Ný þjóðmál - 16.12.1975, Qupperneq 12

Ný þjóðmál - 16.12.1975, Qupperneq 12
VIÐTAKANDI: Einar Hannesson: Veiðieftirlit er fiskrækt Óhætt mun aö fullyrða, að eftir- lit hér á landi með framfylgingu laga um veiði og friðun á íaxi og silungi hafi löngum verið af afar skornum skammti viðast hvar. i nágrannalöndunum er sií sama saga, að hin almenna löggæsla hafi reynst vanmegnug að sinna eftirliti á þessu sérstæða sviði. Vissulega hefur einnig takmark- aður skilningur alls þorra al- mennings fyrr á timum á gildi þess að ákvæði um friðun og regl- ur um veiði væru virt, haft nei- kvæð áhrif. En breytingar áttu sér stað i þessum málum, eins og öðrum, ekki sist vegna aukinnar veiði- sóknar i lax- og silungsstofnanna, Krafa kom fram um betri tök til að tryggja verndun fiskistofn- anna fyrir ofveiði og veiðinni yrði meira og jafnar skipt niður á veiðijarðir. Árið 1932 voru sam- þykkt á Alþingi lög um lax- og sil- ungsveiði, sem mörkuðu timamót i þessu efni með ákvæði um ágætt skipulag og fasta stjórn veiði- mála. I lÖgin komu i fyrsta skipti m.a. ákvæði um sérstakt veiðieft- irlit. Sérstakt veiðieftirlit. Sérstakt veiðieftirlit á þvi ekki langa sögu hér á landi. Veiðieftir- litsmaður var fyrst skipaður til starfa árið 1934 á grundvelli fyrr- greinds lagaákvæðis, og var það i Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Siðan kemur veiðieftirlitsmaður i Arnessýslu við vatnasvæði Olfus- ár — Hvitár, strax eftir siðari heimsstyrjöldina, en i þessum tveimur héruðum, sem eru mestu laxveiðisvæði landsins, hefur ver- ið stöðugt veiðieftirlit alla tið sið- an. Smám saman hefur komið veiðieftirlit i fleiri háruð, en nú er sérstakl veiðieftirlit framkvæmt I átta sýslum,auk þess sem eftirlit nær til fimm svæða, er taka til einstakra veiðivatna: áa eða stöðuvatna. Um veiðitimann 1974 störfuðu þannig um 20 veiðieftir- litsmenn, sem skipaðir voru af landbúnaðarráðherra eftir tillögu veiðimálastjóra og með sam- þykki viðkomandi sýslumanns, sem er að sjálfsögðu yfirmaður veiðieftirlitsins. Eitt atriði fiskræktar Ljóst er að eigi lög og reglur um veiðiskap og friðun að ná tilgangi sinum, er frumskilyrði, að lögun- um sé hlýtt. Veiðieftirlitið á að stuðla að þessu og tryggja það eftir föngum. I þessu sambandi má benda á, að löggjafinn telur veiðieftirlitið eitt atriði fiskrækt- ar, sbr. 2. lið 44. greinar lax- og silungsveiðilaga, enda getur eft- irlit verið þungt lóð á vogarskál viðhalds fiskstofns og aukningu hans. Mikilvæg ákvæði Rétt þykir að drepa á nokkur mikilvæg ákvæði laganna um veiði og friðun, sem að veiðieftir- lit athugar sérstaklega. 1. Vikufriðun á laxi og göngusil- ungi. öll net eiga að vera tekin upp frá föstudagskvöldi kl. 10 til þriðjudagsmorguns kl. 10. Sama regla gildir I sjó sem I fersku vatni. 2. Hvergi má vera skemmra en 100 metrar-milli fastra veiðivéla (lagnet, króknet) og þó eigi minna en fimmföld lengd þeirra, sem næst liggja. Stangaveiði má ekki stunda þar sem veitt er með föstum veiðivélum. 3. Adrátt má ekki stunda. 