Smásögur handa ungmennum - 01.02.1910, Page 3
hendur Iíka.< >Já, það hefir hann gjört,« sagði
annar, »hann kailaði Davíð »Faríseann,« en
jeg sagði honum, að hann hefði vaiið nafnið
mjög óheppilega, því jeg get ekki sjeð, að
hann eigi í nokkru sammerkt við þá náunga
sem Jakob kennir hann við.«
»Við skulum bera þetta mál undir skip-
stjórann,« mælti stýrimaðurinn. »Hann hefir
sagt mj er, að Davíð væri sá handlægnasti
piltur, sem hann hefði haft í mörg ár. Komdu
með okkur, Jakob, og ber þú fram áklögun
þína við skipstjórann.« Jakob var súr á svip-
inn, þegar hann kom í farrými skipstjórans,
og gat ekkert sagt sjer til afsökunar. Skip-
stjórinn sagði honum berlega, að Davíð leysti
mjög vel af hendi alt, sem hann ætti að
gjöra, og að hann h efði haft nákvæmar gætur
á honum. Ennfremur sagði hann, að ef hann
áreitti Davíð nokkurntíma framar, skyldi hon-
um verða hegnt harðlega, og að hann slyppi
í þetta sinn einungis fyrir bænastað Davíðs.
Þetta kom fyrir þremur mánuðum eftir að
Davíð kom um borð, og eftir þetta leið hon-
um að sumu leyti betur en áður. Ungur há-
seti, tvítugur að aldri, og sannkristinn maður,
fjekk miklar mætur á honum, og brátt tókst
með þeim hin ástúðlegasta vinátta. Oft lásu
þeir Guðs orð saman, og einusinni sagði
Davíð Marteini frá afa sínum, og ummælum
hans um vitann, og sýndi honum ljósmynd-
ina, og orð, sem skrifuð voru í biflíuna hans.
Tíu mánuðir Iiðu. Skipið hafði farið á milli
ýmsra hafna í Astralíu, og verzlað þar, en nú
hafði skipstjórinn ákveðið að fara heim til
Englands.
í fyrstu fjekk skipið gott veður á heimleið-
inni, en svo kom mikill stormur. Þá skemmd-
ist partur af reiðanum, og einhver varð að
fara upp til að gjöra við hann. Það var mik-
ið hættuverk, því þó stormurinn væri mikið
farinn að minka, var skipið á sífeldu ruggi.
»Láttu mig fara, skipstjóri,« sagði Marteinn
stillilega; »segið mjer hvað jeg á að gjöra,
°g Jeg skal Ieysa það af hendi eins vel og
jeg get.« — »Gott,« sagði skipstjórinn, um
ieið og hann virti siglutrjeð fyrir sjer; »þú
ert glöggskygn maður og handviss, en þetta
er ekki auðvelt verk.« Að svo mæltu
sagði hann Marteini hvernig verkið skyldi
unnið.
»Gefið mjer þriggja mínútna frest, herra
minn«, sagði hann, og skundaði til Davíðs.
»Líttu á, Davíð minn«, sagði hann í hálfum
hljóðum; »hjer er utanáskrift móður minnar;
ef mjer skyldi hlekkjast á, bið jeg þig að
skrifa henni, og segja henni að Jesús hafi
verið hjá mjer þegar jeg fór upp, og að jeg
hafi verið sæll í Honum«. Svo kvöddust þeir
með handabandi, og innan skamms stóð Mar-
teinn aftur við hlið skipstjórans.
Hann hlýddi nákvæmlega reglum þeim, sem
honum voru settar; þar var enginn flýtir nje
flaustur, en með stillingu og greinilegri hugs-
un vann hann ætlunarverk sitt, og skips-
höfnin dáðist mjög að því, hvað honum fórst
það vel. En rjett í því hann ætlaði ofan, fjell
stór holskefla yfir skipið, svo snögglega að
Marteinn missti fótfestuna. Hann datt ofan á
þilfarið, og var tekinn upp meðvitundarlaus.
Skipstjórinn bauð að flytja hann inní farrými
sitt, og allir fjelagar hans kepptust hver við
annan að gjöra það sem þeir gátu fyrir hann,
en það kvöld vissu allir að stundir hans voru
þegar taldar.
»Jeg hef svo miklar kvalir í höfðinu, þar
sem jeg datt á það, og jeg er hálfringlaður*,
sagði hann við Davíð, sem sat sorgbitinn hjá
rúmi hans. »En mjer finnst jeg sjái ennþá
vitann á myndinni þinni; jeg hugsa um það
sem afi þinn sagði um hann, ogjegTiefi gott
af því.«
»Jeg skal sækja hana«, sagði Davíð stilli-
Iega, og svo kom hann með hana. — »Nei,
nei, það er einhver kynleg móða fyrir aug-
um mínum, svo jeg get ekki sjeð greinilega«,
sagði Marteinn, »en Guðs orð hefir sannarlega
verið ljós á vegum mínum síðastliðin 5 ár,
og nú dettur mjer í hug að Frelsari minn
líkist einmitt vitanum þínum.«
»Hvernig þá?« spurði Davíð blíðlega.
»Hann varpar björtu ljósi á vötnin dimmu,
sem mjer finnst umkringja mig á allar hliðarnú«,
svaraði Marteinn seinlega. Davíð minntist þá
orða Jesú: »Jeg er heimsins Ijós, hver sem fylgir
mjer ,skal ekki ganga í myrkri, heldur hafa Iífs-
ins ljós.« »Einmitt,« sagði Marteinn með veikri