Ný þjóðmál - 04.03.1975, Qupperneq 7
iN Y ÞJÓÐMÁL
7
Um samninginn við Danska hreingerningafélagið
IÞAGUHVERRA?
Þann 27. nóvember 1974
birtust auglýsing i Þjóðviljan-
um frá Det Danske Rengörings
Selskab a.s., sem auglýsti eftir
lager- og skrifstofuhúsnæði og
framkvæmdastjóra. En þegar
þann 10. nóvember höfðu
samningar við danska hrein-
gerningafélagið verið undir-
ritaðir fyrir hönd Verkamanns-
sambands Islands og hins
danska verktakafélags, að
tilskyldu samþykki félaga.
I þágu hverra var verkalýðs-
forystan að vinna, þegar hún
undirritaði samninginn við
danska hreingerningafélagið?
Hver er ávinningurinn fyrir
okkur Islendinga að fá útlenda
yfirboðara með skeiðklukku til
að reka islenskt verkafólk
áfram? Er ekki augljóst að
þetta danska fyrirtæki ætlar sér
að græða á vinnu islensk
láglaunafólks? Hver önnur
getur ástæðan verið fyrir áhuga
dananna á atvinnurekstri hér á
landi? Og hvert fer gróðinn?
Sllk verktakafélög þrælskipu-
leggja og timamæla hvert
handtak og hverja hreyfingu
upp á brot úr sekúndu til að fá
sem mesta vinnu út úr starfs-
fólkinu. í öðrum löndum hefur
reynslan sýnt, að þegar verk-
takafélög af þessu tagi taka að
sér hreingerningar eykst vinnu-
hraðinn, vinnuskilyrði versna
og samskipti fólks á vinnustað
verða ópersónulegri. Roskið og
vinnulúið fólk getur ekki til
lengdar haldið sama vinnu-
hraða og ungt og hraust fólk og
verður þvi oft að hætta störfum
við þessi skilyrði.
Það er staðreynd, að hér á
landi vinna einmitt margar
rosknar konur við ræstingar.
Þess konur eiga af ýmsum
ástæðum oft ekki völ á annarri
vinnu.
Er hagsmunum þessa stóra
hóps innan verkalýðs-
hreyfingarinnar betur borgið
með þessum samningum?
Erum við Islendingar ekki
lengur einfærir um að sjá um
hreingerningar okkar sjálfir án
milligöngu útlendinga og hver
eru eiginlega þau rök, sem gætu
réttíætt hana?
Þau hafa enn ekki heyrst,
hvorki frá verkalýðsforustunni
né öðrum.
Aðstaða og vinnuskilyrði eru
öðru visi hér i okkar fámenna
þjóðélagi, samskipti fólks meiri
og persónulegri en á hinum fjöl-
mennu vinnustöðum i útlöndum,
þar sem verkafólkið er nafn-
laus fjöldi og vinnuharka meiri
en við eigum að venjast. Starfs-
reglur, Kafli E. 8. gr. og Kafli A
3. gr. sjálfs samningsins bera
greinilega vott um þetta. f
starfsreglunum stendur m.a.:
2. gr. Starfsmenn skulu koma
kurteislega fram við viðskipta-
vini félagsins og ræða ekki við
þá önnur málefni en starf þeirra
krefst. 4. gr. Sima viðskiptavin-
arins má aðeins nota, ef starfið
krefst þess. ll.gr. Þegar félagið
telur nauðsynlegt og gefur um
það fyrirmæli, skulu starfs-
menn tilkynna skrifstofu
félagsins um komu- og brott-
farartlma.
1 samningnum sjálfum
stendur i Kafla E. 8. gr.: Mæti
starfsmaður ekki til vinnu i
meira en þrjá daga hvort sem
það stafar af veikindum eða
öðrum orsökum, án þess að
tilkynna Danska hreingerninga-
félaginu h/f um fjarveru sina,
er litið svo á, að starfsmaðurinn
sé ekki lengur i vinnu hjá
félaginu.
Kafli A. 3. gr. Danska hrein-
gerningafélagið h/f (DDRS
A/S) hefur rétt til þess að
ákveða vinnutima, vinnustað og
tegund vinnu.
