Ný þjóðmál - 28.06.1974, Qupperneq 5

Ný þjóðmál - 28.06.1974, Qupperneq 5
NY ÞJOÐMAL 5 --J Kristján Ingólfsson: Hvers vegna ? — vegna þess NOKKUR ORÐ AF GEFNU TILEFNI Eysteinn Jónsson ólafur Ragnar Grlmsson Um fjögurra áratuga skeið hefur Eysteinn Jónsson verið ókrýndur höfuðsmaður aust- firskra framsóknarmanna, einn af áhrifamestu stjórnmála- mönnum þjóðarinnar, og hin siðustu árin einn virtasti leiðtogi hennar og óumdeildur ágætismaður. Þegar hann 26 ára gamall blaut sæti á Alþingi sem þing- maður Sunnmýlinga var hann þegar orðinn þekktur stjórn- mála- og umsýslumaður. Hafði þá þegar verið helsti forsvars- maður Framsoknarflokksins i fjármálum um 2 — 3 ára skeið, og skattstjóri i Reykjavik i 2 ár, eða frá 24 ára aldri. Það er ekki meiningin með oröum minum hér að taka að rita ævisögu Eysteins Jónssonar. Það vona ég að hann geri sjálfur, endist til þess lif og heilsa, og ég veit að þar yrði mikill fróðleikur á ferð. Það knýr mig hinsvegar til að rita þessar linur, að við Aust- firðingar fengum fyrir ekki löngu kveðjur frá þessum góða vini okkar með beiðni um að gera það, sem bæði mér og mörgum öðrum baráttufélögum hans frá liðnum árum er þvi miður ekki unnt að verða við. Hann er nú kominn i heiðurs- sætið á listanum sinum, blessaður, stendur ekki lengur i brúnni, en situr I hvildarskjóli á þilfari, þaðan sem hann kallar til okkar austfirskra kjósenda neyðarhrópi og biður okkur sem nokkurs metum orð hans, að styðja nú B-listann i kjördæminu, en kasta ekki atkvæðum okkar á „sprengi- lista”, er á ferð sé hér i Austur- landskjördæmi. „Allt vil ég fyrir þig gera, Zimsen minn, en biddu mig ekki um þetta”, varð Þórarni gamla utanbúðarmanni hjá Zimsen- verslun forðum að orði, þegar húsbóndinn skipaði honum að draga að húni danska fánann, daginn sem öll Reykjavik flaggaði hvitbláni i mótmæla- skyni við danska árás á þetta islenska þjóðernistákn. Eitthvað svipað mun okkur ýmsum vinum Eysteins hafa orðiö i huga. Við virðum manninn og drengskap hans, en ekki einu sinni hann getur fengið fólk til að gera það, sem brýtur I bága við sannfæringu þess.Það er I fullu samræmi við orð Hallgrims Péturssonar „vinn það ei fyrir vinskap manns að vikja af götu sann- leikans”. Eysteinnveit vel . . Eysteinn Jónsson veit ósköp vel, að löng atvikakeðja liggur að baki F-listaframboðsins hér I kjördæminu. Hann veit, að þar er i efsta sæti maður, sem hann æ ofan i æ I samtölum við annað fólk hefur lýst yfir, að þörf sé á, að komist á Alþingi. Eysteinn Jónsson veit manna best, að þær vonir og hugmyndir, sem hann átti sér um Framsóknarflokkinn i s t jó r n a r a n d s t öð u n n i á Viðreisnarárunum — um forystuflokk isl. alþýðu til sjávar og sveita — flokk jafnaðar- og samvinnumanna — þær eiga ekki upp á háborðið hjá flokksforystunni i dag. Sú forysta vill miðflokk, sem getur látið bjóða i sig á báðar hendur. Eysteinn Jónsson veit manna best af hverju hann hætti formennsku i Framsóknar- flokknum i blóma lifsins. Það skyldi þó ekki vera, að þessum sömu öflum og nú halda um stýri flokksskútunnar hafi þótt hann kominn nokkuð langt til vinstri, og hann hafi verið látinn finna hvað til friðarins heyrði. Spyr sá sem veit. Eysteinn Jónsson veit ósköp velhvernig þau uppboðsöfl, sem flokknum stýra i dag, hafa misnotað valdastofnanir hans til þess að hnekkja áhrifum vinstriarmsins i flokknum, og hann veit, að á síðasta mið- stjórnarfundi voru allar tillögur vinstriarmsins stráfelldar, samkvæmt dagskipan flokks- forystunnar, m.a. sú, að flokkurinn beitti sér fyrir myndun vinstristjórnar að afloknum kosningum. Og ofan á allt þetta veit Eysteinn Jónsson hvernig staðið var að framboði flokksins hér: samhljóða samþykkt siðasta kjördæmaþings um skoðana- könnun kastað fyrir róða, en kjörstjórn sem stýra átti skoðanakönnuninni gerð að uppstillingarnefnd. Henni var gert að stilla upp framboðs- listanum, og sá listi hennar var lagður fyrir u.