Ný þjóðmál - 04.03.1975, Qupperneq 2
2
NY ÞJOÐMAL
FLOKKSSTARF SAMTAKANNA
Samtökin í Reykjavík:
Velheppnaður fundur
um stjórnmálin
Sunnudaginn 23. febrúar héldu Samtökin á
Akranesi fund um stjórnmálaástandið og efna-
hagsmálin, og voru alþingismennirnir Magnús
Torfi Ólafsson og Karvel Pálmason framsögu-
menn. Fundurinn var ágætlega sóttur, og fóru
þar fram umræður um ýmsa þætti stjórnmál-
anna.
Garðar HalUlórssonsetti fundinn og bauð alþingismenn Sam-
takanna, og formann framkvæmdastjórnar, ólaf Ragnar
Grimsson, velkomna til fundarins. Siðan skipaði hann Þorstein
Ragnarsson fundarstjóra.
Magnús Torfi ólafssonrakti aödraganda stjórnarmyndunar I-
haldsaflanna, og benti á þær ieiðir i efna-
hagsmálum, sem Samtökin höfðu lagt á-
herslu á i viðræðunum um myndun nýrrar
vinstristjórnar s.l. sumar, en ekki hefðu
fengið hljómgrunn þá. Myndun núverandi
stjórnar hefði verið afsökuð með þvi að nauð-
synlegt væri að mynda sterka stjórn, sem
réði við vandann. Allir sæu hins vegar, að
þetta væri veik stjórn. Hún væri sjálfri sér
sundurþykk og hefði engin úrræði i efnahags-
málum sem dygðu til að leysa vandann.
Stjórnin væri stefnulaus, og meðal stuðnings-
manna stjórnarflokkanna sjálfra væri vægast sagt litil hrifning
með rikisstjórnina.
Þá benti hann á, að fátt nýtt hefði komið frá þessari stjórn.
Nefndi sem dæmi, að þótt t.d. menntamálaráðherra hefði flutt
ýmis mál á þinginu, þá væru það frumvörp, sem ýmist hefðu
verið lögð fram á siðasta þingi af vinstristjórninni, eða verið til-
búin i menntamálaráðuneytinu s.l. sumar. Eina nýja mál
menntamálaráðherra væri stjórnarfrumvarpið um brottvikn-
ingu útvarpsráðs.
Karvel Pálmason rakti feril núverandi rikisstjórnar i efna-
hagsmálum, og sýndi fram á, hvernig hún hef-
ur aukið á efnahagsvandann i stað þess að
leysa hann. Þá minnti hann á, að sigur Sam-
takanna 1971 hefði fellt viðreisnarstjórnina og
gert vinstristjórn mögulega. Hann gerði sam-
anburð á þessum tveimur stjórnum, einkum að
þvi er varðaði málefni landbyggðarinnar, og
minnti á, að það hefði sannast rækilega i sið-
ustu þingkosningum, að sigur Samtakanna var
forsenda nýrrar vinstristjórnar. Þó hafi Sam-
tökunum tekist að koma i veg fyrir myndun
nýrrar viðreisnarstjórnar, en forysta Alþýðu-
flokksins og Framsóknarflokksins hefðu saman komiö i veg fyrir
myndun Fjögurra flokka stjórnar vinstriaflanna, og þar með
opnað leiðina fyrir Framsóknarflokkinn inn i núverandi ihalds-
samstarf.
Karvel gerði einnig nokkra grein fyrir stefnu Samtakanna i
efnahagsmálum, einkum niðurfærsluleiðinni.
Að loknum framsöguerindum fóru fram almennar úmræður,
og var þar komið viða við. Auk þess komu fram ýmsar fyrir-
spurnir, sem framsögumenn svöruðu.
Þorsteinn Ragnarsson minnti á, að slagorð Samtakanna i sið-
ustu kosningum, um að sigur þeirra væri forsenda vinstri stjórn-
ar, hefði reynst i alla staði rétt. Þá ræddi hann um fyrirhugaða
járnblendiverksmiðju, sem hann taldi að gæti dregið úr krafti
athafnalifs á Akranesi, auk þess sem gæta yrði aö mengunar-
hættu og áhrifum útlendinga i islensku atvinnulifi.