Margumræddur samningur
hefst á þessum orðum:
,,Á meðan þessi samningur er
I gildi, má enginn þeirra, sem
undirrita hann eða þeir, sem hjá
þeim eru ráðnir eða félags-
menn, hvorki einn og einn né
fleiri saman reyna með
nokkrum hætti, ljóst eða leynt,
að vinna gegn ákvæðum hans
eða knýja fram neinar
breytingar á honum”.
Hverra hag er verið að
tryggja, þegar slik ákvæði eru
samþykkt?
Hvers vegna snýst verkalýðs-
forystan ekki til varnar gegn
erlendri ásælni á islenskum
vinnumarkaði?
Má ef til vill eiga von á að
fleiri erlendir atvinnurekendur
af svipuðu tagi fái fagnandi
móttökur hér á landi i framtið-
inni?
Er ekki full ástæða til þess að
staldra við og ihuga vandlega
þessa sérstæðu samningagerð?
F.h. Febrúarstarfshóps
Rauðsokka
Rannveig Jónsdóttir
Erla E. Ársælsdóttir
Guðrún Friðgeirsdóttir
Eining
Framhald af bls 8.
10 útfararstyrkir. Rétt er að
geta þess, að sérstakt reikn-
ingshald er fyrir ólafsfjarðar-
deild og eru reikningar þeirrar
deildar fyrir utan þær tölur,
sem hér eru nefndar.”
Olíuhitun
Framhald af bls. 1.
næsta ári, en veita afgangstekj-
unum til annarra hluta.
Þá sagði Karvel, að Alþingi
gæti varla vikið sér undan að
gera sérstaka leiðréttingu
vegna þess gifurlega vanda-
máls, sem þessi hitunar-
kostnaður væri hjá elli- og
örorkulifeyrisþegum. Það væri
lágmark að sinu mati að styrkur
þeirra yrði hækkaður i að vera
tvöfaldur hinn almenni styrk-
ur.
Gifurlegur baggi
Karvel lagði i ræðu sinni á það
áherslu, að það ætti að vera ský-
laus skylda stjórnvalda, hver
sem þau væru, að gera ráð-
stafanir til þess að minnka
verulega þennan geigvænlega
kostnað þess fólks, sem verður
að hita hús sin með oliu. Það
væri vissulega mikil ábyrgð,
sem þeir menn bæru, sem
treystu sér til þess að rétta upp
hendi og greiða atkvæði sliku
óréttlæti sem rikisstj. virtist
stefna a? II"'’n hét þvi á þing-
menn au geia oci grein fyrir
vandamálinu, gera sér grein
fyrir þvi, að hér væri um svo
stóran og þungan bagga á
einstaklingum úti á landi að
ræða, að þeir gætu ekki risið
undir honum, og yrði þvi að
koma til liðs við þá mun meira
en gert væri ráð fyrir.
Auglýsið í
Nýjum
Þjóðmálum
Munið að
greiða
,,gíróseðlana”
— Ný Þjóðmál
Óskar
Framhald af bls. 3.
vinstrimönnum, að Framsókn
er enginn vinstriflokkur,
heldur vændiskona i islensk-
um stjórnmálum.
Það sem Framsókn taldi
óhæfu meðan vinstristjórnin
fór með völd, er nú talið sjálf-
sagt og jafnvel nauðsynlegt.
Flokkur, sem þannig leikur
tveimur skjöldum i islensku
stjórnmálalifi, hefur og á ekki
að hafa neinn tilverurétt.
Það er þvi skylda hvers
einasta framsóknarmanns,
sem er og vill vera hollur hinni
upprunalegu stefnu Fram-
sóknarflokksins, að sýna
núverandi flokksforystu að
það verður ekki lengur þolað,
aö flokkur samvinnustefnu
þjóni i einu og öllu undir
ihalds-og heildsalaöflin i þjóð-
félaginu. Þvi verða allir sam-
vinnu- og jafnaðarmenn að
sameinast undir merkjum
S.F.V., og umfram allt að gera
sigur SFV sem stærstan i
næstu kosningum.
Óskar Lindal Arnfinsson
Samtökin í Arnessýslu:
Skipuleggja
flokksstarfið
Á laugardaginn
héldu nokkrir trún-
aðannenn Samtakanna
i Árnessýslu fund á Sel-
fossi til þess að vinna
að skipulagningu
flokksstarfsins á svæð-
inu. Var ákveðið að
halda sérstakan fund i
byrjun april, þar sem
ákvarðanir yrðu teknar
um skipulagslega upp-
byggingu flokksstarf-
seminnar.