4. Akvæði um stangarfjölda. Gæta skal þess að ekki séu notað- ar fleiri stendur samtimis við veiðar en heimild er fyrir. 5. Við stangarveiði má einungis nota agn, lifandi eða dautt. Hvorki krók né annað, sem festir I fiskinum. 6. Stangarveiði og veiði með færi á laxi og göngusilungi má eigi stunda frá kl. 10 siðdegis til kl. 7 árdegis og aldrei lengur en 12 klst. á sólarhring hverjum. Bann við iaxveiði i sjó. Alkunna er að laxveiði i sjó er bönnuð hér við land. Það var happaspor, sem stigið var árið 1932. En þó er fyrirvari á þessu þar sem laxveiði, sem metin var sérstaklega til dýrleika I fast- eignamatinu, sem gildi tók 1932, er leyfði áfram. Allt um það, vár þó komið I veg fyrir að nýir aðilar hæfu slikar veiðar I skjóli laga. En þar með er ekki öll sagan sögð. Silungsveiði er leyfð I sjó, en sú veiði gerir þessi mál erfið- ari viðfangs, hvað varðar eftirlit: að lax sé ekki veiddur f sjó. Víst er, að þeir, sem laxveiði mega stunda i sjó, eru fáir og veiðin óveruleg, miðað við lax- veiði I ánum. Laxveiði i sjó má aðeins stunda hálfa vikuna, eins og fyrr greinir um vikufriðun. þá má benda á algert friðunarsvæði gagnvart netjaveiði i sjó við árósa, sem skal vera 1000 metrar hið minnsta en 2000 metrar, ef vatnsmagn ár er meira en 25 rúmmetrar á sekúndu. Aukið eftirlit með sjávarveiði Oft heyrist, þegar rætt er um veiðiskap I sjó hér við land að mikil laxveiði eigi sér stað þar ólöglega. Vissulega er þetta Ljósmynd: Rafn Hafnfjörð. vandamál, en ekki hefur fengist örugg vitneskja um að slik full- yrðinghafivið rök aðstyðjast. Að visu eru alvarlegir hlutir að ger- ast i þessu efni fyrir landi Borg- arness og hjá Þorlákshöfn hefur verið höfð I frammi viðleitni til ó- löglegs veiðiskapar. En auðvitað er ólögleg veiði á laxi i sjó óhæfa og til tjóns. Hitt er vitað, að sil- ungsveiðiskapur i sjó hefur vaxið, t.d. i Eyjafirði, en þar hefur veiði- eftirlit látið til sin taka. Og viðar er þörf á að mál þessi séu tekin fastari tökum, svo sem með skip- un veiðieftirlitsmanns i sýslum þar, sem þeir starfa ekki, en vitað er að nokkur veiðiskapur fer fram i sjó. Þurfa veiðifélögin á þessum svæðum að sameinast um að leysa þetta mál, eins og félögin hafa gert víða annars staðar. Setudómari i veiðilagabrot. Gagnsemi sérstaks veiðieftir-' lits er mikil en veiðieftirlitsmenn einir geta ekki allt. Einn þáttur i starfi þeirra er að kæra meint, brot á lögum. Það er afar mikil- vægt að kærurnar hljóti fljóta meðferð og afgreiðslu hjá við- komandi héraðsdómara. A sliku ( hefur stundum orðið misbrestur, sem oft á sinar eðlilegu orsakir. Til þess að bæta úr þessu, ákvað alþingi árið 1970, að heimila dómsmálaráðherra samkvæmt tillögu landbúnaðarráðherra að skipa sakadómara i Reykajvik til þess að rannsaka og dæma brot , gegn lax- og silungsveiðilögun- um. Einnig má greina frá því ný- mæli, sem kom i lögin 1970, að dómsmálaráðherra væri rétt að fela Landhelgisgæslunni lög- gæslu fyrrgreindra laga eftir þvi, sem við yrði komið. Þetta hvort tveggja, sem nefnt var, sýnir vilja löggjafans til þess aðefla