Ný þjóðmál - 28.06.1974, Síða 1

Ný þjóðmál - 28.06.1974, Síða 1
F-LISTINN ER FORSENDA VINSTRISTJÓRNAR NÝ ÞJÓÐMÁL Blaðið kemur út vikulega. tJtgáfu- dagur er föstudagur. Ritstjórn og af- greiðsla er að Ing- ólfsstræti 18, simi 19920. UPPLAG: 40.000 1. árg. Föstudagurinn 28. júni 3. tbl. x -F Tryggjum vinstri stjórn x-F SIG UR F-LISTANS ER EINA VÖRNIN GEGN HÆGRIHÆTTUNNI! Á sunnudaginn ráðast örlög alþýð- unnar. Þá ákveða kjósendur hvort hægristjórn eða vinstristjórn skal ráða ríkjum næstu fjögur árin. Sú ákvörðun verður örlagarik fyrir framtiðarkjör islenskrar alþýðu til sjávar og sveita. Framtiðarheill alþýðunnar krefst þess, að vinstristefna móti islenskt þjóðfélag á komandi árum. Til þess að svo megi verða þurfa þúsundir kjósenda, nú engu siður 1968 og 1971, að sýna sjálf- stæði sitt og eindreginn vinstrivilja. Það gera þeir með þvi að styðja F-listann og kjósa þannig eftir málefnum en ekki gömlum flokks- böndum. Það er eina leiðin til þess að tryggja nýja og betri vinstristjórn að kosningum loknum. Fyrir þremur árum tók vinstri- stjórn við af hægristjórn. Kjósendum er þvi i fersku minni reynslan af hægristjórn viðreisnarflokkanna, og geta borið hana saman við verk vinstristjórnarinnar, sem — þótt þau séu vissulega ekki fullkomin — bera þó vott um, að vinstristjórn hugsar um hagsmuni alþýðunnar en hægri- stjórn um hagsmuni atvinnurekenda og auðmanna. EINKENNI HÆGRISTJÓRNAR • Alvarlegt atvinnuleysi/ sem um tíma náði til 5000-6000 vinnu- færra Islendinga. Á árunum 1968, 1969 og 1970 töpuðust samtals tæplega 1200 þúsund vinnudagar vegna atvinnuleysis. • Landf lótti sem var sá mesti, er um getur hér á landi f rá dög- um Ameríkuferðanna. Hátt á annað þúsund islendingar voru um tíma landflótta vegna atvinnuleysis hægristjórnarinnar. • Stöðug kjaraskerðing hjá láglaunafólki. Þetta birtist m.a. í því, að kaupmáttur vegins meðaltals dagvinnutaxta Dagsbrúnar á hverja vinnustund án orlofs, miðað við vísitölu vöru og þjón- ustu, vár hærri — eða H9,9stig — árið 1959— heldur en 1970, þeg- ar hún var 109,9 stig. • Styrjöld við launþegasamtökin, sem leiddi af sér heimsmet í verkföllum. • Gengishrun, sem m.a. fól í sér 100% hækkun erlends gjald- eyris á aðeins 11 mánuðum. • Algert aðgerðarleysi í sjálfstæðismálum þjóðarinnar. Ekk- ert var gert í landhelgismálinu, nema binda islendinga á klafa smánarsamningsins frá 1961, og skipulega stutt að áframhald- andi hersetu. EINKENNI VINSTRISTJÓRNAR • Næg atvinna fyrir alla, sem unnið geta, og meira en það: víðast hvar á landinu hefur verið mikill skortur á vinnuafli. Or- sökin er stórfelld uppbygging íslenskra atvinnuvega. • Þeir, sem flúðu til útlanda vegna atvinnuleysis, hafa flestir snúið heim og fengið nóg að gera í heimalandi sinu. Þannig hef- ur vinstristjórn gert þúsundum kleift að koma aftur til Islands. • Skipuleg aukning kaupmáttar, sérstaklega hjá láglauna- fólki. Verðbólgan hefur vissulega dregíð úr kjarabótunum, en engu að siður er kaupmátturinn verulega meiri en í tíð hægri- stjórnar, vinnutíminn styttri og orlofið lengra, svo nokkur dæmi séu nefnd um kjarabætur undir vinstristjórn. • Samvinna við launþegasamtökin, sem hefur gert verkföll svo til óþekkt. • Gengið hefur yfirleitt fylgt þróun erlendra gjaldmiðla, án stórfelldra gengisfellinga. • Stórátak i landhelgismálinu, með útfærslu í 50 milur, sem hefur átt mestan þáttí viðurkenningu meirihluta þjóða heimsins á 200 mílna auðlindalögsögu, og mótaðar tillögur, sem fela í sér áfangasigur í herstöðvamálinu. Valkostirnir milli hægri og vinstri hafa aldrei verið skýrari en einmitt nú. Hægra megin eru Sjálfstæðis- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn, sem stefna að nýrri Viðreisn. Alþýðu- bandalagið er lengst til vinstri ásamt Fylkingunni og MarxLeninistunum, og hefur ekki umtalsverða möguleika á fylgisaukningu. Það sýndu bæjar- stjórnarkosningarnar. Á miðju uppboðsborði hefur forysta Fram- sóknarflokksins haslað sér völl og hefur enga sóknarmöguleika. Eina afgerandi vinstriaflið — eina vinstri- aflið, sem hefur raunhæfa möguleika á að vinna þann þingmannafjölda, sem þarf annars vegar til að tryggja þingmeirihluta fyrir nýrri vinstri- stjórn og hins vegar til að knýja Framsóknarforystunnar til sliks vinstrisamstarfs — er F-listinn. Hljóti hann 5 — 6 þingmenn kjörna, mun vinstri stefna ríkja áfram. Hljóti hann ekki slikt þingfylgi, mun hægristjórn taka við. Aðeins mikill sigur F-listans tryggir vinstristefnu i reynd.

x

Ný þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný þjóðmál
https://timarit.is/publication/553

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.