Ný þjóðmál - 16.12.1975, Side 9

Ný þjóðmál - 16.12.1975, Side 9
8 NÝ ÞJÓÐMÁL Jólin, hátið friðar og ljóss fara i hönd. En að þeim loknum blasir kaldur veruleikinn við. Framundan er erfið og mikilvæg kjarabarátta. Samningar nær allra félagsmanna ASl eru lausir um næstu áramót. Höfuðkrafan er stöðvun verðbólguvaxtar. Reynslan kennir okkur, að ánþess að ráðist sé að rótum meinsins, verður ekki um varanlegar kjara- bætur að ræða. Nú þarf órofa samstöðu launþega gagnvart rikis- valdi og atvinnurekendum. Alþýðusambandið hvetur alla félaga sina til að standa saman og sýna einhug um þær ákvarðanir, sem teknar kunna að verða um verkfallsheimildir og boðanir, ef á þarf að halda. Eining er afl. Gerum það að boðskap jólanna i ár. Gleiðlega hátið, ALÞ ÝÐ USAMBAND ÍSLANDS Brunabótafélag Islands Laugavegi 103 — Sími 2-60-55 I I I I I I I I I I I I RÍKISÚTVARPIÐ óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári ÞRIÐJUDAGU RIN N DESEMBER 1975 ÞRIÐJUDAGURINN 16. DESEMBER 1975 NÝ ÞJÓÐMÁL DÆGRADVOL A JOLAHA TIDINNI DÆGRADVÖL Á JÓLAHÁTÍÐ DÆGRADVÖL Á JÓLAHÁTÍÐINNI DÆGRADVÖL LEPPALÚÐI, GRÝLA OG JÓLASVEINARNIR Margs konar þjóðtrú er á einn eða annan hátt tengd jólunum. Þar eru fyrirferðamestar ann- ars vegar sögurnar um Grýlu og hins vegar um jólasveinana. Sögur um Grýlu hafa lengi verið til, þar sem á hana er m.a. minnst i tslendingasögu Sturlu Þórðarsonar. Hún hefur verið nefnd við þrjá eiginmenn, og er Leppalúði vafalaust þeirra þekktastur á vorum dögum. Ófagrar lýsingar Lýsingarþær, sem fyrir hendi eru á Grýlu, eru ófagrar, og á það reyndar jafnt við um útlit sem innræti. 1 þjóðsögðum Jóns Árnasonar segir, að hún hafi ótal hausa, og þrjú augu i hverju höfði, kart- nögl á hverjum fingri, helblá augu i hnakkanum og horn sem geit, eyru sem lafi ofan á axlir ogséu áföstvið nefið að framan, skegg á höku og tennur, sem séu sem grjót ofanbrunnið. t öðrum lýsingum er enn bætt við, að hvert höfða hennar sé eins stórt og á miðaldra belju, augun séu eins og eldsglóðir, kinnbeinin kolgrá og kjafturinn eins og á tik. Þá hafi hún hrúts- nef, þrútið og blátt og i átján hlykkjum, hart hárstrý, kol- svart og kleprótt, sem nái ofan fyrir kjaft, tvær skögultennur sem nái ofan fyrir höku, sam- vaxin sex eyru sem liggi ofan á læri og séu sauðgrá, og kol- svartar hendur. Ættu þessar lýsingar að gefa nokkra hugmynd um, hversu ó- skemmtileg tilhugsunin um að hitta Grýlu hlýtur að hafa verið á þeim timum er menn i reynd trúðu meira og minna á slikar þjóðsögur. Uppáhaldsmaturinn barnaket í bók sinni, Jól á tslandi, segir Arni Björnsson m.a. svo um starf Grýlu samkvæmt þjóðsög- unum: „Aðaliðja Grýlu er að afla fæðu i hinn óseðjandi maga sjálfrar sin, barna sinna og bónda. Uppáhaldsmatur hennar var barnaket, einkum af óþæg- um börnum, en einnig þá hún fullvaxta menn og raunar flest kjötmeti, sem að kjafti kom, en litið var henni gefið um fiskmeti súpur eða grauta. Hún kemur einkum fyrir jól á þá bæi, þar sem hún hefur heyrt börn hrina og ærslast og angra móður sina. Býðst hún til að losa móðurina við þau, og segir kannski elsku- lega við þau tækifæri: Lengi hef ég þó lagkæn verið Börnunum finnst gaman að fá að vera með i að baka kökuhús og alls konar figúrur úr piparkökudeigi. Þeim finnst gaman að borða kökurnar, en mest gaman finnst þeim að fá áð taka þátt i að baka og skrey ta þær. Hér kemur góð uppskrift að kökuhúsi og figúrum. Það er gott að eiga við þetta deig, og börningeta auðveldlega hjálpað til við að móta kökur úr þvi: 150 gr. púðursykur 250 gr. (1 1/2 dl) sýróp. 150 gr. smjör eða smjörliki, 1 teskeið engifer. 