Ný þjóðmál - 16.12.1975, Síða 3

Ný þjóðmál - 16.12.1975, Síða 3
ÞRIÐJUDAGURINN 16. DESEMBER 1975 NÝ ÞJÓÐMÁL o o Útgefandi: Samtök frjálslyndra og vinstri manna Framkvæmdastjóri: Hjörtur Hjartarson Ritstjóri og ábm.: Elías Snæland Jónsson Ritnefnd: Einar Ilannesson, Andrés Kristjánsson, Vésteinn Ólafsson og Kristján Bersi Ólafsson. Aösetur ritstjóra: Vonarstræti 8, simi 12002 Afgreiðslá: Ingólfsstræti 18, simi 19920, Pósthólf 1141 Prentun: Blaöaprent h.f. Fjáriögin fyrir 1976 100%hærri en ífyrra Mikilvægar tillögur s tofna na nefndar Á tímum vinstristjórnarinnar var svonefnd Stofnana- nefnd skipuð, en hún hafði það verkefni ,,að kanna staðarval ríkisstofnana og athuga, hverjar breytingar koma helst til greina í því ef ni", eins og það var orðað í skipunarbréfinu. Formaður nefndarinnar var Ölafur Ragnar Grímsson. Þessi nefnd hefur nú skilað ítarlegu áliti, þar sem m.a. eru gerðar tillögur um víðtækan flutning ríkisstofnana út á landsbyggðina. í áliti nef ndarinnar er gerð grein f yrir þeim markmið- um, sem að er stefnt með tillögum nefndarinnar um flutning ríkisstofnana. Þessum markmiðum er skipt i eftirfarandi 10 liði: 1. Stofnanaflutningur sé liður i almennum byggðaþró- unaraðgerðum. 2. Stofnanaf lutningur dragi úr miðstýringu, stuðli að dreifingu valds og leiði til aukins lýðræðis. 3. Stofnanaflutningur jafni aðstöðu þegnanna um allt land til að njóta þjónustu ríkisins. 4. Stofnanaflutningur leiði til f jölgunar íbúa lands- byggðarinnar og dragi úr þenslu höfuðborgarsvæðis- ins. 5. Stofnanaflutningur leiði til jafnari dreifingar at- vinnutækifæraum landið með þvi að skapa sérmennt- uðu fólki starfsgrundvöll utan Reykjavíkur. 6. Stofnanaflutningur styrki efnahagskerfi einstakra landshluta með þvi að auka viðskipti og fram- kvæmdir innan þeirra og fjármagnstreymi frá mið- stöðvarsjóðum ríkiskerfisins. 7. Stofnanaflutningur dragi úrhúsnæðiskröfum imið- bæjarhverfum Reykjavíkur og geri þannig skipu- lagsvanda höfuðborgarinnar á þvi sviði minni en ella. 8. Stofnanaflutningur leið ekki til lakari virkni stjórn- kerfisins heldur stuðli að meiri hæfni og betri þjón- ustu einstakra hluta þess. 10. Stofnna flutningur hafi aðeins minniháttar kostnað arauka í för með sér fyrir einstakar stofnanir og helst meiri hagkvæmni fyrir þjóðarheildina vegna ó- dýrari og fljótvirkari samskipta þegnanna við rfkis kerf ið. Með þessi markmið í huga gerir nefndin tillögur um margháttaðan flutning ríkisstofnana. I fyrsta lagi, að 25 stofnanir verði fluttar í heild frá höfuðborgarsvæðinu. Þar er m.a. um að ræða ýmsar stofnanir á sviði landbúnaðar og orkumála og nokkrir sérskólar. ^ I öðru lagi, að nokkrar deildir ríkisstofnana f lytji út á land, en þar er einkum um að ræða visinda- og rann- sóknadeildir. í þriðja lagi, að36 stofnanir komi á fót sérstökum úti- búum utan höf uðborgarsvæðisins. Hér er um margskon- ar stofnanir að ræða, og er hugmynd nefndarinnar sú að aðalstjórn þessara stofnana verði áfram á einum stað, en að útibú hverrar stof nunar myndi útbreislunet í viðkomandi byggðalögum á svipaðan hátt og á sér nú þegar stað varðandi bankakerfið. í fjórða lagi, að ýmsar stofnanir, sem nú þegar hafa útibú úti á landi, efli útibúastarfsemi sína þar. Nefndin leggur einnig fram ábendingar um hvenær hún telur,að tillögur hennar um f lutninga gætu komið til framkvæmda og er þar miðað við þrjú tímabil, sem spanna yfir árabilið 1977 til 1982. Á það er bent, að ekki sé ráðlegt að hef ja framkvæmdir fyrr en á árinu 1977, þar sem nota þurf i tímann