Ný þjóðmál - 04.03.1975, Side 3
NÝ ÞJÓÐMÁL
3
Úfgefandi: Samtök frjdlslyndra og vinstri manna
Framkvæmdastjóri: Hjörtur Hjartarson
Ritstjóri og ábm.: Elias Snæland Jónsson
Ritnefnd: Einar Hannesson, Andrés Kristjánsson,
Vésteinn étlason og Kristján Bersi ólafsson.
Ingólfsstræti 18. Sími 19920. 8ox 1141.
Prentun: Blaöaprent h.f.
Krafa Einingar
Núverandi rikisstjórn knúði verkalýðsfélögin til
að segja upp kjarasamningum, sem undirritaðir
voru fyrir ári siðan og áttu að tryggja vinnufrið i
landinu um nokkurra ára skeið. Rikisstjórnin ber
þvi beina ábyrgð á þvi, að kjarasamningar 30-40
þúsund launþega hafa verið lausir siðustu mánuði.
Og rikisstjórnin ber jafnframt beina ábyrgð á þvi,
að nú virðist svo sem alvarleg átök kunni að vera
framundan á vinnumarkaðinum. Það er ekki
aðeins, að rikisstjórnin hafi haldið áfram af fullum
krafti kjaraskerðingarstefnu sinni, og aukið skerð-
ingu lifskjara láglaunafólks sem annarra launa-
manna jafnt og þétt, heldur hefur hún einnig neitað
að standa að samningum við verkalýðshreyfinguna
um aðgerðir, t.d. i skattamálum, sem launþegar
gætu metið til jafns við kjarabætur, og sem gætu
þannig auðveldað aðilum vinnumarkaðarins að ná
samkomulagi án vinnustöðvunar.
Það er vafalaust m.a. með þetta i huga sem aðal-
fundur Verkalýðsféiagsins Einingar á Akureyri,
sem er langstærsta verkalýðsfélagið utan Reykja-
vikur, sendi á dögunum frá sér einarða yfirlýsingu,
þar sem þess er krafist, að breytt verði um stefnu i
efnahagsmálum, ,,þvi ella er ekki annað fram-
undan en skortur og neyð á fjölmörgum heimilum
þeirra lægst launuðu i landinu”.
í hinni athyglisverðu samþykkt aðalfundar
Einingar segir siðan m.a.:
..Funduiimi telur árásir rikisvaldsins á launa-
kjorin og aikomu alis almennings hafa farið langt
irain yfir þaö, sem þolað verði, og þvi beri nú að
reka injög fast á eftir um gerð nýrra kjara-
•iamninga, eöa endurheimt þeirra, sem i gildi áttu
aö vera, en löggjafinn ómerkti.
Þvi litur fundurinn svo á, að það sé lifsnauðsyn
Ivrir verkalýðsstéttina i landinu að mynda sterka
iaglega og pölitiska samstöðu alls verkalýðsins um
kröluna um gjörbreytta stefnu i efnahagsmálum,
i'lla segi rikisstjórnin af sér og mynduð verði önnur,
er taki mið af hagsmunum verkalýðsstéttanna”.
Jafnaðartillögur felldar
Á siðasta ári hefur olia til húsahitunar enn
hækkað um 8,50 krónur hver litri. Nú kostar þvi
15-20 þúsund krónur á mánuði að hita upp meðal-
ibúð með oliu. Það jafngildir helmingi dagvinnu-
launa verkamanns.
Á þessar staðreyndir benti Karvel Pálmason á
Alþingi i siðustu viku, þegar rætt var um aðgerðir
til að jafna hitunarkostnaðinn. Hann lagði til, að til
viðbótar við tekjur af einu söluskattsstigi yrði sér-
stakt 20% gjald lagt á gjaldskrár hitaveitna, svo að
12-13 hundruð milljónir yrðu tiltækar til að jafna
þann gifurlega mun, sem er á hitunarkostnaði
landsmanna — en þrátt fyrir slikt gjald yrði verð
heits vatns frá hitaveitu einungis brot af kostn-
aðinum við oliukyndingu.
Jafnframt lagði hann til, að elli- og örorku-
lifeyrisþegar, sem auðvitað eiga i mestum
erfiðleikum vegna oliuhækkananna, fengju tvö-
faldan þann styrk, sem almennt yrði greiddur á
næsta ári.
Það sýnir vel hvaða stuðning sjónarmið jafnaðar
og byggðarstefnu eiga visan i stjórnarráðinu og hjá
meirihlutanum á Alþingi, að þessar tillögur voru
kolfelldar. Má ætla, að einungis 7-8 hundruð
milljónir fari til að jafna hitunarkostnað á næsta
ári. Þannig er enn aukið á ójöfnuð og misrétti. EJ
ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON RITAR
Svipmyndir frá
Sovétríkjunum IV.
