Ný þjóðmál - 09.08.1974, Blaðsíða 2
2
NÝ ÞJÓÐMÁL
— Nei takk, nei takk — ég
ætla ekki að kaupa neina
bursta i dag!
— Hversu mikiö lán höfðuö
þér eiginlega hugsaö yöur aö
fá?
Tiskan segir: niöur meö pils-
faldinn!
Styrkur
til háskólanáms
i Finnlandi
Finnsk stjórnvöld bjóða fram styrk
handa íslendingi til náms eða rannsókna-
starfa i Finnlandi námsárið 1974-75.
Styrkurinn er veittur til 9 mánaða dvalar
frá 10. september 1974 að telja og er styrk-
fjárhæðin 900 mörk á rnánuði.
Umsóknum um styrk þennan skal komið
til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu
6, Reykjavik, fyrir 31. ágúst n.k. Sérstök
umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu.
Umsókn fylgi staðfestafrit prófskirteina, i
meðmæli tveggja kennara og vottorð um
kunnáttu i finnsku, sænsku, ensku eða
þýsku.
Menntamálaráðuneytið,
6. ágúst 1974.
Staða
deildarstjóra
innkaupa- og birgðadeildar Rafmagns-
veitu Reykjavikur er laus til umsóknar.
Æskilegt er að umsækjendur hafi sérþekk-
ingu á rafmagnsefni. Launakjör sam-
kvæmt kjarasamningi Reykjavikurborg-
ar og Starfsmannafélags Reykjavikur-
borgar.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
fást á skrifstofu Rafmagnsveitu Reykja-
vikur, Hafnarhúsinu, 4. hæð.
Umsóknarfrestur er til 30.8. 1974.
RAFMAGNS
VEÍTA
REYKJAVÍKUR
ÚR ÖLLUM ÁTTUM
Það er
alveg
sattl
Ýmsar sérkenni-
legar fréttir hafa
komist á siöur heims-
blaöanna á undan-
förnum dögum, og
þykir reyndar mörg-
um nóg um. Hér á eftir
fer kjarninn í sumum
þeirra.
Snjómaöurinn
ógurlegi i Himalaya-
fjöllum er aftur
kominn á flakk og ná
farinn að eiga viö
kvenfólk. 19 ára stúlka
i f jallaheraöinu
Khonar, sem er
skammt frá Everest,
Lakpa Sherpani aö
nafni, kvaöst hafa
oröiö fyrir árás hins
ógurlega snjómanns.
Og yfirvöld I Nepal
segjast hafa fundiö
óvenjustór fotspor á
þeim staö, þar sem
stúlkan kveöst hafa
orðiö fyrir árásinni.
1 Frakklandi,
nánar tiltekiö skammt
frá Lille, segjast menn
hafa fundiö stærsta
svepp i heimi. Þessi
sveppur á aö hafa
verið fjögur fet á hæö,
og vegiö 12 pund.
En Bretar eiga
samt metiö I óvenju-
legum fréttum. Þaö
gerðist nefnilega i
Lancashire nýlega, aö
Hans Hágöfgi
Grimsby lávarður af
Katamundu var
jaröaöur þar nýlega
eftir aö hafa legiö á
viðhafnarbörum i
þrjár vikur. Kistan
var prýdd 1000 nellik-
um, og við útförina
var lesiö upp úr verk-
um Shelley og Words-
worth. Útförin kostaði
hátt i fjögur hundruð
þúsund krónur, og er
vafalaust dýrasta út-
för, sem nokkur páfa-
gaukur hefur hlotiö til
þessa!
Eigandi páfa-
gauksins, David Bates
frá Preston, sagöi, aö
páfagaukurinn heföi
legiö á viöhafnar-
börum „með sama
hætti og Viktoria
drottning. Hann haföi
demantshring um
nefiö, og litla kórónu á
höföi”.
Ung móöir I Bretlandi
skipti nýlega á sjö mánaöa
gömlu barni sinu og notuðu
bifhjóli!
Hún geröi þetta vegna
þess, aö unnusti hennar, sem
reyndar var ekki faöir
barnsins, dreymdi um aö
eignast bifhjól.
Þaö komst upp um þessi
skipti þegar velferöar-
fulltrúi, sem var á eftirlits-
ferð, komst að þvi, að hjá
einni fjölskyldunni, sem
hann heimsótti regíulega,
voru börnin á heimilinu
skyndilega oröin fimm, en
höfðu áður verið fjögur.
Yfifvöldin gripu þegar i
taumana, og nú hefur móöir-
in fengið barnið sitt á ný og
unnustinn skilaö bifhjólinu.