3 tsk. kanill, 1/2 tsk. negull, 2 tsk. natron, 1 egg. 550 gr. hveiti. Bræðið saman sykur, sýrópog smjör. Kryddið og natrónið er hrært Ut i. Þegar þetta er orðið aðeins ylvolgt er eggið hrært út i <0 A W_RJ FYRIR YNGSTU LESEND URNA KATA OG JÓLASVEINNINN Kata var sex ára, þegar þessi saga gerðist. Hún átti heima i litlu þorpi. Fyrir ofan þorpið var fjall. Kötu hafði verið sagt, að jólasveinarnir byggju i fjallinu. Sagan okkar gcrist rétt fyrir jól. Kötu langaði afskaplega mik- ið til að fá hjól i jólagjöf. Einn daginn iagði hún þvi af stað upp til fjalls og hugðist hitta jólasveinana og biðja þá að gcfa sér hjól i jólagjöf. Kata gckk scm leið lá upp frá þorpinu og upp að fjallinu. Það var snjór yfir og Kata hafði klætt sig vel. llún var i lopa- sokkum, lopapcysu, með lopa- vcttlinga og lopahúfu. Hún var i hlýjum siðbuxum og kulda- skóm, svo að henni var ekkert kalt á leiöinni. Það var um hálftima gangur upp að fjallinu. Þegar Kata var komin alla leiö fór hún að lcita að dyrum á fjallinu. Hún gekk og gekk en engar fann hún dyrn- ar. Hún varð heldur vonsvikin. llún héll aftur heim á leið. Þcgar hún var komin langt á- leiðis heim skall á dimm hrið og Kata vissi, að ef hún héldi á- fram gæti hún villst. Ilún mundi, að pabbi hennar og mamma höfðu sagt henni, að ef hún settist niður i snjó mætti hún aldrei sofna. Kata gróf sér snjóhús og þar fékk hún skjól fyrir veðrinu. Ilún borðaöi súkkulaðistykki, sem hún hafði með sér. Svo hamaðist hún viö að búa til snjóabolta, scm hún hlóð upp i snjóhúsinu. Hún var farin að verða syf juð, þegar hún sá, að hriðin var hætt. Hún flýtti sér þvi út úr snjóhús- inu og sá Ijós I litlu húsi rétt hjá sþr. Kata gekk áleiðis að húsinu. En það var lengra i burtu en hcnni hafði sýnst og þegar hún barði að dyrum var hún orðin mjög þrcytt. Til dyranna kom gamnll mað- ur með grátt inikið skegg. Hann var i rauðri ullarpeysu. Kata sagði: — Ert þú jóla- svcinn? fcg cr búin að leita að þér uppi i fjallinu. Þegar Kata liafði sagt þctta datt hún niður af þreytu. Gamli maðurinn tók hana upp og lagði hana niður i sófa og vafði utan um hana hlýtt teppi. Eflir stutta stund rankaöi Kata við sér. Þá gaf gamli maöurinn henni hcita mjólk að drckka og kjöt- að hugga og þagga hrinu börnin. En væru börnin þæg og iðin við að læra var þýðingarlaust fyrir Grýlu að ætla að ná þeim. Þvi er likast sem Grýla eins og vaxi upp úr öllum þeim for- ynjusæg, sem á ferðum var i myrkrinu og sérstaklega um jólin, likt og tákn eðá samnefn- ari alls hins ljótasta og ógurleg- asta, sem orðið hafi til i hugar- heimi manna. Kemur manni i hug, auk margs annars, böm loka, Fernisúlfur, Miðgarðs- ormur og Hel. En talsvert ætt- armót má þó sjá með henni og nokkrum stallsystrum hennar i nágrannalöndunum.” Jólasveinarnir — börn Grýlu Jólasveinarnir eru i fyrstu skráðu heimildum taldir böm Grýlu og Leppalúða. Þeir voru reyndar hinir verstu óknytta- menn til að byrja með en hafa mjög breyst i meðförum eftir þvi sem timar hafa liðið. Jólasveinarnir eru ýmist tald- ir niu eða 13, eins og alkunnugt er úr ýmsum jólasveinavisum. Nöfn jólasveinanna hafa einn- ig verið nokkuð mismunandi, en elstu nöfnin munu vera þessi og siðan hveitið. Deigið er hnoðað og látiö biða i 1 klst, eða til næsta dags. Deigið er siðan flatt út ca. 1/2 cm á þykkt. Siðan má skera út úr deiginu hjörtu, stjörnur og alls konar figúrur, eða stykki i kökuhúsið, og þá er best að klippa fyrst út veggi og þak i pappfr, sem lagður er ofan á deigið og skorið i kringum. Setið varlega á plötuna og gætið þess að stykkin aflagist ekki. Bökunartimi er ca. 8 min við góðan hita (200 gráður). A myndinni sjást stærðirnar á húsinu og hvernig skreyta má húsið og i kringum þáð. Húsið er fest saman með bræddum sykri. 