þ.b. 40 syfjaða menn daginn eftir kosninganótt, þegar framboðsfrestur var á þrotum. Það er ekki að ástæðulausu, sem þessi reyndi stjórnmála- maður rekur nú upp neyðaróp og varar við „vondu strákunum”. 2 — 2 — 1 Stjórnmálaflokkur og knattspyrnufélag eru ekki það sama. Maður heldur endalaust með sir.u gamla félagi, en hver fylgir stjórnmálaflokki, sem stefnir i öfuga átt við skoðanir hans. Framsóknarflokkurinn hefur oft gengið krókaleiðir, stundum sveigt til vinstri, stundum til hægri. Nú er hægra veður I lofti. Þeir, sem prilað hafa upp i valdastöður Framsóknar- flokksins, eru ekki vinstrimenn. Þeir fóru i vinstristjórn siðast af þvi, að kjósendur vildu slika stjórn, og Eysteinn Jónsson sá um að sliku boði var hlitt. Nú er hann kominn i hvildar- stólinn blessaður, og mun komast að þvi hjá þeim, sem erfðu völd hans, að það eru ólik kjör hvað áhrif snertir að vera farþegi, en að vera kaftéinn Og enginn þarf að ætla, að Tómas Arnason taki einhverja vinstri sveigju. Hann mun að vanda kjósa að beygja á stjórn- borði. Kjördagur er fyrir stafni, Um fimm kosti eigum við hér að velja: • Alþýðuflokkinn, sem byggt hefur kosningabaráttu sina hér á misskilningi, og verður varla tekinn alvarlega, þrátt fyrir mæta drengi á framboðslista. • Alþýðubandalagið og Framsóknarflokkinn, sem fá munu sina tvo þing- mennina hvor flokkur. Þriðji maður Framsóknarflokks- ins er löngu fallinn, og engin leið að gráta hann úr helju. Framsóknarflokkurinn mun þó enn sem fyrr eiga umframatkvæði, þvi þrátt fyrir allt er hann lang- stærstur i kjördæminu og fær sina 2 menn, þótt allt leiki á reiðiskjálfi. Hér eiga þvi vinstrisinnaðir framsóknarmenn leikinn. Með þvi að kjósa B-listann eiga þeir á hættu að leika sig áhrifalausa i hópi hinna umframatkvæðanna. Með þvi að kjósa F-listann, gera þeir þrennt: • Kjósa á þing mann, sem án efa mun verða i hópi forystumanna lands og þjóðar. • Fella Sverri Hermannsson, þingmann Reykja- vikurtogaranna ögra og Vigra, þingmann þeirrar Viðreisnar, sem ólm er i að ganga aftur Austurlandi og landinu öllu til óþurftar. • Tryggja landinu vinstri- stjórn, en það verður ekki gert án þess að F-listinn hljóti þann þingstyrk, sem upp á vantar meirihluta, þegar þingmannatala Al- þýðubandalags og Fram- óknar verða lögð saman. Og sá sigur F-listans verður að verða slikur, að jafnvel Tómas Árnason og Jón Skaftason þori ekki annað en ganga til samstarfs við vinstri flokkana. Og fari svo, trúi ég tæplega öðru en að gamalkunnur gleði- vottur færist um andlit vinar okkar allra, Eysteins Jóns- sonar. Olafur Jensson. Kópavogi: Hvers vegna sundrast framsóknarmenn nú? t ágætri grein Andrésar Kristjánssonar i Þjóðmálum nú nýlega rakti hann á sinn skýra hátt þá breytingu, sem orðið hefur I islenzkum stjórnmálum frá þvi að Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn voru þar öruggir samherjar á vinstri væng og þar til nú, er siðustu sprek Alþýðuflokksins hrekjast til og frá undir Heiðnabergi Ihaldsins og Framsóknarflokk- urinn festist æ meir i sessi með miðflokkur, sem er jafn reiðu- búinn til samstarfs við ihald sem ihaldsandstæðinga eftir þvi hvort betur þykir henta hverju sinni. Grein Andrésar verður ekki endursögð hér, en hún ætti að gera hverjum lesanda sinum ljóst, að fráhvarf