Ný þjóðmál - 16.12.1975, Blaðsíða 6

Ný þjóðmál - 16.12.1975, Blaðsíða 6
6 NÝ ÞJÓÐMÁL ÞRIÐJUDAGURINN 16. DESEMBER 1975 KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS MB BORGAR SIG AÐ VERZLAI Vegna þess að Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis gætir eingöngu hagsmuna viðskiptavina sinna. Aldrei of langt í næstu KRON-búð. Góöanótt Það er ætíð óvarlegt að geyma peninga eða aðra fjármuni í misjafnlega traust- um geymslum, - hvort sem þær eru í heimahúsum eða á vinnustað. Með næturhólfum veitir Landsbankinn yöur þjónustu, sem er algjörlega óháð afgreiðslutíma bankans. Þjónusta þessi hentar bæði fyrirtækjum og einstakling- um; gerir yður mögulegt aö annast bankaviðskipti á þeim tima sólarhringsins, sem yður hentar best; sparar yður fyrirhöfn; tryggir yöur trausta og örugga geymslu á fé og fjármunum. Kynnið yður þjónustu Landsbankans. argus Styrkir til náms við lýðháskóla eða menntaskóla í Noregi Norsk stjórnvöld bjóða fram nokkra styrki handa erlend- um ungmennum til námsdvalar við norska lýðháskóla eða menntaskóla skólaárið 1976-77. Er hér um að ræða styrki úr sjóði sem stofnaður var 8. mai 1970 til minningar um að 25 ár voru liðin frá þvi að norðmenn endurheimtu frelsi sitt og eru styrkir þessir boðnir fram i mörgum löndum. Ekki er vitað fyrirfram hvort nokkur styrkjanna kemur i hlut islendinga. Styrkfjárhæðin á að nægja fyrir fæði, húsnæði, bókakaup- um og einhverjum vasapeningum. Umsækjendur skulu eigi vera yngri en 18 ára og ganga þeir að öðru jöfnu fyrir sem geta lagt fram gögn um starfsreynslu á sviði félags- eða menningarmála. Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamála- ráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 10. janúar 1976. — Sérstök umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 2. desember 1975. Aðgerðir ráðamanna í Danmörku og Noregi þ Sjálfsstjórn ein getur b ingu og tungu grænlen Samar, eða lappar, eins og þeir eru oftast kallaðir erlendis, eiga sér langa sögu að baki. Þegar rómverski sagnfræðingurinn Cornelius Tacitus fjallar árið 98 um veiðimannaþjóð, sem hann nefnir fenni, i verki sinu, „Germania”, þá er vart um að villast, að þar er hann að tala um forfeður núlifandi sama. Og i sögunnar rás hafa fjöl- margir þekktir höfundar ritað um þennan sérkennilega þjóðflokk, sem hefur tekist, þrátt fyrir lifskjör sem flestir evrópumenn eiga vafa- laust erfitt með að gera sér grein fyrir, að halda velli sem sérstakur þjóðflokkur með eigin menningu og eigið tungumál, sem er mjög ólfkt þeim málum sem töluð eru af meirihluta Ibúa viðkomandi landa. Sem dæmi má nefna, að danski sagnaþulurinn Saxo Grammaticus ritaði um samana um aldamótin 1200, og Jiinn þekkti danski málvisindamaður Rasmus Rask, prófessor, fjallaði á árunum 1787- 1832 um uppruna tungumáls sam- anna. Móðurmál 40.000 manna þjóðar Samiska tungumálið er um þess- ar mundir móðurmál um 40.000 manna i fjórum löndum — þar af ca. 22.000 i Noregi, 10.000 I Sviþjóð, 4.000 i Finnl. og 3—4000 i Sovét- rikjunum (á Kolaskaga). Það tilheyrir finnsk-úrgiskum málum, eins og t.d. finnska og ungverska. Samanborið við indóevrópsku tungumálin er samisk tunga frem- ur orðfá. En á þeim sviðum, þar sem samar hafa haft þörf fyrir orð- gnótt til að lýsa náið aðstæðum, hlutum eöa stöðu mála, er um fjöl- breytilegt orðaval að ræða. Sem dæmi um þetta má nefna, að þeir samar, sem lifa af hreindýrarækt, hafa innan norðursamisku málýsk- unnar meira en 400 orð sem þýða „hreindýr” — allt eftir lit dýrsins, aldri, eiginleikum o.s.frv. Einnig hafa þeir mikið úrval orða um allt sem viðvikur veðurfari og lands- lagi. Eðlilega hafa samarnir orðið fyrir áhrifum frá nágrenni sinu og tekið upp margvisleg orð úr málum þeirra þjóða, sem umhverfis þá hafa búið á liðnum öldum. Enda er það svo, að i samiska málinu er um fjölda slikra orða að ræða úr nor- rænum málum og rússnesku. En þrátt fyrir mikinn þrýsting frá þeim tungumálum, sem töluð eru allt i kringum þá, tókst sömun- um að varðveita sitt sérstæða tungumál sem talmál. Það var hins vegar fyrst um miðja átjándu öld, sem prófessor Knud Leem lagði grundvöllinn að bókmáli samanna, og fyrir nokkrum árum siðan, eða 1947, varð sameiginlegt norður- samiskt bókmál fyrir Noreg og Svi- þjóð loks að veruleika. Samanburöur viö Grænland Ef þróun tungumála og menning- ar sama og grænlendinga er borin saman, koma i ljós svo mörg sameiginleg einkenni, að saman- burðarrannsókn á kjörum þessara þjóða og framtiðarmöguleikum ætti að vera bæði gagnleg og nauð- synleg. Hér verður aðeins minnst á örfá atriði sliks samanburðar. Þær fjölmörgu athuganir, sem gerðar hafa verið af fornleifafræð- ingum og mannfræðingum, sýna glögglega að búseta hefur verið á Grænlandi i um 4000 ár. Hins vegar hefur ekki verið um óslitna þróun að ræða allan þennan tima, og er þvi eðlilegt að taðnæmast við árið 1000 eða þar um bil, en talið er, að um það ley ti hafi sfðustu meirihátt- ar fólksflutningar eskimóa til Grænlands átt sér stað. Þessir eskimóar, sem kenndir eru við svo- nefnda Thule-menningu, eru forfeður grænléndinga samtimans. Þótt grænlendingar hafi, vegna hinnar miklu f jarlægðar frá öðrum löndum, verið mun einangraðri en samar, þá hafa þeir engu að siður orðið fyrir miklum áhrifum frá evrópumönnum. Sérstaklega hafa þó hvalveiðimenn, sem fyrr á öld- um stunduðu veiðar i stórum stil meðfram ströndum Grænlands, skilið eftir sig djúp spor. Af þessum ástæðum eru eiginieg- ir eskimóar tiltölulega fáir á Norð- ur- og Austur-Grænlandi. Um þess- ar mundir eru grænlendingar — og þá er átt við þá, sem eru fæddir og búsettir i Grænlandi — um 40.000 talsins — þ.e. nokkurn veginn jafn- margir og samarnir. Þrir fjórðu hlutar Grænlendinga búa i tiltölulega fáum bæjum, þannig að aðeins um þriðjungur þeirra hefst við i hinum dreifðu byggðum. Tungumál grænlendinga Tungumál grænlendinga, græn- lenskan, er hvað uppbyggingu snertir gjörsamlega frábrugðin öll- um öðrum tungumálum en eski- móamálum. Reyndar er hún austurgrein þeirra eksimóamála, sem ibúar heimskautasvæðanna allt frá Siberiu og austur yfir norðurhluta Alaska og Kanada til Grænlands tala. Þrátt fyrir þær miklu fjarlægðir, sem þarna eru á milli hinna ýmsu hópa, er skyld- leikinn milli málýska eskimóa aug- ljós við samanburð. Það tungumál sem talað er á Vestur-Grænlandi, felur á sama hátt og tungumál sama i sér hug- myndaheim, sem endurspeglar menningararf horfinna kynslóða. Tungumálið er aðlagað umhverf- inu og á vissan hátt bundinn þvi. Að sjálfsögðu hefur grænlenskan, eins og tungumál sama, bætt við sig ýmsum tökuorðum, og fer þeim reyndar fjölgandi dag frá degi. Hér er þó fyrst og fremst um að ræða orð yfir margvisleg tæknileg hug- tök. Það var Poul Egede, sonur trúboðans Hans Egede, sem gerði fyrs-tur manna tilraun til að skrá málfræði grænlenskunnar. Þetta var um miðja átjándu öld. 50 árum siðar hélt Otto Fabricius þessu verki áfram, en það féll þó fyrst og fremst I hlut Samuels