Ný þjóðmál - 09.08.1974, Síða 8
VIÐ TAKAN'DI:
Héims-
mál í
sviðsljósi
Clerides forseti á Kýpur.
Hugsanleg skipting Kýpur milli griskættaOra og tyrkneskætt Danktash, ieihtogi tyrknesk-
aöra manna. mælandi Kýpurbúa.
Kýpur og helgreipar vináttunnar
Kýpur, hið fagra land Afródite,
hefur mátt þola marga herraþjóðina.
í timanna rás hefur eyjan lotið
Egyptum, Fönikiumönnum, Assúríu-
mönnum, Persum, Rómverjum,
Grikkjum, Tyrkjum og Bretum. Og
þó hefur aldrei verið þar róstur-
samara en undanfarna áratugi, þvi
algjört vandræðaástand hefur rikt
þar, og hatrömm átök milliþeirra um
500 þúsund griskættuðu og um 100
þúsund tyrkneskættuðu manna, sem
landið byggja. Og nú síðast, með
stjórnarbyltingu og siðan vopnaðri
innrás tyrkneska hersins, hefur enn
einn blóðugur kapituli verið ritaður i
sögu Kýpur.
Segja má, að upphaf vandræðanna megi rekja til
ársins 1878. Þá varð soldáninn I Tyrklandi að láta
Kýpur af hendi við Breta samkvæmt Berlinarsátt-
málanum, og 400 ára stjórn Tyrkja á Kýpur var þar
með lokið. Þessi langvarandi tyrkneska yfirstjórn
hafði i engu breytt þvi, að meirihluti ibúa eyjunnar
var griskættaöur. Arið 1881 voru griskættaðir ibúar
Kýpur 137.631 talsins, en hinir tyrkneskættuðu
45.458 — eða þrir á móti einum.
Griskættaðir Kýpurbúar litu eðlilega á bresku yf-
irtökuna sem millibilsástand. Þeir töldu, að innan
tiðar myndu Bretar afhenda grlskum yfirvöldum
eyjuna á sama hátt og þeir höfðu afhent jónisku eyj-
arnar skömmu áður. Og þegar Churchill kom i
heimsókn til Kýpur 1907 lýsti hann fylgi við þá Kýp-
urbúa, sem vildu sameinast „föðurlandinu” —
Grikklandi.
Og Kýpur var reyndar boðin griskum valdhöfum
1915, þegar litið var á þátttöku Grikklands I heims-
styrjöldinni fyrri sem mikilvægt mál. En Konstan-
tin, þáverandi konungur, lét ekki ánetjast, og þegar
Venizelos gerði byltingu sina tveimur árum siðar og
tryggöi þar með þátttöku Grikklands i styrjöldinni,
þá var ekki minnst á Kýpur. Lok fyrri heimsstyrj-
aldarinnar staðfestu siðan ríkjandi ástand: Með
samningunum i Sevres (1920), og Lausanne (1923)
létu Tyrkir niður falla allar kröfur til eyjarinnar,
sem var formlega innlimuð i breska heimsveldið og
varð krúnunýlenda árið 1925.
Vonir Kýpurbúa um samruna við Grikkland voru
þvi jafn óraunhæfar og áður. Og brátt fór að gæta
vaxandi óánægju meðal þeirra, sem endaði með al-
varlegum átökum árið 1941. Viðtæk mótmæli leiddu
þá til þess, að nýtt slagorð varð á allra vörum —
Enosis — einnig með Grikklandi. Bresk yfirvöld
bældu allar mótmælaaðgerðir niður með harðri
hendi, og grisk yfirvöld hreyfðu engum mótmælum:
þau voru breskum ráðamönnum of háð til þess að
geta tekið undir kröfu Kýpurbúa um Enosis.
A striðsárunum var Kýpurbúum aftur gefin von
um sameiningu með Grikklandi. Þeim var tjáð, að
stuðningur þeirra við málstað bandamanna gæti
orðið liður i slikri sameiningu, og um 30 þúsund
Kýpurbúar gáfu sig fram til herþjónustu.
En allt kom fyrir ekki. Og árið 1950 var haldin
þjóðaratkvæðagreisla til að kanna vilja Kýpurbúa.
Eins og við mátti búast, voru 96% grískættaðra
manna, og 79% allra Kýpurbúa, fylgjandi Enosis.
Þegar ljóst var, að Bretar hugðust halda Kýpur
áfram sem nýlendu, hófust mótmælaaðgerðir á ný,
nú undir leiðsögn og forystu Makariosar erkibisk-
ups og Grivasar hershöfðingja og I nafni samtak-
anna EOKA, sem hafði Enosis með höfuðmarkmið.
Og nú voru griskir ráðamenn ekki lengur upp á
Breta komnir, þeir höföu eignast nýjan bakhjarl:
Bandarikin. Þess vegna tók griska rikisstjórnin upp
málstað EOKA-hreyfingarinnar þegar málið kom
fyrir Sameinuðu þjóðirnar 1953 — en þar hefur þaö
verið meira og minna til umræöu allar götur siöan.
Til þess að verja nýlenduhagsmuni sina, og finna
röksemd gegn kröfum Grikkja, fóru Bretar örlaga-
rika leið: þeir ákváðu að hvetja tyrknesk stjórnvöld
til að gera kröfu til Kýpur vegna tyrkneskættaða
minnihlutans á eyjunni. Tilkall Tyrkja til eyjunnar
féll niður við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, og allt
frá þeim tima tyrkneskættaðir menn enga athuga-
semd gert við kröfur griskættaöa meirihlutans á
eyjunni um Enosis — frekar heldur en tyrkneskætt-
aði minnihlutinn á Ródos, sem afhent var Grikk-
landi 1947. Báðir aðilarnir á Kýpur höfðu búið sam-
an I sátt og samlyndi, og það val, sem eyjabúar
töldu að um væri að velja, var annað hvort samein -
ing Grikklands eða áframhaldandi nýlendustjórn
Breta.
Tyrknesk stjórnvöld gripu tilboð Breta fegins
hendi, og þar með breyttist Kýpurdeilan úr „venju-
Framhald á 7. siðú.