Ný þjóðmál - 04.03.1975, Qupperneq 5

Ný þjóðmál - 04.03.1975, Qupperneq 5
NÝ ÞJÓÐMÁL NN VERÐ UR ÚTILOKUÐ Steinunn Finnbogadóttir — Jú. I hvert sinn sem borgarstjóri eöa skrifstofu- stjóri hans hefur átt aö kveöja mig til starfs sem vara- borgarfulltrúa hefur það verið gert. Það liggur i augum uppi, að maður hættir ekki á einum degi að hafa áhuga fyrir þeim málum, sem hefur verið brenn- andi áhugamál manns um langa hrið. Það er svo margt i borgar- málum Reykjavikur, sem hefur vakið áhuga minn. Þar er margt til fyrirmyndar, en aðrir hlutir á annan veg en skyldi að minu á- liti, og ég mun nota hvert tæki- færi sem mér gefst til að vinna að framgangi þeirra mála. Þótt mér hafi ekki enn á þessu kjör- timabili gefist tækifæri til þess i borgarstjórn, þá getur orðið á þvi breyting, að öllu eðlilegu. En svo ég nefni aískipti min af borgarmálum undanfarið, þá er þess að geta, að nýlega var haldin borgarmálakynning, sem stóð i tvo daga, og tók ég þátt i henni, en hún er haldin að tilhlutan borgarstjóra fyrir aðalfulltrúa og varafulltrúa i borgarstjórn. Auk erindaflutn- ing um málaflokka borgarinnar af hendi embættismanna er far- ið i heimsókn i borgarstofnanir og þær skoðaðar, en forstöðu- menn gera grein fyrir aðstöðu þeirra og fjárhag. Og þá kemur glöggt fram hvar skórinn kreppir. Þetta er að minni hyggju mjög vel ráðið. Eftir þessa kynningu hef ég mikið hugsaðum það, sem fram kom á Borgarspitalanum, um hversu brýnt er að hefja sem fyrst byggingu B-álmu Borgar- spitalans, sem mjög hefur verið rætt um, og átti að vera fyrir langlegusjúklinga. Einnig hef ég velt þvl mikið fyrir mér, hversu nauðsynlegt er að hafa skipulegri handleiðslu með til- liti til þjóðfélagsþarfa I sam- bandi við menntunarmál. Og þá hef ég I huga hinn tilfinnanlega skort á sjúkraþjálfurum og tal- kennurum, svo ég nefni dæmi, en hleypi mér ekki að öðru leyti inn á þau mál að sinni, enda eru þau viðamikil. Þarf sameiginlegt átak gegn áfengis- bölinu Þá efndi Félagsmálaráð Reykjavikur til ráðstefnu um starfsemi Félagsmálastofnunar Reykjavikurborgar I byrjun febrúar, og stjórnaði formaður ráðsins, Markús örn Antonsson, henni. Þangað voru boöaðir aðal- og varamenn i borgar- stjórn ásamt embættismönnum stofnunarinnar og nokkrum fleirum, sem sérstaklega fjalla um þessi mál. Mér er ekki kunnugt um, að áður hafi verið efnt til slikrar ráðstefnu, en tel, að hún hafi verið mjög þörf og tekist vel. Þar kom ýmis fróðleikur fram i ræðum manna og i svörum við fyrirspurnum. Eins og ég sagði, þá fannst mér vel takast til með ráðstefn- una, og tel að af henni megi draga þann lærdóm, að áfengis- vandamálið sé svo mikilvæg or- sök flestra þeirra vandamála, sem hæst bera hjá stofnuninni, að ástæða væri til að kalla sam- an alla þá aðiia hér i Reykja- vikurborg, sem eru kjörnir til að fjalla um þau mál, eða eru á- hugamenn um áfengisvarnir, til sameiginlegs átaks og reyna að sameina þann fjölda ráða og nefnda, sem um þessi mál fjalla, i einn hóp, undir einn hatt. Það væri án efa vænlegra til þess að ná einhvers staðar taki á vandamálinu. Þessu sjón- armiði kom ég á framfæri á ráð- stefnunni, og formaður Félags- málaráðs gat þess i lok fundar- ins, að hann teldi viðræður þess- ara aðila æskilegar. — En þú telur hugsanlegt, Steinunn, að breyting verði á starfsaðstöðu þinni I borgar- stjórn? — Já, það tel ég hugsanlegt. Fyrsti varamaður i borgar- stjórn verður alltaf að vera þvi viðbúinn að vera kvaddur til fundarsetu, og það er ég að sjálfsögðu. Borgarfulltrúi J-list- ans hefur ekki flutt tillögur I borgarstjórn sem fulltrúi SFV, sem hann þó er, og annað af tvennu hlýtur að gerast: að hann taki það að sér, svo sem honum ber, eða gefi fulltrúa samstarfsflokksins i kosningun- um möguleika á málflutningi i borgarstjórn, — sagði Steinunn að lokum. 