HVERNIG ERU LIFSKJÖR-
IN í SOVÉTRIKJUNUM? Þetta
er sú spurning, sem flestir
spyrja um, og sem jafnframt er
hvaö erfiðast aö svara. Þaö
kemur auðvitaö bæði til af þvi,
hversu lltið er hægt að kynna
sér slika hluti I stóru riki á fá-
einum dögum, og eins hinu,
> hversu þjóðfélagsmyndin er ólik
og þar af leiðandi erfitt að gera
raunhæfan samanburð.
En við skulum samt lita á
nokkur atriði. Ekki verður þó
fjallað um lifskjör námsfólks,
enda var þvi gerð skil I siðasta
þætti.
VINNUTÍMINNer 40 stundir
á viku, yfirleitt, og vinnuvikan
fimm dagar. Laun eru nokkuð
mismunandi, bæði eftir störfum
og eins eftir þvi, hvar i landinu
er unnið. Þannig er hægt að
vinna sér inn margföld laun
með þvi að starfa i köldustu og
erfiðustu héruðum Siberiu.
Okkur var tjáð, að meðallaun
ófaglærðs verkafólks væru um
125 rúblur á mánuði. Meðallaun
verkafólks og skrifstofufólks
saman mun hins vegar vera um
150 rúblur. Ýmsar aðrar stéttir
hafa hins vegar betri laun.
Þannig er talið, að bændur hafi
um 300 rúblur á mánuði að með-
altali. Prófessorar við háskóla
geta hins vegar haft allt að 500
rúblur á mánuði.
Þegar litiö er til þess fyrir
hverju þessi laun duga, þá verð-
ur að hafa I huga, að fjölmargt
það, sem kostar fjármuni á
vesturlöndum, er ókeypis. Þetta
á við um ýmsa félagslega þjón-
ustu, læknisþjónustu, menntun
og annað þess háttar.
Skattgreiðslur eru einnig mun
minni en við eigum að venjast.
Lægstu launin sleppa alveg við
skatt, en skattur mun annars al-
mennt vera 8—10% af launum.
VERÐLAG er ákveðið af
rikisvaldinu, og þess vegna
þekkist gamalkunna verðbólgan
okkar ekki I Sovétrikjunum. Þar
er t.d. hægt að kaupa benslnlitr-
ann á 4—9 kópeka (það eru 100
kópekar i rúblunni, og ein og
hálf rúbla jafngildir nokkurn
veginn einum bandarískum
dal), mismunandi eftir oktan-
fjölda.
Almenningssamgöngur eru
einnig mjög fullkomnar, t.d. i
Moskvu, þar sem skipulag neð-
anjarðarlestanna hefur hlotið
almenna viðurkenningu. Það
kostar 5 kópeka að fara með
lestinni hvert um borgina sem
er. Leigubifreiðar eru einnig til-
tölulega ódýrar: kilómetra-
gjaldið er 10 kópekar. Leigubif-
reiðar, eins og flest annað, eru i
eigu rikisins.
BYGGING IBUÐARHUSA
hefur verið gifurleg á undan-
fömum árum, en samt hefur
ekki tekist að anna eftirspurn-
inni. Þetta kemur bæði til af þvi,
hversu lélegur húsakosturinn
var fyrir, og þeirri miklu fjölg-
un, sem átt hefur sér stað I
borgum landsins á undanförn-
um áratugum.
Sovétmenn segja, að á siðasta
rúma áratugnum hafi um helm-
ingur sovéskra borgara flutt I
nýjar Ibúðir. Þær eru að sjálf-
sögðu mjög mismunandi að út-
liti og gæðum. Skemmtilegustu
nýju Ibúðarhverfin, sem ég sá,
Krá nýju borgarhverfi i Vilnius, höfuðborg Litháen.
voru í Vilnius, höfuðborg Lithá-
en. Þar hafa á undanförnum ár-
um verið reist nokkur ný hverfi,
hvert með 40—50 þúsund ibúa.
Öll þessi hús eru verksmiðju-
framleidd, en samt sem áður
fjölbreytileg að stærð og lögun.
Sérstök áhersla er lögð á að
nýju hverfin falli sem best að
landinu og náttúrunni, og öll
helstu þjónustufyrirtæki eru þar
til staðar. Þessi ibúðarhverfi
voru til fyrirmyndar hvað útlit
snerti.
Stærð þeirra ibúða, sem
sovéskar fjölskyldur fá, fer eftir
fjölskyldustæröinni. Þar er miö-
að við ákveðinn fermetrafjölda
gólfflatar á einstakling, en i
þeim útreikningi er einungis
mældur gólfflötur herbergja, en
eldhúsi, þvottahúsiog ööru sliku
sleppt.
Að meðaltali mun nettógólf-
flötur á einstakling vera 11,2
fermetrar, en þetta er þó mis-
jafnt eftir landsvæðum. Þannig
er talan aöeins 9 fermetrar i
rússneska lýðveldinu, en t.d.
13,6 fermetrar i úkrainu.
Húsaleigan er mjög lág. I
nýju hverfunum i Vilnius t.d.,
var hún 12 kópekar á fermetra.