Gisli Guðmundsson spurði eftir hverju verkalýöshreyfingin
væri að biöa: hvers vegna hún hefði ekki þegar sýnt rikisstjórn-
inni i tvo heimna. Hann ræddi einnig um hverjir væru láglauna-
og hálaunamenn.
Karvel sagði, að verkalýðsfélögin yrðu sjálf að ákveða sinar
aðgerðir, en gengisfellingin nú hlyti að auka verulega þrýsting
frá verkalýðshreyfingunni i samningamálunum.
ólafur Ragnar Grimsson ræddi fyrirhugaða járnblendiverk-
smiðju og sagði, að þessi fundur væri m.a. haldinn til að fá sjón-
armið heimamanna á þvi máli. Þá rakti hann ályktun fram-
kvæmdastjórnar Samtakanna um efnahagsmál, og þá stefnu
sem þar væri lögð áhersla á af hálfu Samtakanna, og þann stuðn-
ing við baráttu verkalýðshreyfingarinnar, sem þar kæmi fram.
Magnús Torfisvaraði framkominni fyrirspurn um tengsl milli
Alþýðuflokksins og Samtakanna, og rakti þróun þeirra mála á
siðastliðnu ári. Hann benti á að engar viðræður væru i gangi
milli þessara aðila, en minnti á, að gott samstarf hefði verið
milli flokkanna á þingi framanaf, en fyrir jólin hefði Alþýðu-
flokkurinn hafnaö frekari samstöðu með Samtökunum við kosn-
ingar á þingi og biðlað til stjórnarliðsins um aðstoð og fengið
hana þar. Þá ræddi Magnús einnig framkomnar fvrirspurnir og
athugasemdir varðandi járnblendiverksmiðjuna.
Þorsteinn Ragnarsson lýsti enn frekari efasemdum sinum
varðandi járnblendiverksmiðjuna, m.a. vegna raforkuverðsins.
• Sveinn Jóhannsson, bóndi, ræddi m.a. um járnblendiverk-
smíðjuna, og taldi æskilegt að nýta orku okkar til þess að efla
innlenda framleiðsiu.
Herdis ólafsdóttirsagði, aö verkalýðsmálin væru nú i brenm-
depli. Lægstu launin væru nú um 40.000 á mánuði, og kaupmátt-
urinn hefði verið skertur um 40%. Kjarabætur þær, sem náðst
hefðu i tið vinstristjórnarinnar, væru nú að engu orðnar.
Þá minnti hún á, að járnblendiverksmiðjan væri mjög um-
deild. Mikið væri rætt um mengunarhættuna. Þá væri eðlilegt að
nota raforku landsmanna til að spara oliu. Hún taldi að verja
ætti fjármagninu til að fullvinna matvælin, sem heimurinn hefði
mikla þörf fyrir. Það væri mikilvægt að fá stóriðju á þvi sviði.
Gísli Guömundssonlýsti andstöðu sinni við stóriðju af þvi tagi,
sem járnblendiverksmiðjan væri.
Þákomufram ýmsar fyrirspurnir, m.a. um samstarf Samtak-
anna og Alþýðubandalagsins, um niðurfærsluleiðina og um sam-
starf eða samruna oliufélaganna, svo dæmi séu tekin, og svöruðu
þingmennirnir þeim fyrirspurnum.
. — ifc .■ ~-nnrim m , n < n ,„ 1 - ,; .. - • • rn ;;; - •: VI ” ff • r t,; ■ : 5 * r1? ’ r - h- i^ VjkíS*
, en það félag hefur
staðið fyrir miklum framkvæmdum á þessu sviöi.
Húsnæðismál og húsbyggingar
í siðustu viku ræddum við i
„opnu húsi” um ibúðabygging-
ar á félagslegum grundvelli og
lánamál. Kélagi okkar, Björn
Jónsson, starfsmaður hjá Bygg-
ingarsam vinnufélagi starfs-
manna rfkisins, rabbaði við
okkur um þessi málefni og svar-
aði fyrirspurnum. Hér hefur
verið um afar mikilvægan þátt
þjóðmála að ræða, scm skiptir
auðvitað miklu að sé vel ræktur.
Munum við gera þessu máli
nánari og itarleg skil i næsta
tölublaði Þjóðmála.
Vrshátið
Kins og áður hefur verið aug-
lýst, verður árshátíð Samtak-
anna lialdin i félagsheimili
Kóstbræðra við Langholtsveg,
laugardaginn 22. mars nk. hefsl
kl. 21.00. Skem m tia triði og
dans. — Kélagar. Munið árshá-
tiðina!