4 SIGLUFIRÐI Afram blómlegt atvinnullf engin má vinnu missa Þar sem kaupið fyrir þessa ágætu vinnu dugir engan veginn hjá þeim lægst launuðu, þá gæti botninn litið svona út börnin við bara sendum i hið búkonur svangar má kyssa. Það kemur heldur einkenni- lega fyrir sjónir (eða eyru) ef stórminnkandi kaupmáttur þorra almennings er til þess fallinn að tryggja áfram fulla óskerta atvinnu. Hvað verður um alla þá, sem einmitt eiga at- vinnu sina undir getu þessa fólks til framkvæmda og eigna- aukningar af öllu sköpuðu tagi? Ætlar ríkið að taka það undir sinn verndarvæng og skaffa þvi trygga og góða atvinnu á sama tima og dregið er stórlega úr öllum framkvæmdum rikisins. Þetta er spurning, sem, brennur á vörum manna, ogt ef ekki verður gert stórt átak til’rétt- ingar þeirri launaskerðingu, sem átt hefur sér stað, fær að svara sér sjálf með stórkostlegu atvinnuleysi meðal þjóðarinnar. Nú er svo komið að rikis- stjórninni duga ekki tuttugu og fjórar klukkustundir i sólar- hring til leitar að öllum tiltæk- um ráðum við að traðka niöur kjarasamninga og bæta meiri og meiri byrðum á hinn al- menna daglaunamann, sem þegar hefur ekki bolmagn til að veita sér og fjölskyldu sinni brýnustu nauðsynjar svo að mannsæmandi sé. Nú er svo komið, að lægstlaunuðu þegnar þessa lands geta ekki lifað. Það, sem hefur bjargað þessu fólki undanfarin ár, er mikil at- vinna, meiri en hægt er að þola i landi, sem á að heita velmeg- unarþjóð. Mismunur launa milli þeirra hæst launuðu og hinna lægst launuðu getur ekki gengið lengur, hann verður að minnka hvað sem hver segir. Þeir sem hæstlaunaðir eru verða að taka á sig meiri byrðar I þeim vanda, sem nú blasir við. Misræmið i siðustu kjara- samningum milli stétta átti og verður að laga. Það var öllum sem hlut áttu að máli til stórrar skammar, og stjórn landsins þá til niðurlægingar, og stjórnin sem nú situr er þar litlu betur sett, þvi þar sitja menn, sem sáu hversu alvarlegt mál var á ferð og lögðu fram tillögur i frumvarpsformi, sem fólu i sér niðurskurð á öllum hækkunum, sem fóru yfir 20 prósent eða þar um bil, en fylgdu þvi ekki fast eftir eins og þeim bar skylda til. Herða þarf stórlega eftirlit með þvi að menn dragi ekki tekjur undan skatti og þyngja viðurlög við þeim ósóma, sem stundaður er fyrir opnum augum almenn- ings og stjórnvalda þindarlaust óátalið, og jafnvel talið sjálfsagt sem sjálfsbjargarviðleitni. Til stjórnmálamanna mætti segja þetta: Hættið að stjórna þessu landi eftir pólitiskum duttlungum og eiginhagsmuna- stefnum. Reynið heldur að hugsa um land og lýð sem heild og aö þetta er allt fólk, sem hef- Framhald á bls. 7. IIISI §|§g§ 5W® lil! SIIi 1111 1111 ISIS i|i .... ÚTVARPSRÁÐ: Síðasta áskorun til Vilhjálms bar ekki árangur í siðustu viku var samþykkt breyting á út- varpslögunum, sem m.a. fól i sér, að umboð núverandi útvarpsráðs var fellt niður. Hefur aöförin að útvarpsráði þvi verið fullkomnuð, en nýtt ráð verður væntanlega kjörið í þvssari viku. Á mánudag i siðustu viku fór fram lokaumræða um máli á þingi. Við þá umræðu talaði ein- ungis Magnús Torfi ölafs- son, sem vakti m.a. athygli á þvi, að nú- verandi mennta- malaráðherra, Vilhjálmur Hjálmarsson, héldi þvi statt og stöðugt fram, að eini tilgangur hans með frumvarpinu væri að breyta reglunni um kjörtimabil útvarpsráðsrekki væri um póli- tiska aðför að núverandi meiri- hluta i útvarpsráði að ræða. Magnús benti Vilhjálmi á, aðj hann hefði nú gott tækifæri til að < sanna öllum, að þetta væri; raunverulega þannig vaxið. Það : gæti hann gert með þvi að draga 1 frumvarpið nú til baka, en í leggja það fram að nýju næsta j haust, þegár kjörtimabil núver-i andi útvarpsráðs rynni út. Mál-1 ið væri nú ótvirætt tengt allt j öðrum sjónarmiðum, en ráð-( herra teldi að væri orsök þess, og þvi gæti hann með þessum j hætti tekið af