Almennt mun kostnaður við
húsnæði, þ.e. leiga, ljós og hiti,
ekki fara fram úr 4—5% af út-
gjöldum meðalfjölskyldu.
VÖRUURVAL i verslunum
var mun meira heldur en búast
mátti við af frásögnum ýmissa
aðila, og fjölbreytni, t.d. i fatn-
aði, meiri. Hins vegar er ljóst,
að ekki er um að ræða jafn mik-
ið úrval I þessum efnum og viða
á vesturlöndum. Athyglisvert
var þó, að nokkur munur virtist
vera á vöruúrvali og yfirbragði
öllu annars vegar i Moskvu og
hins vegar I Litháen. Virtist mér
að f Litháen væri „vestrænna”
yfirbragð að þessu leyti.
Eitt af þvi, sem panta þarf
með hálfs til eins árs fyrirvara i
Sovétrlkjunum, eru fólksbif-
reiðar. Sovétmenn framleiða
ýmsar tegundir bifreiða, eins og
Islendingar þekkja vel. Verð á
Moskvits-bifreið mun nú vera
4000—4500 rúblur, en Volga er
helmingi dýrari eða svo: kostar
um 9000 rúblur.
Það var athyglisvert að sjá,
að þar sem almenningssam-
göngutæki eru bæði vel skipu-
lögð og ódýr, þá leggja margir
fólksbifreiðum sinum yfir vet-
urinn. Þau voru ófá bflastæðin,
þar sem fólksbifreiðarnar stóðu
i röðum, og höfðu eigendur
þeirra breitt vel og vandlega yf-
ir þær. Þannig eru þær geymdar
til vorsins.
EKKI ER AÐ EFA, að veru-
leg áhersla er lögð á það á
vinnustöðum, að launþegar skili
sem bestum afköstum. Fram-
leiðslan fer fram i samræmi við
sérstakar fimm ára áætlanir.
Þar er gert ráð fyrir ákveönu
framleiðslumagni hverrar
verksmiðju. Mikil áhersla er
siðan lögð á það, að verksmiðj-
urnar standist þessa áætlun, og
helst að þær fari fram úr áætl-
uninni.
í þessu skyni er mikil áhersla
lögð á svonefnda „sósialistiska
samkeppni”. Hún er á flestum
sviðum atvinnulifsins. Sam-
keppni er um afköst og gæði
milli einstakra verkamanna, er
stunda sama starf, milli ein-
stakra deilda innan verksmiðj-
anna, og milli verksmiðja i
sömu grein, svo dæmi séu
nefnd. Yfirleitt er skýrt frá niö-
urstööu samkeppni milli ein-
staklinga i verksmiðju i hverj-
um mánuði, en ársfjórðungs-
lega I samkeppni milli verk-
smiðjudeilda og verksmiöja.
Þeir, sem sigra i þessari sam-
keppni hverju sinni, fá ekki að-
eins upphefð fyrir, heldur einnig
fjárhagslega umbun, eða bónus
og ókeypis dvöl i vinsælum sum-
arbúðum I sumarleyfi sinu.
Hin ýmsu samtök, sem starfa
i hverri verksmiðju, svo sem
verkalýðsfélagið, flokksdeildin
og fylkingardeildin, miða starf
sitt aö þvi er virðist að verulegu
leyti við að hvetja til sem
mestra afkasta og bestra gæða
framleiðslunnar. Er ekki að efa,
að þar sé stundum um veruleg-
an þrýsting að ræða.
t SUMARLEYFUM sinum
fara launþegar að þvi er virðist
mjög mikið I ýmiss konar sum-
arbúöir, sem bæði verksmiðjur
og félagasamtök reka. Sumar-
leyfi manna er annars nokkuð
mismunandi langt. Lágmarks
sumarleyfi mun vera fjórar vik-
ur. Sumar stéttir, t.d. prófessor
ar viö háskólana, hafa 5—6
vikna sumarleyfi. Og þeir, sem
starfa i norðurhéruðum lands-
ins við erfiðar aðstæöur, fá sér
stakt þriggja mánaða sumar-
leyfi’annað hvort ár, og halda þá
yfirleitt suöur i sólina við
Svartahafið.
Óskar Líndal
Arnfinnsson:
Fyrir siðustu alþingiskosn-
ingar var vist enginn flokkur
jafn róttækur i málflutningi og
Framsóknarflokkurinn. Það
urðu þvi mörgum mikil og sár
vonbrigði, þegar ólafur
Framsókn
Jóhannesson fór að mynda
stjórn fyir sjálft ihaldið,
höfuöandstæöing samvinnu-
stefnunnar. Svo kemur það i
ljós, að núverandi rikisstjórn
ætlar að verða mjög verka-
lýðsfjandsamleg. Þetta striðir
algjörlega á móti stefnu og
starfsaðferðum siðustu
stjórnar, sem Ólafur veitti
forystu En þetta sýnir okkur
Framhald ó bls. 7.
^ ^ ^ ^ ^ ^ ^ ^ ^