Auk heimamanna mættu á
fundinum Ólafur Ragnar
Grimsson, formaður fram-
kvæmdastjórnar Samtakanna,
og Friðgeir Björnsson, sem
einnig á sæti i framkvæmda-
stjórninni.
Arnór Karlsson, bóndi, setti
fundinn og stjórnaði honum.
Auk umræðna um flokksstarf
Samtakanna i Árnessýslu og
heppilegasta skipulagslega
uppbygginu þess var rætt um
stjórnmálin almennt og stöðu
Samtakanna, og um blaðaút-
gáfu og annað útbreiðslustarf
flokksins.
Kjörin var þriggja manna
nefnd til að undirbúa fund
stuöningsmanna Samtakanna i
Árnessýslu i byrjun april. I
nefndinni eiga sæti Arnór Karls-
son, Guðmundur Wiium
og Sigurveig Sigurðardóttir,
Laugavatni.
Laun þingmanna
Framhald af bls 8.
2. FRAMTALSSKYLDAN
Þingmenn þurfa ekki að gera grein fyrir neinum greiðslum frá
Alþingi á skattskýrslu sinni, nema laununum sjálfum. Þá hljóta
þeir fæðispeninga og ferðakostnað vegna freðalaga innan kjör-
dæmis án þess að þurfa að sýna fram á, að þessum peningum hafi
verið eytt til þeirra hluta, sem til er ætlast. Telja ýmsir, að þing-
menn ættu að fá slikar greiðslur samkvæmt reikningum, og að eðli-
legt væri að þeim bæri að skýra frá þeim á skattskýrslu, þótt það
hefði engin áhrif á skatta þeirra. Þingmenn svara þvi m.a. til, að
þessi greiðsla dugi ekki fyrir útlögðum kostnaði, og þvi væri hætta á
að þessar greiðslur yrðu enn hærri, ef það kæmist i vana að þing-
menn legðu inn reikninga fyrir kostnaði sinum i þessu efni.
3. ÞINGMENN í NÁGRENNI REYKJAVÍKUR
Þingmenn, sem búa t.d. i Kópavogi, Mosfellssveit eða Hafnar-
firði, hljóta sömu styrki og þingmenn úr öðrum landsfjórð-
ungum. Þar sem fæðispeningar og húsaleigustyrkur er til kominn
vegna þess, að ýmsir þingmenn utan af landi þurfa að halda uppi
tveimur heimilum, þá þykir mörgum þetta furðulegt. Sumir þing-
menn sé það mikiö, að þeir geti oft ekki farið heim til sin I mat, þótt
stutt sé að fara.
4. FERÐAKOSTNAÐUR REYKVÍKINGA
Þingmenn Reykjavikur hljóta, eins og aðrir þingmenn, 200.000 á
ári til þess að ferðast innan kjördæmis, þ.e. i Reykjavik. Þessi
greiðsla er hin sama til allra þingmanna, þótt aðstæður séu mjög
mismunandi, og þótt I lögunum um þingfararkaup segi: „Heimilt er
að hafa upphæðina misháa eftir kjördæmum”. Margir þingmenn
eru sammála þvi, að þetta þurfi að endurskoða, og hafa stuðning
þennan misjafnan eftir kjördæmum. Þingmenn Reykvikinga, sem
fara á fundi úti á landi, fá ferðakostnað greiddan af þinginu.
Auk þessara atriða, sem deilt er um, þá hefur það einnig vakið
ádeilu, að greiðslur tii þingmanna vegna húsaieigu, ferðalaga og
fæðiskostnaðar skyldu hækkaðar um 20% i lok októbermánaðar á
sama tima og stjórnarmeirihlutinn á þingi stóð að verulegri
skerðingu á kjörum alis almennings I landinu.
Bréf
Framhald af 5. siðu.
ur sama rétt til lifs á grundvelli
lágmarksafkomu miöað viö
kröfur dagsins i dag.
Og vegna þess hve stjórn-
málamönnum er gjarnt að
þakka sér sjálfum velmegun,
sem við og við sér dagsins ljós
meöal landsmanna, ætla ég að
ljúka þessu með orðum indverj-
ans, sem nú stundar sjó-
mennsku á islenskum togara:
„Það er ekkert skrítið hvað
islendingar hafa það gott, þeir
vinna svo svakalega mikið.”
vinntngar
Á föstudag er síóasti endurnýjunardagurinn.