-I
Samtökin á Akranesi
Alþjóðlega kvennaáríð
Samtökin i Reykjavik efna til almenns félagsfundar um málefni kvenna-
ársins i félagsheimili prentara að Hverfisgötu 21 fimmtudaginn 6. mars
n.k., hefst kl. 20.30.
Á dagskrá verður m.a. launamisréttið, konur i verkalýðshreyfingunni,
fæðingarorlofið og alþjóðlega kvennaárið.
FRAMSÖGURÆÐUR:
Karvel Pálmason: Konur i verkalýðshreyfingunni
Ólafur Ragnar Grímsson: Konur og þjóðfélagsforystan
Rannveig Jónsdóttir: Kvennaárið
Sólveig ólafsdóttir: Launamisréttið
Steinunn Finnbogadóttir: Fæðingarorlofið
Að loknum ræðum sitja frummælendur fyrir svörum.
FUNDARSTJÓRI:
Ása Jóhannsdóttir
Önnur mál. Kosið verður nýtt borgarmálaráð Samtakanna.
Karlar sjá um kaffiveitingar.
Félagar mætið vel og takið gesti með!
Stjórn og starfsnefnd Samtakanna
Samtökin í Kópavogi:
Aðalfundur félagsins
Aöalfundur Samtakanna I
Kópavogi var haldinn miðviku-
daginn 12. febrúar I Kélags-
heimili Kópavogs.
Dagskrá fundarins var venju-
leg aðalfundarstörf, auk þess
sem Sigurjón Ingi Hilariusson,
bæjarfulltrúi flutti framsögu
um fjárhagsáætlun bæjarins og
bæjarmálefni almennt. Að lok-
inni framsögu urðu miklar um-
ræður um málefni Kópavogs-
bæjar og margar fyrirspurnir
lagðar fyrir framsögumann.
t stjórn félagsins voru kosnir:
Guðleifur Guðmundsson, for-
maður. Sigurður Einarsson,
varaformaður. Edda Magnús-
dóttir, ritari. Ingimar Jónasson
gjaldkeri. Andri ísaksson, með-
stjórnandi.
1 varastjórn: Hannibal Helga-
son, Olafur Jensson, Jens
Hallgrimsson.
Endurskoðendur: Guðni
Stefánsson og Halldór Jónsson,
t blaðstjórn bæjarmálablaðs-
ins Nýstefnu voru kosnir: Sigur-
jón Ingi Hilariusson, Jens
Hallgrimsson, Andri tsaksson,
Andrés Kristjánsson, Sigurður
Einarsson, Sigurður Konráðs-
son og Guðni Jónsson.
I Æskulýðsnefnd hlutu kosn-
ingu: Brynjar Valdimarsson og
Páll Stefánsson. Eiga þeir lika
sæti I Æskulýðsnefnd heildar-
samtakanna.
Siðan var kostið I Bæjarmála-
ráð. En i þvi eiga sæti átta efstu
menn á framboðslista Samtak-
anna i Kópavogi, aöal- og vara-
menn i hinum ýmsu nefndum,
sem kosið er I innan bæjar-
stjórnar og Samtökin eiga aðild
að.
Formaður bæjarmálaráðs er
Hjörtur Hjartarson.
Lok voru kjörnir fulltrúar fé-
lagsins I Kjördæmisráð. Þeir
eru: Andri tsaksson, Guðni
Jónsson, Elias Snæland Jóns-
son, Andrés Kristjánsson, ölaf-
ur Jensson, Halldór Jónsson,
Hannibal Helgason, Siguröur
Einarsson og Guðni Stefánsson.
Bæjarfulltrúi Samtakanna er
sjálfkjörinn i ráöið.
Mikiö starf er framundan og
þegar hafa veriö auglýstir
nokkrir fundir.
Almennur fundur
Almennur fundur um efnahagsmál og
stjórnmálaviðhorfið verður haldinn mið-
vikudaginn 5. marz nk. kl. 20.30 i efri sal
F élagsheimilisins.
Framsögumenn verða al-
þingismennirnir Karvel
Pálmason, Magnús Torfi
olafsson og formaður
framkvæmdastjórnar
SFV, ólafur Ragnar
Grimsson.
Fundurinn er öllum op-
inn.
Stjórnin