3 dl af sykri eru bræddir á pönnu, en siðan sett á minnsta hita, svo að sykurinn harðni ekki meðan þið festið húsið saman. eftir Önnu K. Brynjúlfsdóttur súpu, og þegar Kata hafði borð- að var hún alveg búin að ná sér. — Mig langar svo i hjól i jóla- gjöf, sagði hún. — Þess vegna fór ég að reyna að hitta jóla- sveinana, þvi að ég veit, að pabbi og mamma hafa ekki pen- inga til að kaupa handa inér hjól. — Jæja, — sagði ganili mað- urinn með gráa skeggið, — svo þú heldur að ég sé jólasveinn? — Já, sagði Kata, — crtu ekki hann Kjötkrókur. Þú lilýtur að vera Kjötkrókur fyrst þú gafst mér kjötsúpu. Gamli maðurinn spurði nú Kötu livar hún ætti hcima og livað simanúmerið hjá henni væri. Hann sagðist ætla að hringja til pabba hennar og mömmu og láta þau vita livar hún væri. Þegar hann hringdi urðu for- eldrar Kötu mjög glöð, þvi að þau voru orðin hrædd um hana og inenn voru farnir af stað að leita hennar. Eftir stutta stund kom pabbi licnnar i bil og sótti hana. Þegar þau kvöddu hvislaði gamli maðurinn einhverju að pabba heiinar Kötu. Og á aðfangadagskvöld var Kata ánægðust af öllum, þvi að hún liafði fcngið lijól i jólagjöf. Stekkjastaur, Giljagaur, Stúf- ur, Þvörusleikir, Pottasleikir, Askasleikir, Faldafeykir, Skyr- gámur, Bjúgnakrækir, Glugga- gægir, Gáttaþefur, Ketkrókur og Kertasnfldr. Þetta eru þrettán nöfn, en alls munu vera til hátt i þrjátiu nöfn á jólasveinunum, og eru nöfnin nokkuð misjöfr. eftir landslilut- um. (Jtlit og athafnir Eins og áður segir hafa jóla- sveinar mjög breyst i meðför- um. Áður fyrr voru þeir barna fælur hinar mestu. Þeim var lýst sem jötnum, auk þess sem þeir voru ljótir og luralegir. Þeir gengu i röndóttum fötum með stóra gráa húfu á höfði, og þeir höfðu með sér gráan poka, eða þá stóra kistu, til að láta ó- þæg börn i. Um aldamótin siðustu var þetta nokkuð breytt. Þá var far- ið að telja jólasveinana i mannsmynd og klædda i gömul islensk bændaföt eða þá i þann búning, sem hinn evrópski og ameriski jólasveinn, sem á ættir sinar að rekja til hins heilaga Nikulásar, klæðist venjulega og við þekkjum i dag hér á landi. Það er einnig nýtilkomið, að jólasveinninn hér á landi fari með það hlutverk að færa böm- um og jafnvel fullorðnum jóla- gjafir, og er þar einnig um er- lend áhrif að ræða. Áður voru þeir hinir mestu viðsjárgripir og gerðu mönnum, ekki sist börnum, oft skráveifur. Xoma til byggða um jólin Eins og kunnugt er fylgir það þjóðsögunni að jólasveinarnir eigi heima upp á regin fjöllum, en að þeir komi til byggða fyrir jólin. Þegar um 13 jólasveina er aö ræða þá kemur sá fyrsti til byggða 13 dögum fyrir jól, og siðan einn á hverjum degi fram á aðfangadag, þegar Kertasnik- ir kemur siöastur. Þeir hverfa svo aftur til fjalla hver af öðr- um, og sá siðast á þrettánda. Fullt farcjjald fyrir einn, hálft fyrir hina 1. nóvember til 31. mars er i gildi fjölskyldu- afsláttur af fargjöldum okkar til Noröurland- anna.Luxembourg og Bretlands. Þegar fjölskyldan ferðast saman, þá greiöir einn fullt gjald, en allir hinir í fjölskyldunni aöeins hálft. Felög sem greióa götu yöar erlendis Þannig geta þeir sem fara utan í viðskipta- erindum tekiö meö, ef ekki alla fjölskylduna, þá aö minnsta kosti maka sinn. Þetta er rétt aö hafa í huga. ^ínÍAG loftleidir /SLAJVDS u "TWIll

x

Ný þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný þjóðmál
https://timarit.is/publication/553

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.