosfellssveit. Forstööumenn: Einar Ingimundarson, sýslumaóur, Hafnarfiröi. Bjarni Sigurösson, sóknarprestur, Mosfelli. 17. júni: Ólafsfjarðarkaupstaó. Forstööumaóur: Kristinn G. Jóhannsson, skólastjóri, Ólafsfiröi. 17. júni: aö Laugum i Reykjadal. Forstöóumaóur: Jóhann Skaptason, sýslumaóur, Húsavik. 17. júni: aö Höfn í Hornafiröi. Forstööumaóur: Páll Þorsteinsson, alþingismaóur, Hnappavöllum, Öri 17. júní: aö Kleifum viö Kirkjubæjarklaustur Forstöóumenn: Sigurjón Einarsson, sóknarprestur og Jón Hjartarson, skólastjóri, Kirkjubæjarklaustri. 15.-17. júní: aö Selfossi, Árnessýslu. Forstöóumaóur: Sr. Eirikur J. Eiriksson, þjóógarósvöróur, Þingvöllum. 23. júní: aö Hólum í Hjaltadal. Forstöóumenn: Jóhann Salberg Guömundsson, sýslum., Sauðárkróki, Stefán Frióbjarnarson, bæjarstjóri, Siglufirói. Framkvæmdarstjóri: Haraldur Árnason, skólastj., Hólum Hjaltadal 23. júní: aó Hlíóarendakoti i Fljótshlió. 7. júli: á Svartsengi á Suöurnesjum. Forstöóumaóur: Árni Þór Þorsteinss., Garóavegi 1, Keflavik. 13.-14. júli: í Vatnsfiröi á Baröaströnd- Vestfjaróahátíö. Framkvæmdastjóri: Páll Ágústsson, Patreksfirói. 14. júlí: Opnaóur hringvegur um ísland viö Skeiöará. 20.-21. júli: aó Kjarna viö Akureyri. Forstööumenn: Sveinn Jónsson, Kálfskinni, 1 Höröur Ólafsson, kennari Framkvæmdarstjóri: Hilmar Danielsson, kennari, Dalvík. 20.-21. júlí: aö Búöum á Snæfellsnesi. Forstöóumaóur: Árni Emilsson, sveitarstjóri, Grundarfirói. 20.-21. júlí: á Rútstúni í Kópavogi. Forstöóumaóur: Siguróur Einarsson, Lundarbrekku 4, Kópavogi. 21. júli: aö Búöardal i Dalasýslu. Forstööumaöur: Einar Kristjánsson, skólastjóri, Laugum, Dalasýslu. 21. júlí: í Hafnarfiröi. Forstöóumaóur: Hrafnkell Ásgeirsson, lögfræðingur, Hafnarfirói. Forstöóumaóur: Jón R. Hjálmarsson, skólastjóri, Skógaskóla. 6. júli: aö Reykholti i Borgarfiröi. Forstöóumenn: Ásgeir Pétursson, sýslumaóur, Borgarnesi og Þorvaldur Þorvaldsson, kennari, Akranesi. 6.-7. júlí: aö Eiöum, Austfiröingar sameinaöir. Forstöóumaóur: Jónas Pétursson, Lagarfelli, Fellum. 6.-7. júlí: í Kirkjuhvammi viö Hvammstanga- Húnavatnssýslur. Forstööumaöur: Siguröur Björnsson, verslunarstjóri, Hvammstanga. 28. júlí: Þjóöhátió á Þingvöllum: Formaóur Þjóðhátiöarnefndar: Matthias Jóhannessen. Framkvæmdastjóri: Indriói G. Þorsteinsson. 3.-5. ágúst: Þjóöhátíö í Reykjavík. Formaóur hátiöarnefndar: Gisli Halldórsson, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur. Framkvæmdastjóri: Stefán Kristjánsson, fulltrúi. 9.-10. ágúst: Vestmannaeyjar: Forstööumenn: Unnur Guöjónsdóttir, Vestmannaeyjum, og Birgir Jóhannsson, Vestmannaeyjum. 7. júli: í Ásbyrgi, Kelduhverfi. Forstöóumaóur: Sigtryggur Þorlákss.,Svalbarói, Þistilfirói. Óski einhver nánari upplýsinga um hinar einstöku hátíóir, er best aó skrifa beint til forstööumanna þeirra. í Þjóóhátíöarnefnd 1974 eru eftirtaldir menn: Matthías Jóhannessen, ritstjóri Indriöi G. Þorsteinsson, rithöfundur, Höskuldur Ólafsson, bankastjóri, Gils Guömundsson, alþingismaöur, Gísli Jónsson, menntaskólakennari, Gunnar Eyjólfsson, leikari. Egill Sigurgeirsson, hæstaréttarlögmaöur. Skrifstofa nefndarinnar er aö Laugavegi 13, Reykjavík, simi 26711 og 27715. Minjagnpir Þjódlxítídaniefnáir 1974■ I tilefni Þjóðhátiðar - 1974 hefur nefndin látið framleiða eftirtalda minjagripi til sölu: Verðlaunaveggskildi Sigrúnar Guðjónsdóttur úr postulini í litum. Framleiddir af Bing & Gröndahl, Kaupmannahöfn. Seldir 3 i setti í áprentaðri pappaöskju. Veggskildi Einars Hákonarsonar úr postulíni, svartir/hvitir. Framleiddir af Gler og Postulín sf., Kópavogi. Seldir 3 i setti i áprentaðri pappaöskju. Veggdagatal Þjóðhátiðarnefndar- 1974.' Silkiprentuð bómull. Framleitt af Silkiprent sf., Reykjavik. Minjagripir, sem koma á næstunni: Öskubakki með merki þjóðhátiðar', úr postulíni i litum. Sami framleiðandi. Barmmerki, annaö úr silfri, hitt emaileraö i litum. Minnispeningur Þjóöhátíðarnefndar með merki þjóö- hátíöar og landvættum íslands. Hannaður af Kristínu Þorkelsdóttur. Efni: brons og silfur. Einstakir brons- peningar seldir sér. 2 þúsund silfur- og bronspeningar seldir í settum. Framleiðandi: Kultateollisuus Ky, Finnlandi. Þessir minjagripir eru til sölu viðsvegar um land. Sérstakar útgáfur: Þjóðhátíðarmynt Seðlabanka Islands. Samstæða ellefu frímerkja Póst- og símamálastjórnar. Áletraður öskubakki úr postulíni, í litum, í litprentuðum póstkortspakka. Framleiðandi: Bing & Gröndahl, Kaupmannahöfn. | I I é

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.