Ný þjóðmál - 16.12.1975, Side 4
4
NÝ ÞJÓÐMÁL
ÞRIÐJUDAGURINN 16. DESEMBER 1975
Hlýog
falleg bók...
Þrtna'ir fy/flri/xwff
Það ereitthvaðsem
Það er eitthvað sem enginn veit
eftir Þorgeir Þorgeirsson
Bernskuminningar Líneyjar Jó-
hannesdóttur frá Laxamýri eru
fágaetlega kvikar og lifandi
myndir frá horfinni veröld. Hnit-
miðaðar frásagnir og skörp at-
hyglisgáfa bregða birtu yfir ó-
venjulegt mannlíf á höfuðbólinu
Laxamýri í ■ Þingeyjarsýslu og
ættmenn Jóhanns Sigurjónsson-
ar skálds. Þetta er hlý og falleg
bók sem ber vitni um næma
skynjun og djúpar tilfinningar.
Þorgeir Þorgeirsson hefur farið
meistarahöndum um efnivið
sinn. Hann hefur þjappað miklu
efni saman ( knappan og kjarn-
yrtan texta. Honum hefur tekist
að halda í frásögninni yfirbragði
eðlilegs talmáls en gætt hana
um leið þeim eigindum góðs rit-
máls sem gera hana fnarkvissa
og eftirminnilega. Þorgeir held-
ur fullum trúnaði við málfar Lín-
eyjar, sem er sérkennilegt og
blæbrigðaríkt og nær oft skáld-
legri upphafningu.
Þetta er bók sem er allt í senn:
þjóðlífslýsing, safn skemmtilegra
frásagna, einstakar persónulýs-
ingar og meitlaS bókmenntaverk.
iðunn
AÐVÖRUN
um stöðvun atvinnurekstrar vegna
vanskila á söluskatti
Samkvæmt kröfu tollstjórans i Reykjavik
og heimild i lögum nr. 10, 22. mars 1960,
verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja
hér i umdæminu, sem enn skulda sölu-
skatt fyrir júli, ágúst og september 1975,
og nýálagðan söluskatt frá fyrri tima,
stöðvaður, þar til þau hafa gert full skil á
hinum vangreiddu gjöldum, ásamt áfölln-
um dráttarvöxtum og kostnaði. Þeir sem
vilja komast hjá stöðvun, verða að gera
full skil nú þegar til tollstjóraskrifstofunn-
ar við Tryggvagötu.
Lögreglustjórinn i Reykjavik,
4. desember 1975.
Sigurjón Sigurðsson.
Styrkir til
háskólanáms á Italíu
ítölsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau bjóði fram i löndum
sem aðild eiga að Evrópuráðinu fimm styrki til háskóla-
náms á Italiu háskólaárið 1976—77. — Ekki er vitað fyrir-
fram hvort einhver þessara styrkja muni koma i hlut
islendinga. — Styrkir þessir eru eingöngu ætlaðir til
framhaldsnáms við háskóla og eru veittir til 12 mánaða
námsdvalar. Styrkfjárhæðin er 150.000 lirur á mánuði, auk
ferðakostnaðar til og frá Italiu.
Umsækjendur skulu hafa góða þekkingu á ensku eöa
frönsku, eigi vera eldri en 35 ára og skulu hafa lokið há-
skólaprófi áður en styrktimabil hefst.
Umsóknir um styrki þessa skulu sendar menntamála-
ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 5. janúar
1976. Sérstök umsóknareyöublöð fást i ráöuneytinu.-
Menntamálaráöuneytið,
9. desember 1975.
Nefndin telury að framkvæmu megi tillögur
25 stofnanir
starfsemi frá
en 36 stofnanir komi á fót
Fyrsti hluti nefndarálitsins er
sögulegt yfirlit yfir þróun is-
lenska stjórnkerfisins : hvernig
og á hve margslunginn hátt
Reykjavik varð miðstöð þess.
Auk Alþingis, embættiskerfis,
dómstóla og fáeinna mennta-
stofnana sem komu til sögunnar
á siöustu öld, býr nú i borginni
fjölþætt samansafn stjórnstofn-
ana, banka og annarra fjár-
málastofnana, höfuðstöðva
hagsmunasamtaka og stjóm-
málaflokka, fjölmiðla, mennta-
og menningarstofnana, auk
þess hefur þjóðhöfðingi þar
skrifstofu. Allir höfuðþættir nú-
tima stjómkerfis eru fyrst og
fremst tengdir Reykjavik.