þangað til m.a. til umræðna á opinberum vettvangi um málið, lagasetningar, aðlög- unar starfsfólks og almenns undirbúnings, en nefndin leggur sérstaka áherslu á það í bréfi til forsætisráð- herra, sem fylgir nefndarálitinu, að viðtækar opinberar umræður um tillögugerðina séu forsendur fyrir árang- ursríkum aðgerðum á þessu sviði. Flutningur rikisstofnana út á landsbyggðina er mikil vægur liður i baráttunni gegn hinni geigvænlegu byggða- röskun í landinu. Þess vegna hljóta allir, sem vinna vilja að framgangi byggðastefnunnar, að leggja á það mikla áherslu á komandi misserum, að i þessu efni verði ekki\\ látið sitja við orðin tóm. Framhald af bls. 1 fulltr. þeirrar stofnunar hafi set- ið fundi nefndarinnar, en það var regla áður. Við afgreiðslu fjárlaga þessa árs voru útgjöld á rekstrarliðnum þanin langt umfram verðlags- hækkun og fjárlagaútgjöld i heild hækkuð meir en nokkru sinni hafði áður þekkst, Til þess að ná endum saman voru lántökur stórauknar og tekjuhlið áætluð af algeru óaun- sæi og auðsærri óskhyggju. Var ljóst að ekkert samhengi var milli kjaraskeröingarstefnu rikis- stjórnarinnar og ætlunar.um tekj- ur af neyslusköttum. Hinar gífur- legu hækkanir rekstrarútgjalda og stórauknar lántökur gengu þvert gegn þvi loforði rikisstjórn- arinnar að hamla gegn verð- bólguþróun og að styrkja fjárhag rikissjóðs. Það var ljóst, að ætti að takast að afla rikissjóði tekna til að standa undir risahækkun fjárlagaársins 1975 varð rikis- stjórnin i raun að kynda undir verðbólgu. Það var lika óspart gert. Þegar eftir siðustu áramót kom i ljós að spilaborg fjárlagaaf- greiðslunnar var hrunin, og öllum erkunnugt um til hverra ráða var þá gripið: gengislækkun, hækkun innflutningsgjalda á bifreiðum, hækkun verðs á tóbaki og áfengi, lögfesting 12% vörugjalds. Þess- ar ráöstafanir byggðust á þvi að láta hverja einingu seldrar vöru skila hærri fjárhæð en áður i neysluskatta til rikissjóös, þegar reynslan sýndi að veltan hafði verið stórlega ofmetin. T.d. var við afgreiðslu fjárl. gert ráö fyrir innflutningi 6 þús. bifreiöa eða riflega 70 meira magni en veröur i reynd. Þessar aðgeröir til aö pina inn i ríkissjóö tekjur til aö standa undir risahækkun Utgjalda á fjárlögum þessa árs kyntu stórlega undir veröbólgunni og rýröu enn kjör iaunþega, en þær dugöu þó ekki til þess aö tryggja hallalausan rekstur rikissjóös. Þrátt fyrir niöurskurö á útgjöld- um ríkissjóös um 2.000 millj. kr. aö langmestu leyti framlögum til verklegra framkvæmda og sjóöa mun greiösluhalli ríkissjóös á þessu ári nema allt aö 4.000 millj. kr. Þessi upphæö er um 5 sinnum hærri en spáð er i fjárlagafrv., sem lagt var fram i okt., og sýnir þaö með öðru hæfni þeirra, seni bera ábvrgð á fjármálum rikisins. Aigert stjórnleysi I innflutnings- og gjaldeyrismálum veldur á þessu ári riflega 20 þús. millj. kr. viö- skiptahalla og stórfelldri skuida- aukningu erlendis. Fám dögum eftir aö stjórnvöld lýsa yfir þvi, aö skuldasöfnunin sé oröin svo blöskrunarleg, aö ekki sé unnt aö ganga lengra i þvf efni, er skýrt frá stærstu erlendri lántöku í sögu þjóöarinnar, 7.000 millj. kr. er- Íendu neysluláni, sem tekiö er til þess aö unnt sé aö halda áfram al- geru stjórnleysi i notkun erlends gjaldeyris. í fjárhagsáætlunum fyrir næsta ár er síðan gert ráð fyrir þvi, að afleiðingar þessarar stefnu verði 14-16 þús. millj. kr. viðskiptahalli á næsta ári, og i skýrslu Þjóð- hagsstofnunar 28. nóv. s.l. segir, að viðskiptahallinn verði „svo mikill að gera verður ráð fyrir mjög miklu innstreymi