Kleinschm- idts að þróa bókmál Grænlendinga og skrá fyrstu sjálfstæðu græn- lensku málfræðina. Þetta gerði hann um miðja siðustu öld. Fyrstu samvkiptin Athuganir sýna að báðar þessar þjóðir — grænlendinga og samar — komu fram sem tiltölulega sterkur aðili i fyrstu samskiptum sinum við vestræna menningu, og áttu þvi þá auðvelt með að standa gegn utan- aðkomandi áhrifum. Frásagnir af fundum eskimóa og vikinga á suðurhluta Grænlands undir lok 10. aldar eru velþekktar. Vart verður nokkurn tima ljóst, hver örlög afkomendur hinna nor- ræna vikinga hlutu, en alla vega er ljóst, að menning eskimóa var nægilega sterk til þess að standa gegn áhrifum, sem hefðu getað haft afgerandi áhrif á þróun mála á Grænlandi. Til er skráð heimild frá sama tima, þ.e. vikingatimanum, um kynni sama i Norður-Noregi af norðmönnum. Stórbóndinn Óttar frá Hálogalandi skrifaði um þessi tengsl i bréfi til Alfreðs mikla Eng- landskonungs. Þar segir hann, að hann sé sá norðmaður, sem búið hafi lengst i norðri, og þar hafi hánn á ferðum sinum hitt sama- þjóðflokk fiskimanna og veiði- manna. Hann kom sér fljótlega i viðskiptasambönd við þá. Þau viðskipti voru norska bóndanum mjög i vil, og það reyndar svo að' hann talar beinlinis um skatt- greiðslur þeirra til sin i þvi sam- bandi. Enda kemur það skýrt i ljós, P . . - Landsráð Grænlands kemur saman ef saga sama er skoðuð, að þeir hafa verið arðrændir langtum meira en dæmi eru til um úr sögu grænlendinga. Gjörbreytt aðstaða Þegar litið er yfir farinn veg sið- ustu aldirnar og skoðuð sú aðstaða, sem móðurmál þessara tveggja minnihlutahópa hafa búið við, má draga þá ályktun, að um hægfara þróun i átt til eflingar málanna, þar á meðal með tilkomu bókmáls, hafi verið að ræða, og að hvati þeirrar framþróunar hafi oft á tiðum verið áhugi ábyrgra erlendra mál- visindamanna og trúboða. En á okkar timum búa þessi minnihlutatungumál i Finnmörk og Grænlandi við allt aðrar aðstæður. 1 kjölfar iðnvæðingar Noregs og Danmerkur, sem m.a. ieiddi al- mennt tilbættra lifskjara, kom efl- ing menntakerfis landanna. Meiri- hlutahópar þessara landa gerðu kröfur til þess að fá aðild að þeim möguleikum, sem árangursrikt langskólanám veitti. Bilið milli meirihlutans og minnihlutans breikkaði mjög, og skömmu eftir siðari heimsstyrjöldina varð ljóst, að á milli þessara tveggja hópa var komin breið gjá bæði hvað menntun og lifskjör snerti. I báðum löndunum varð ráðamönnum ljóst, að ekki væri til lengdar hægt að neita minnihlutanum um aðild að hraðvaxandi velmegun, og á þess- um tima voru þvi teknar ákvarðan- ir, jafnt i Danmörku sem Noregi, sem næstu tuttugu árin reyndust hafa i för með sér hörmulegar af- leiðingar fyrir minnihlutahópana. Þeir sérfræðingar og stjórnmála- menn, sem tóku ákvarðanirnar um þessa meðvituðu stefnubreyt- ingu gagnvart minnihlutahópun- um, voru allir mótaðir af þvi vaxtarþjóðfélagi, sem þeir bjuggu i. Þeir lögðu þvi gildismati þess þjóðfélags til grundvallar, þegar þeir tóku ákvarðanir sinar. Það er athyglisvert, að i hvorugu landinu virðist ráðamönnum hafa til hugar komið — að minnsta kosti ekki til að byrja með þegar mikilvægustu ákvarðanirnar voru teknar — að leita álits hjá fulltrúum þessara kyrrstöðuþjóðfélaga, sem þá voru, þótt meðal beggja þjóðarbrotanna væru menn, sem hefðu getað sagt

x

Ný þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný þjóðmál
https://timarit.is/publication/553

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.