Lokaskeið sjálfstæðisstjórn-
málanna og þjóðfélagsþróunin,
sem I senn hefur verið orsök og
afleiðing stéttastjórnmálanna,
fela i sér meginörlagavalda
þessarar skipunar. Almenn lýs-
ing á sögulegri þróun og núver-
andi gerð stjórnkerfisins leiðir I
ljós að nokkrir mikilvægir mið-
stöðvarþættir eru utan hins
formlega rikiskerfis. Mið-
stöðvarsess Reykjavikur er
grundvallaður á fl. en aðsetri
opinberra stofnana. Hagsmuna-
samtökin, stjórnmálaflokkam-
ir, nokkur hluti fjölmiðla og
fjármálastofnana eru utan hins
formlega rikiskerfis. Þótt hér sé
um að ræða mikilvæga þætti i
stjórnkerfi landsins hefur rikis-
valdið ekki rétt til að ákveða að-
setur þeirra. Aðeins sá hluti
stjórnkerfisins sem er innan
hins eiginlega valdsviðs rikisins
— Alþingi, stjórnarráð og
stjórnstofnanir, þjóðhöfðingi,
dómstólar, menntastofananir,
menningarstofnanir, opinberir
fjölmiðlar og f jármálastofnanir
— telst til viðfangsefnis
nefndarinnar. Það er hins vegar
nauðsynlegt að leggja áherslu á
að flutningur rikisstofnana get-
ur aðeins haft takmörkuð áhrif
á miðstýringu stjórnkerfisins,
ef þeir þættir þess sem eru utan
valdsviðs rikisins eru áfram
jafnbundnir Reykjavik. Um leið
og nefndin birtir tillögur um
staðarval opinberra stofnana er
vakin sérstök athygli á þætti
stjórnmálaflokka, hagsmuna-
samtaka, fjölmiðla og fjár-
málastofnana i miðstöðvarupp-
byggingu Reykjavikur. Eigi að
draga verulega úr miðstýringu
islenska stjórnkerfisins verða
þessir aðilar einnig að koma tii
sögunnar með breyttum starfs-
háttum og nýju skipulagi.
Skýrgreining
rikisstofnana
1 öðrum hluta nefndarálitsins
er fjallað um stofnanaflutning
á almennan hátt og þannig lagð-
ur grundvöllur að hinni eigin-
iegu tillögugerð. Með tilliti til
viðfangsefnisins hefur nefndin
skýrgreint þær rikisstofnanir
sem hún tekur til meðferðar
þannig að rikisstofnun sé skipu-
lagsleg heild með eigin starfs-
liði og (a) tilheyri formlega
valdsviði Alþingis, rikisstjórnar
eða ráðuneytis, eða (b) sé fjár-
mögnuð að verulegu leyti af
opinberu fé þótt stjórn hennar
sé formlega i höndum annarra
eða fleiri aðila. Nefndin hefur
kynnt sér 243 stofnanir og
stofnanategundir og teljast 157
þeirra fullnægja skýrgreiningu
nefndarinnar og forsendum
varðandi núverandi staðsetn-
ingu, þ.e. eru ekki utan Reykja-
vikur, erlendis eða tilheyra eðli-
legri umdæmaskipun landsins.
Nefndin fylgir þeirri forsendu
að stofnanir sem nú eru utan
Reykjavikur skuli vera áfram á
sama stað. Nefndin tók þvi ein-
ungis til meðferðar flutning
rikisstofnana frá Reykjavik.
Nefndin lagði ennfremur núver-
andi rikiskerfi til grundvallar
og tók þvi ekki afstöðu til þess
hvort leggja bæri stofnanir nið-
ur eða sameina þær. Hún fjall-
aði ekki heldur um væntanlegar
eða llklegar nýjar stofnanir.
Nefndin skipaði þeim stofnun-
um sem hún athugaði i átta
flokk: A) Aðalstjórnstofnanir,
B) Stjórnstofnanir, C) Fjár-
málastofnanir, D) Þjónustu-
stofnanir, E) Menntar.tofnanir,
F) Menningarstofnanir, G)
Rannsóknastofnanir, H) Fyrir-
tæki.
Þrenns konar
möguleikar
Nefndin hefur athugað þrenns
konar möguleika á flutningi
rikisstofnana: 1) Heildarflutn-
ing: stofnunin er öll flutt á einn
stað. 2) Deildaflutning: ein-
stakir hlutar eða deildir stofn-
unar sem hafa vel afmarkað
verksvið eru fluttir til annarra
staða. 3) Otibúastofnun: stofn-
uninni er ætlað að veita lands-
mönnum staðbundna þjónustu
og veröur þvi að starfrækja
sams konar útibú i öllum lands-
hlutum. 1 sumum tilfellum er
ljóst að aðeins ein tegund flutn-
ings kemur til greina en i öðrum
getur verið um tvær eða jafnvel
allar þrjár að ræða.
Nefndingerirgrein fyrir þeim
ástæðum sem liggja að baki al-
mennri tillögugerð um
stofnanaflutning og hvaöa
markmiðum slikar aðgerðir
eiga einkum að þjóna. I sam-
ræmi við þessi atriði og önnur
sem nefndin hefur lagt til
grundvallar hefur hún metið
flutningshæfni þeirra 157 stofn-
ana sem hún tók sérstaklega til
athugunar. Við matið hefur
nefndin eir.kum tekið tillit til
starfsemi og skipulags stofnun-
ar, samsetningar starfsliðs,
húsnæðis stofnunar, kostnaðar
við flutning, áhrifa á ibúafjölg-
un, atvínnulif og menningar-
starfsemi á væntanlegum að-
setursstað, bættrar þjónustu við
almenning, valddreifingar og
heildarvirkni rikiskerfisins.