erlends lánsfjár á næsta ári.” Þetta eru afleiðingarnar af stefnu hægri stjórnarinnar, sem hefur viö stefnumótun látið hagc- muni innflytjenda og annarra gróðaafla ráða ferðinni alger- lega. Við afgreiðslu fyrstu fjárlaga hægri stjórnarinnar var áætluð skattheimta rikissjóös hækkuð um 63.2% frá fjárlögum ársins 1974 eða 50% meira en nam verð- lagsbreytingum á undanfarandi ári. Útgjöld hækkuðu I heild um 60.5%, einstakir þættir þó enn meir, t.d. hækkuðu liðirnir önnur rekstrargjöld um 86.2%. Til við- bótar þessari stórfelldu hækkun er I fjárlagafrv. fyrir árið 1976 gert ráð fyrir riílega fimmtungs- hækkun heildarútgjalda til við- bótar, þannig að fjárlög næsta árs verða 100% hærri en fjárlög árins 1974. Breytingar á einstökum þáttum i fjárlagafr v. eru i sömu átt og við slðústu fjárlagaafgreiðslu : rekstrarliðirnir hækka hlutfalls- lega meir en heildarútgjöldin. Liðirnir önnur rekstrargjöld I A- og B-hluta hækka um 37% og vextir um 66% og nema vextir á næsta ári 4.080 millj. kr. A hinn bóginn lækkar enn raungildi verklegra framkvæmda, og nú er sérstaklega stefnt að þvi einnig að draga úr félagslegum réttind- Karvel Pálmason um almennings með niðurskurði á fjárveitingum til almanna- trygginga. Þrátt fyrir þessar aðgeröir, lækkun raungildis fjárveitinga til verklegra framkvæmda og trygg- ingarmála, minnkar ekki hluti rikisútgjalda I heild miðað við þjóðarframleiðslu. Vegna út- þenslu rekstrarliða minnkar ekki þáttur heildarútgjalda rikisins og skattheimtu þess i þjóöarbú- skapnum. Þetta er beinlinis viðurkennt i grg. fjárlagafrv., þar sem segir á bls. 164, að fjárlaga- frv. feli f sér. „svipað magn rikisútgjalda eða óbreytt rikisút- gjöld á föstu verðlagi milli ár- anna 1975 og 1976”. Þrátt fyrir óbreytt heildarút- gjöld á föstu verðlagi skera stjórnarflokkarnir stórlega niður mikilvægustu framkvæmdaliði og félagslega þjónustu vegna þess, hversu rekstrarliðirnir hafa þan- ist út i stjórnartið þeirra. Aðaleinkenni fjárlagaaf- greiðslu hægri stjórnarinnar eru þvi þau, að rikisútgjöld i heild verða fyllilega sama hlutfall þjóöarframleiðslu og áður, en verulegar breytingar verða milli einstakra þátta, þar sem jákvæð- ustu þættirnir eru skornir niður til að mæta útþenslunni á rekstrar- liðunum. Sú útþensla stafar ekki sist af stefnu rikisstjc'.-'arinnar: Gengislækkunum, luskatts- hækkunum, vaxtahækkunum og álagningu vörugjalds, en þær nei- kvæðu ráðstafanir hafa haft sömu áhrif á verðbólguna og olia á eld. Þrátt fyrir að hlutfallslega minna fé sé nú varið til verklegra framkvæmda en áður, eru þær i rikara mæli en nokkru sinni fyrr fjármagnaðar með lánsfé, eða sem svarar 56.8 hundraðshlutum, og erlendar lántökur skv. fjár- lagafrv. eru áætlaðar 12 sinnum hærri en árið 1974. 1 nál. er naumast rúm til að rekja hver þróun hefu- orðið i fjárveitingum til einstakra mála- flokka i fjárlögum eftir tilkomu núv. ri'kisstjórnar, höfuðeinkenn- in: stóraukning rekstrarliða, en minnkun raungildis fjárveitinga til verklegra framkvæmda hafa verið dregin fram. Ástæða er til að geta þess, að einungis riflega 500 millj. kr. verður varið til nýrra framkvæmda i öðrum höfn- um en landshöfnum, en fjárveit- ing hefði þurft að vera um 1.300 millj. kr. á næsta ári til þess að framkv. væru i árslok orðnar i samræmi við þá 4 ára áætlún um hafnargerðir, sem lögð var fyrir Alþingi s.l. vor. A sama tima og þessi stórfelldi niðurskurður hef- ur átt sér stað tvö ár í röð, hafa þarfirnar á sérstöku átaki i hafn- arframkvæmdum orðið brýnni en nokkru sinni