Smásögur handa ungmennum - 01.01.1910, Blaðsíða 3

Smásögur handa ungmennum - 01.01.1910, Blaðsíða 3
sagði Halldór síðar við konu sína. >Þakkaðu Guði fyrir að þú gjörðir það ekki,« svaraði hún. Hefir Guð minni meðaumkun til að bera en mennirnir? Nei, kærleikur Hans er þúsund- sinnum meiri. Hann hlustaði á neyðaróp mann- kynsins, og sendi sinn elskulega Son því til hjálpræðis; já, Hann kom til að leita að þjer og frelsa þig, týnda barnið sitt. Boð föður okkar. Þegar jeg hjerna um daginn heimsótti heldri mann einn á skrifstofu hans í borginni, varð jeg ekki lítið hissa á að hitta þar dóttur hans, sem var hjer um bil io ára að aldri. >Hvernig stendur á því, Nelly, að þú ert hjer; jeg hjeit þú værir í skóla úti í sveit?« »Ójá,« sagði Nelly, »en jeg kom hingað í morgun.t >Barnið mitt gott,« mælti jeg, »þú hefir aldrei fyr farið svo langa leið einsömul. Hvernig gastu ratað? Varstu ekki hrædd?« »Pabbi mætti mjer á járnbrautarstöðinni,« svaraði hún. >En setjum nú svo, að hann hefði ekki komið; hvað hefðirðu þá gjört?« »Jeg var viss um, að hann mundi koma, því hann skrifaði mjer svohljóðandi brjef: »Komdu til London með lestinni klukkan níu, og þú munt finna mig á stöðvarpallinum.« Nelly litla fór því snemma á fætur þennan morgún, og kom einsömul með lestinni; hún var ekki minnstu vitund hrædd, því hún hafði brjef föður síns í höndunum, og í því sagði hann svo greinilega, að ekki varð á því vilst: »Komdu, þú munt finna mig.« Vor himneski faðir hefir líka skrifað oss, öllum börnum, og boðið oss að koma til sín tafarlaust. Vjer getum aldrei komið til Hans of snemma, og Hann mun vissulega mæta oss, og bjóða oss velkomin, þegar við kom- um; því Hann segir: »Þeir sem leita mín, finna mig.« (Orðskv. 8. 17.) Hann segirekki: »Þeir geta ef til vill fundið mig,« heldur seg- ir Hann: »Þeir finna mig.« Á þessu Ieikur enginn efi, heldur er það víst og áreiðanlegt. Óg mörg hjartkjær börn hafa nýlega komið til Jesú í trausti til þessa dýrmæta fyrirfieits, og fundið Hann sem persónulegan Frelsara sinn. Síðastliðinn vetur var jeg eitt sinn á gangi um stræti eitt að kvöldi dags. Jeg náði ung- lingspilti einum, sem bar hattöskju. Bráðlega tók jeg litla bók upp úr vasa mínum, og gaf honum. Pilturinn staðnæmdist eitt augna- blik til að lesa nafnið á henni við birtuna af götuljósinu. Þessi litla bók hjet »Leit«. »Það gleður mig að geta sagt yður, Herra minn, að jeg hefi leitað Jesú, og fundið Hann.« Og er jeg spurði hann, hvernig það hefði atvikast, sagði hann mjer, að hann hefði fyrir skömmu verið á bænasamkomu ungmenna, og að þá hefði hann leitað Frelsarans, og fundið Hann. Getur þú sagt, kæri, ungi vinur minn, að þú hefir líka fundið Jesúm? Hefir þú Ieitað Hans? Hefir þig í raun og veru langað til að koma til Hans, og gefa Honum hjarta þitt? Drottinn Jesús bíður þín, til að bjóða þig velkominn, og umvefja þig ástarörmum sínum, og gjöra þig að sínu ástfólgna barni. Fyrir- heit Hans stendur stöðugt enn sem áður: »Þeir sem Ieita Mín, finna Mig.« Kom til Hans tafarlaust, og bið Hann að vera þjer miskunsamur, því »sá sem biður, mun öðlast, og sá, sem leitar, mun finna« (Matth. 7. 5.). „Okkar Jesús.“ Lítilstúlka3 ára gömul stóð einn fagran sunnu- dags morgun út við gluggann, og var að gæta að, hvort pabbi sinn kæmi ekki frá kirkjunni. Þegar hann kom inn, leit hún á hann og sagði: »Pabbi, um hvað talaði presturinn í morgun?« Faðir hennar svaraði: »Hann talaði um Jesú.« »Pabbi, var jiað okkar Jesús ?« Augu hennar Ijómuðu af ánægju við að hugsa um það, að presturinn þekti Jesús henn- ar, og talaði um hann við söfnuð sinn. Vilt þú að þessi Jesús sje þinn? Jeg vona að svo sje, því það er svo óumræðilega dýr- mætt að hugsa til þess, að sjerhver lítill drengur og stúlka geti tekið á móti Honum, sem persónulegum Frelsara sínum. Hann er kærleikurinn, og í Hans ástríka hjarta er ætíð nóg rúm fyrir þig og alla þá, sem til Hans koma, og fela Honum alt sitt ráð.

x

Smásögur handa ungmennum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Smásögur handa ungmennum
https://timarit.is/publication/552

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.