all in vsfa um til- gang sinn með 'rumxarpinu. Menntamálaráðherra varð1 ekki við þessari áskorun1 Magnúsar Torfa. A tkvæðagreiðsla n Það var hins vegar ekki fyrr | en á fimmtudag að atkvæða- greiðsla fór fram, enda fór þing- tfminn i siðustu viku einkum I deilur um söluskattshækkunina og jöfnun á húsahitunarkostn- 1 aði. Við lokaatkvæðagreiðsluna |var frumvarpið um breytingu á j útvarpslögunum samþykkt með atkvæðum allra stjórnarþing- jmanna, nema þeirra Jóns Skaftasonar og Ingvars Gisla- sonar, sem höfðu lýst þvi yfir . áður, að þeir myndu ekki standa aö þeim pólitisku ofsóknum, sem I frumvarpinu fælist. Stjórnarandstæðingar voru allir : á móti. Aður fór fram atkvæða- greiðsia um breytingartillögu frá Magnúsi Kjartanssyni, sem var efnislega samhljóða tillögu < sem Magnús Torfi ólafsson og j Kjartan ólafsson fluttu við 2. j umræðu málsins í neðri deild: þ.e. að starfsmenn erlendra I sendiráða eða fjölþjóðasam- taka, sem nytu forréttinda að Is-; lenskum lögum, skyldu ekki | kjörgengir I útvarpsráð. Þessa tillögu studdu allir þingmenn j Alþýðubandalagsins og Sam-Í takanna i deildinni, en kratar j sátu hjá og eins eftirtaldir : stjórnarþingmenn: Ellert B. Schram, Ingvar Gislason, Jón j Skaftason, Sigurlaug Bjarna- dóttir og Stefán Valgeirsson. Aörir þingmenn greiddu at- kvæði á móti breytingartillög- j unni. Hvernig mun nýja útvarpsráðið líta út? Telja má vist, að nýtt út- varpsráð verði kjörið í þessari viku. Og hvernig mun það lita út? Um það ganga ýmiss konar sögusagnir, og sumar að sjálf- sögðu áreiðanlegri en aðrar. Vitað er að Þórarinn Þórarinsson hefur allt frá þvi hann ýtti þessu máli úr höfn, á- samt öfgasinnuðum sálufélög- um sinum hjá gamla ihaldinu, lagt á það ofurkapp að hljóta formennskuna i útvarpsráöi. Allir vita að visu, að hann hefur engan tima til að sinna þvi, frekar en sumu öðru sem hann hefur hlaðið á sig eins og skrautmunum á jólatré á und- anförnum árum, en það er eins og honum sé ekki sjálfrátt að þessu leyti. Aðrir foringjar i Framsóknarflokknum telja þann kost helstan við að setja Þórarinn i formannssætið, að þar með sé alla vega tryggt að flokkspólitiskt mat verði lagt á alla hluti hjá rikisútvarpinu, en það er kappsmál þeirra um þessar mundir. Hins vegar eru ekki allir eins ánægðir með þetta, og hafa þvi komið fram fleiri hugmyndir innan þingflokks Framsóknar- flokksins. Um tima var af sum- um talið eðlilegt, að örlygui Hálfdánarson.sem setið hefur i útvarpsráði að undanförnu, hlyti formennskuna, en það var fljótlega kveðið niður, þvi ör- lygur var kenndur við vinstri- mennsku hér fyrir fjöldamörg- um árum, og slikt gleymist seint hjá ráðamönnum Framsóknar- flokksins. Þá hefur einnig verið bent á Heimi Hannesson, sem var einn af 170-menningunum og þvi á „réttum” stað i flokkn- um. En allt bendir til þess að Þórarinn fái sitt fram. Má þvi ætla, að Þórarinn og Örlygur siti i ráðinu fyrir Framsóknarflokkinn. Hjá Sjálfstæðisflokknum virð- ist ljóst, að Magnús Þórðarson starfsmaður NATO, verði einn af þremur aðalmönnum flokks ins i ráðinu. Hinir verða senni lega Davið Oddsson og Gunnai G. Schram, sem skrifað hefur mikiö um málefni útvarpsins i aðalmálgagn Sjálfstæðisflokks- ins aö undanförnu svona til að undirbúa jarðveginn. Hins veg- ar er mikil og óútkljáð orusta háð um það, hvor þeirra, Magn- ús eða Gunnar, eigi að hljóta varaformennskuna. Stjórnarandstaðan mun vænt- anlega hafa einungis 2 af 7 út- varpsráösmönnum. Það þýðir i reynd, að i hinu nýja útvarps- ráði sem aö sögn menntamála- ráðherra á að „endurspegla” stöðuna á Alþingi, mun einn stjórnmálaflokkur, sem hefur fulltrúa á þinginu, engan full- trúa eiga.

x

Ný þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný þjóðmál
https://timarit.is/publication/553

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.