Smásögur handa ungmennum - 01.01.1910, Blaðsíða 4

Smásögur handa ungmennum - 01.01.1910, Blaðsíða 4
Blindskerirj- Fyrir nokkrum árum síðan var mjög kvartað yfir því, að skipum þeim, er sigldu um Mið- jarðarhafið, væri niikil hætta búin af blindskerj- um nokkrum, sem ekki voru sýnd á neinu sjó- korti. , Sjómálastjórnin sá vel hvað blindsker þessi gjörðu allar siglingar hættulegar á þessu svæði, og sendi skip, sem nefndist „Thetis", til að leita að þeim. t>að sigldi aftur og fram um Miðjarðarhafið í langan tíma, en árangurslaust, svo skipstjórinn hætti ieitinni, sneri aftur heim til Englands, og sagði að hætta sú, sem um var talað, væri ekki annað en hugarburður. En einn af æðstu yfirmönnum skipsins leit samt öðruvísi á þetta mál. Hann þóttist viss um, að skipstjóranum hefði skjátlast, svo hann lagði af stað í annan leiðangur skömmu síðar, og leitaði nákvæmar á breiddar- og lengdarstigi því, sem þessi hættulegu sker áttu að vera ná- læg, og hann fann þau að lokum. Hann tilkynnti það sjómálastjórninni, og fjekk mikla sæmd að launum fyrir frammistöðu sína. Líka var uppgötvun hans sýnd á ölium sjó- kortum. Aðeins einn maður neitaði því, að blindsker- in væru til; það var skipstjórinn á „Thetis." Hann var skarpvitur og duglegur maður, en þrár í lund og tortrygginn. „Það er lýgi alt saman," sagði hann, „jeg trúi því ekki, að nokk- ur slík sker sjeu til. Fari jeg nokkru sinni aft- ur á „Thetis" yfir Miðjarðarhafið, og komist jeg ekki klaklaust yfir þann blett, sem skerin eru sögð vera á, þá kallið mig lygara, en ekxi sjórnann." Tvö ár liðu. Þá sigldi þessi saini skipstjóri aftur á „Thetis" yfir Miðjarðarhafið. I þetta skifti var hann að flytja brezka sendiherrann til Neapel. Einusinni að kvöldi til var skipstjór- inn ásamt stýriinanninum uppá þilfari. Veður var hvast, og báðir voru að rannsaka sjókortið við birtu frá stóru ljóskeri. Stýrimaðurinn benti þá á orðið: „Blindsker." „A," sagði skipstjórinn, „svo þessi hlægilega skröksaga um skerin kemur þá aftur uppí opið . geðið á mjer! nú, jeg heitstrengdi það, að jeg skyldi sigla yfir þann blett við fyrsta tækifæri, og það skal jeg líka gjöra strax í nótt." Skömmu síðar satskipstjórinn í farrými sínu, og sagði þar söguna um blindskerin; svo bætti hann við, glaður í bragði: „Að 5 mínútum liðnum verðum við kornnir yfir þennan blett." Svo tók hann upp vasaúr sitt, og sat með það í hendinni, þangað til hann sagði skyndi- lega: „Hananú! tíminn er liðinn; við erum komnir klaklaust yfir þessi blindsker, sem svo mikið hetir verið talað um." Varla hafði hann sleppt orðinu, þegar alt í einu heyrðist eitthvert óþægilegt urg; rjett á eftir brakaði ógurlega í skipinu, því það var að liðast sundur, og svo tók það að sökkva. Með mikilli fyrirhöfn komst flest af farþegunum og skipshöfninni ofan í skipsbátana, svo þeirn var borgið, en skipstjór- inn vildi ekki lifa lengur, þegar hann sá hinar hræðilegu afleiðingar flónsku sinnar. Þegar síð- ast sást til hans, stóð hann á þilfarinu á „Thetis" meðan öldurnar gengu yfir hana. Þannig ljet hann lífið sökum vantrúar sinnar. „Hvílíkur heimskingi!" segjum vjer, og það með rjettu, en hvað mætti þá segja um suma vor á meðal ? Guðs orð varar oss við mörguni blindskerj- um, sem sálir vorar geta liðið skipbrot á, en sumir segja hiklaust: „Jeg legg ekki trúnað á slíkt; það er engin hætta á ferðum." Þannig telja þeir sjálfum sjer trú um, að Guðs orð hafi á röngu að standa. Ó, gefið gaum að þessari alvárlegu áminn- ingu: „í dag, ef þjer heyrið Hans raust, þá forherðið ekki hjörtu yðar," og munið, að þar sem þessi orð standa í Nýjatestamentinu (Hebr. 3.) er því bætt við um suma af Israelsmönnum, að þeir náðu ekki iungöngu í hið fyrirheitna land, vegna vantrúcir sinnar. etta rit er gefið út ókeypis, og að mestu leyti ci kostnað >Children’s Special Service Mis- sion* (trúboð tit að stofna barnaguðsþjðnustur), í London. Svo framarlega sem sannast getur, eru sögurnar bygðar d sönnu/n viðburðum. Eintök fást ókeypis til útbýtingar, hjá úigef- andanum, Arthur Gook, trúboða, Akureyri. Prentsmiðja Odds Björnssonar, Akureyri, 1910.

x

Smásögur handa ungmennum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Smásögur handa ungmennum
https://timarit.is/publication/552

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.