fyrr vegna tilkomu nýs flota skuttogara, sem dreifst hefur á mjög margar hafnir á landinu. Við skiptingu fjár til byggingar grunnskóla er við það miðað, að enginn aðili, sem hefur á fyrri fjárlögum haft fjárveitingu til undirbúnings, megi hefja fram- kvæmdir á næsta ári, og svo til hið sama gildir um fjárveitingar til framkvæmda i heilbrigðismál- um. Með þeim fjárveitingum, sem fyrirhugaðar eru til byggingar i- þróttamannvirkja, er algerlega sett úr skorðum sú áætlun sem i gildi hefur verið siðan 1973 um framkvæmdir i þessum mála- flokki. Vanskilaskuldir rikissjóðs við sveitarfélög og iþróttasamtök munu þvi hlaðast upp að nýju, og fáist ekki hækkuð framlög til þessara framkvæmda mun skuld rikissjóðs við fyrrgreinda aðila vegna iþróttamannvirkja nema um 76millj. kr. þegar á næsta ári. Með stefnu rikisstjórnarinnar i þessum málum, svo stórfelldum niðurskurði nauðsynlegustu framkvæmdaþátta, er enginn vandi leystur, heldur er honum safnað upp og hann mun knýja á af vaxandi þunga á næstu árum. Getuleysi rikisstjórnarinnar að rækja það hlutverk stjórnvalda að tryggja framgang brýnustu samfélagslegu framkvæmda á rætur i verðbólgustefnu hennar. Neikvæðar ráðstafanir i efna- hagsmálum hafa valdið slikri út- þenslu rekstrarliða, að þeir gleypa það fjármagn sem rikis- sjóður er látinn innheimta af landsmönnum. Auösæja mögu- leika til að afla meira fjár til nauðsynlegustu framkvæmda með skattíagningu á gróðafyrir- tæki, sem engan tekjuskatt borga, fæst rikisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar hins vegar ekki til að nota. Gróðaöflin i þjóðfélaginu heimta frjálsa ráðstöfun gjald- eyrisins, forgang einkaaðila til fjárfestingar og til vinnuafls i landinu og sem mest frelsi undan skattgreiðslum til rikisins i sam- eiginlegar þarfir landsmanna. Sýnt hefur verið fram á að hundr- uð gróðafyrirtækja i Reykjavik. sem hafa i veltu þúsundir milljóna króna, greiða alls enga tekjuskatta. I stað þess að láta þessa aðila greiða skatta til rikis- ins a.m.k. til jafns við aðra, grip- ur hægri stjórnin til ráða. sem eru henni geðþekkari. Þegar stórnleysið I efnahags- málum og einkum i fjármálum rikisins kreppir að rikisstjórnar- flokkunum við fjárlagagerð og af- leiðingar óstjórnarinnar koma fram i stórfelldri útþenslu rekstr- arliða i rikisbúskapnum. gripa stjórnarflokkarnir til ráða sem eru hægri flokkum nærtæk.: 1. Niðurskurðar nauðsynlegustu samfélagslegra framkvæmda. sem hvað mest bitnar á almenn- ingi úti á landsbyggðinni. 2. Skerðingar á bótum al- mannnatrygginga. 3. Lækkunar á niðurgreiðslum á verði brýnustu matvara. en sú ráðstöfun bitnar harðast á lif- eyrisþegum og barnafjölskyld um. Þetta eru dæmigerðar aðgerðir hægri flokka og koma i kjölfar vaxandi krafna svæsnustu hægri sinna i landinu um að dregið verði úr þætti rikisins i framkvæmdum oguppbyggingu og i félagsmálum á þann hátt. sem gert hefur verið i tið núv. rikisstjórnar. Það fer ekki milli mála hverjir ráða ferð- inni. Vist er. að þeir aðilar i Sjálf- stæðisflokknum og Framsóknar- flokknum. sem best ná saman um þá hægri stefnu. sem nú er fylgt. miða engan veginn við það. að hér verði einungis um timabundin úr- ræði að ræða, heldur varanlegar aðgerðir meðan hægri stjórnin hefur völdin. Þess vegna er það brýnasta hagsmunamál launa- fólks i landinu að völdum núv. rikisstjórnar verði hnekkt sem fvrst.

x

Ný þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný þjóðmál
https://timarit.is/publication/553

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.