Tölvur keppa á heims-
meistaramóti í skák!
UNDANFARNA DAGA
hefur staöiö yfir i Stokkhólmi
óvenjuleg heimsmeistara-
keppni I skák. Keppendurnir
i þessari heimsmeistara-
keppni.; sem er hin fyrsta
sinnar tegundar, eru nefni-
lega ekki skákmenn heldur
tölvur.
Reyndar má segja, aö þaö
séu ekki tölvur sem slikar
sem þarna eigast viö, heldur
tölvukerfi eöa prógrömm.
Þaö eru þrettán slik tölvu-
kerfi frá átta löndum, sem
taka þátt I heimsmeistara-
keppninni, sem hófst s.l.
mánudagskvöld. Fjögur
kerfanna eru frá Banda-
rikjunum, þrjú frá Bret-
landi, og eitt frá hverju eftir-
talinna landa: Austurriki,
Kanada, Ungverjalandi,
Noregi, Sviss og Sovét-
ríkjunum.
Fyrirfram hefur þvi veriö
spáö, aö bandariskt tölvu-
kerfi, sem nefnt hefur veriö
,,4.0”oger frá Northwesternt
háskólanum i Illinois, muni
reynast sigurstranglegast,
en sovéska tölvukerfið er
einnig taliö mjög gott.
En hvernig eru tölvur
annars I skák? Meöfylgjandi
yfirlit gefur nokkra hug-
mynd um það, en þaö er
byggt á stigakerfi, sem
Bandariska skáksambandiö
hefur búiö til og byggir á
frammistöðu I skákmótum.
Samkvæmt þeim útreikningi
eru tölvurnar nokkru betri
en flestir áhugamenn I skák,
GARBO
Á
GÖNGU
Ljósmyndarar, sem elta
þekkt fólk á röndum i ýms-
um stórborgum heimsins,
eru fjölmargir. Þeir eyöa oft
rmiklum tima i aö sitja fyrir
flrægu fólki, þar sem þeir
telja nokkra von um aö þaö
kynni aö eiga leiö framhjá,
og stundum veröum þeim aö
ósk sinni. Myndin hér aö ofan
var tekin i New York borg á
dögunum, og er af Gretu
Garbo, sem er jú fræg fyrir
þaö, hversu mjög hún heldur
sig fjarri ööru fólki, og þá
ekki hvaö sist ljósmyndur-
um. Þegar Gréta kom auga á
lijósmyndarann baröi hún til
Ihans meö regnhlifinni og
síagði honum aö fara til
(fjandans, en þá haföi ljós-
itnyndarinn fengiö þaö sem
hann vildi, mynd af hinni 68
ára gömlu Grétu Garbo.
„Bobby Fisher
irmeisTarar”
Alþjóðameistarar
Meistarar einstakra
landa '
Sérfræðingar 1 skák
• Sterkir áhugamenn
Flestir áhugamenn
en hafa hins vegar ekkert aö
segja i góöa áhugamenn
hvaö þá skákmeistarana.
En sá maöur, sem skipu-
lagt hefur mótiö I Stokkhólmi
— alþjóðlegi skákmeistarinn
David Levy, sem er skák-
meistari Skotlands — telur,
aö I þessari stigatöflu sé
tölvunum gert of hátt undir
höföi.
„Töivur eru mjög góöar i
byrjunum, sem byggja fyrst
og fremst á minni, og eins i
miötafli, og ég heid, aö stiga-
gjöfin 1500 sé þar nokkuö
nærri lagi”, segir hann. —
„En tölvurnar eru mjög
slæmar I endatafli, og tapa
oft endatafli þótt þær hafi
vinningsstöðu viö upphaf
endataflsins”.
Urnmæli vikunnar
„Meö þessari umsókn er Guöni i Sunnu aö reyna aö komast
inn I Bandarikjaflugiö og vinna okkur allt til óþurftar”.
Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiöa, um umsókn Air Viking
um leyfi til leiguflugs til Bandarikjanna.
„Mig undrar aö forráöamenn margra Islenskra verslunar-
fyrirtækja skuli enn þann I dag I dag leggjast svo lágt aö
styrkja málgagn þess stjórnmálaflokks, sem hefur þaö á yfir-
lýstri stefnuskrá sinni aö ganga aö einkarekstrinum dauöum,
og á ég þá viö auglýsingar einkafyrirtækja I Þjóöviijanum.
Meö þvi aö auglýsa I þessu málgagni alþjóöakommúnismans
eru hinir sömu I raun og veru aö grafa sinar eigin grafir”.
Magnús Erlendsson, fulltrúi, i viötali viö Morgunblaöiö, á
fridegi verslunarmanna.