Við tillögur um staðarval
hafði nefndin einkum i huga að
stærð aöseturs sv æ ðis væ ri i sa m -
ræmi við þarfir og eðli
stofnunarinnar, aðseturssvæðið
gæti veitt þá þjónustu og fyrir-
greiðslu sem stofnunin þyrfti,
að framtiðarvaxtarskilyrði og
skipulagsaðstaða væru fyrir
hendi, samgöngur væru greiðar
ogtíðar, samræmi rikti i staðar-
vali skyldra stofnana, efna-
hagsáhrif stofnana á ótikum
stöðum væru metin og könnuð
ýmis önnur skilyrði árangurs-
riks stofnanaflutnings. Nefndin
bendir á að vandkvæði við
stofnanaflutning verði mun
minni séu skyldar stofnanir
fluttar til sama svæðis og þann-
ig stuðlað að miðstöðvaupp-
byggingu i stjórnkerfinu. Við
staðarval hefur nefndin þvi i
mörgum tilfellum lagt slika
miðstöðvauppbyggingu ti!
grundvallar, t.d. miðstöð land-
búnaðarstofnana, miðstöð orku-
stofnana, miðstöð verk- og
tæknimenntunar, miðstöðvar
útibúa húsnæðis- og skipulags-
stofnana, miðstöðvar útibúa
eftirlitsstofnana.
Svæðaskiptingin
Við staðarval hefur nefndin
lagt til grundvallar ákveðna
svæðaskiptingu sem er miðuð
við hefðbundna umdæmaskipt-
ingu islenskrar stjórnsýslu,
rikjandi samgönguaðstæður,
þéttbýlismyndanir siðustu ára-
tuga og viðhorf heimamanna.
Nefndin greinir á milli þriggja
megintegunda svæða:
A) höfuðborgarsvæðis, B) ná-
grannasvæða þess, C) annarra
svæða. Nefndin hefur sett fram
skrá yfir ibúafjölda hvers
svæðis og bent á þá kosti sem
fjölmennari svæðin, B-svæðin
og um þriðjungur c-svæðanna,
hafa fram yfir fámennari svæð-
in til að taka við meiriháttar
rikisstofnunum. B-svæðin eru:
B1 Borgarfjarðarsvæði, B2 Sei-
fosssvæði, B3 Suðurnesjasvæði.
C-svæðin eru: C1 Snæfellsnes-
svæði, C2 Patreksfjarðarsvæði,
C3 Isafjarðarsvæði, C4 Húna-
flóasvæði, C5 Skagafjarðar-
svæði, C6 Eyjafjarðarsvæði, C7
Þingeyjarsvæði, C8 Austfjarða-
svæði, C9 Hafnarsvæði, C10
Rangárvallasvæði, Cll Vest-
mannaeyjar.
Nefndin fjallar um ýmiss
vandkvæði við flutning rikis-
stofnana, aðgerðir gagnvart
starfsfólki til að auðvelda þvi að
fylgja stofnun til nýrra heim-
kynna, kostnað við stofnana-
flutning og almenn efnahags-
áhrif hans. Nefndin gerir einnig
grein fyrir því hvernig breyttir
samgönguhættir á landi, á sjó
og I lofti hafi þegar og muni enn
frekar i næstu framtið gera
flutning stofnana frá höfuð-
borgarsvæðinu og starfsemi
þeirra utan þess mun auðveld-
ari. 1 lok annars hluta nefndar-
álitsins er lýst störfum sams
konar nefnda á Norðurlöndum
og rakin framkvæmd stofnana-
flutnings i SViþjóð og Noregi.
Beinar tillögur
nefndarinnar
1 þriðja hluta nefndarálitsins
eru tillögur. Þær skiptast i
nokkra flokka: tillögur um
hvaða stofnanir verði áfram i
Reykjavik, tillögur um heildar-
flutning, deildaflutning, útibúa-
stofnun og útibúaeflingu, einnig
eru nokkrar aðrar tillögur.
Þessum tillögum verðurhér lýst
i stórum dráttum. Tölur innan
sviga merkja þau aðseturssvæði
sem lagt er til að verði heim-
kynni, sbr. upptalningu að
framan á B-svæðum og C-svæð-
um, á bls. 130-141 i nefndarálit-
inu er hins vegar að finna skrá
yfir hvernig tillögugerðin i heild
snertir hvert svæði. Kjarninn i
hverjum tillöguflokki er þann-
ig:
1) Nefndin telur eðlilegt og
óhjákvæmilegt aðmargar rikis-
stofananir verði áfram á höfuð-