Möðruvalla- hreyfingarinnar og samherja hennar frá Framsóknarflokkn- um nú byggist hvorki á stunda- ágreiningi um timabundin dægurmál né á framagirni ein- stakra manna. Þvi er þó mjög á lofti haldið af andstæðingum, að þessar ástæður ráði og þá jafn- framt að skoðanaágreiningur sé enginn I raun og veru. En það sem raunverulega býr hér að baki er i senn djúpstæður ágreiningur um meginsjónar- mið og sannfæring um nauðsyn ákveðinna athafna til þess að tryggja áframhaldandi vinstri stjórn. Það liggur ef til vill I hlutarins eðli, að þeir, sem vilja fylgja miðflokki, sem ýmist hallast til hægri eða vinstri, geri sér ekki grein fyrir þeim eðlismun, sem er og verður á hægri og vinstri flokkum eða a.m.k. láti sér i léttu rúmi liggja, hvort ofan á veröur. Þess vegna undrast þeir, að öðrum skuli vera það alvörumál, hvert stefnir. Þeir undrast það um leið, að þær deilur, sem svo lengi hafa staöið innan flokksins, skuli nú hafa leitt til samstarfsslita. En að þetta gerist einmitt nú, en ekki einhverntima fyrr, stafar fyrst og fremst af þvi, að undir nýrri forystu flokksins hafa eflst þar til áhrifa þeir menn, sem berjast hart gegn þvi að marka flokknum ákveðna stöðu vinstri flokks. Flokksforystán reyndi nú ekki sem hinar fyrri að miðla málum heldur lagðist eindregið á sveif með miðflokksmönnum. Miðstjórnarfundurinn t þessu sambandi má lita að- eins til miðstjórnarfundarins i vor. Það hefði verið fróðlegt fyrir alla þá framsókn'armenn, sem vilja i alvöru hugleiða þessi mál, að hlýða þar á málflutning Ólafs Jóhannessonar og Ey- steins Jónssonar, er þeir drógu fram i stuttu máli hugmyndir sinar um stefnu næstu daga og vikna. Veður voru þá válynd mjög i stjórnmálunum, efna- hagsmálafrumvarpið var til meðferðar i rikisstjórninni og lif stjórnarinnar I mikilli óvissu. Annar þessara manna boðaði þá stefnu, sem virtist öðrum lik- legri til þess að rjúfa stjórnar- samstarfið og opna leiðir til samstarfs með fhaldinu, en hinn vildi halda svo á málum, að tryggt yrði að vinstri stjórnin gæti lokið sinum höfuðverkefn- um og gengið siðan sameinuð til kosninga I haust. Ég læt lesend- um eftir að geta sér þess til, hvor flutti hvort mál. Af miðstjórnarfundinum má svo enn minna á, að formaður flokksins gekk þar fram fyrir skjöldu til þess að verja þá 170 flokksmenn, sem lögðu fast að ráðherrum og þingmönnum að bregðast stefnu flokksins i einu höfuðmáli rikisstjórnarinnar, og sföan var fellt að kosninga- kjörorð flokksins yrði: Áfram vinstri stjórn — ekki hægri stjórn. Og enn undrast menn, að vinstri framsóknarmenn skuli ekki áfram una glaðir við sitt og kjósa flokkinn sem fyrr. Nú má enginn skilja orð min svo, að ég telji Framsóknar- flokkinn eða ráðandi öfl hans eindregið andvig vinstri stefnu og vinstri stjórn. Ég trúi þvi Ólafur Jensson fastlega, að ráðandi menn flokksins séu fylgjandi vinstri stjórn — stundum. Það eru ekki sizt ýmsar ytri aðstæður, sem ráða þvi, hvað ofan á verður hverju sinni. 1 siðustu þingkosningum var það hið nýja stjórnmálaafl, Samtök frjálslyndra og vinstri manna, sem úrslitum réði um það að atlagan að ihaldsstjórn- inni tókst að þessu sinni, þótt tvivegis hefði mistekist áður. Ýmiss konar innanmein sam- takanna og stefnublinda sumra foringjanna leiddi þau siðan á villigötur og hafði nær gert út af við þau, en með þeim uppskipt- um, sem þar urðu i sumar og öllum eru kunn, standa enn góð- ar vonir til þess, að þau fái á ný Framhald á bls. 8.

x

Ný þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný þjóðmál
https://timarit.is/publication/553

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.