og bæta veiðieftirlitið. Mikil verðmæti I húfi 1 upphafi þessa máls var rætt um að skilningur manna hafi fyrr á timum verið takmarkaður á gildi þess að ákvæði laga um frið- un og veiði á laxi og silungi væru ' virt. A þessu hefur tvimælalaust orðið gagngerð breyting til batn-1 aðar. Erekki nokkur vafi á þvi að skilningur á mikilvægiþess aðhin 1 merku lög um lax- og silungsveiði séu virt, hefur vaxið á seinni ár-' um. Mönnum verður æ ljósar, hve hið góða skipulag og mikla rækt-' unarstarf, m.a. með sleppingu seiða i árnar, gegnir góðu hlut-l verki og viðhorf sanngjamra manna þau, að þeir, sem fyrir' þessum góðu verkum standa, eigi. að njóta uppskerunnar, auk þess,' sem hér eru mikil verðmæti i, húfi. Veiðieftirlit hefur aukist og. batnað mikið frá þvi, sem áður' var, en enn skortir rnikib á að, þessi þýðingarmikli þáttur fisk- ræktar sé nægjanlega viða fyrir hendi. Úr þessu verður væntan- lega bætt á næstu árum og veltur það mest á veiðifélögunum,1 hversu ör hin jákvæða þróun verður í framtiðinni. Æskulýðsnefnd Samtakanna ályktar: A telur aðgerðarleysi ríkiss tjórnarinnar — vegna innrásar breskra herskipa hér við land I siðustu viku samþykkti Æskulýðsnefnd Samtakanna eftirfarandi vfirlýsingu um landhelgismáliðogofbeldi breta i islenskri fiskveiðilandhclgi. ,,Æskulýðsnefnd SFV lýsir yfir megnustu andúð á að- gerðarleysi stjórnvalda vegna innrásar Breta i i'slenska fisk- veiðilögsögu og mótmælir harð- lega yfirgangi breska NATO-flotans. Við lýsum aðdáun okkar á starfsmönnum landhelgisgæsl- unnar á sjó úti, og teljum, að þeir hafi sannað það og synt, að ekki þurfi að gera neina nauð- ungarsamninga um þá fáu fiska sem eflir eru. Æskulýðsnefndin bendir á, að til að létta hið mikla álag á starfsmenn landhelgisgæslunn- arberi að þjóðnýta nokkra skut- togara til gæslustarfa strax. Æskulýðsnefndin telur, að slita beri nú þegar stjórnmála- sambandi við Breta, loka her- stöðinni og hóta úrsögn úr NATO og framkvæma þá hótun verði herskipin ekki farin úr landhelginni fyrir áramót. Ennfremur telur nefndin, að utanrikisráðherra hafi ekki haft annað erindi til Brussel á NATO-fundinn þar en að til- kynna úrsögn úr NATO.” Æskulýðssamtök stjórnmálaflokka afhentu forsætisráðherra ASKORUN UM AÐGERÐIR í LANDHELGISMÁLINU annarra félagasamtaka við kröfugerð þessa verða afhentar stjórnvöldum. Leitað var eftir samstarfi við tvenn stjórnmálasamtök i Reykjavik, til viðbótar þeim, sem hér að neðan eru greind, en þau voru Heimdallur, samtök ungra sjálfstæðismanna i Reykjavík, sem ekki gat tekið undir kröfugerð okkar um end- urskoðun á aðild Islands að NATO, og Fylkinguna, baráttu- samtök sósialista, sem ekki gat tekið undir rökstudda kröfu um tafarlaus stjórnmálaslit við Bretland. Varð þvi ekki af frek- ara samstarfi við þessa tvo að- ila. Félag ungra framsóknar- manna, Reykjavik, FUF, Félag ungra jafnaðarmanna, Reykja- Framhald á bls. 10. Kl. 14.00 þann 15. desember gengu fulltrúar eftirtatinna samtaka á fund forsætisráð- herra Geirs Hallgrimssonar I Alþingishúsinu og. afhentu hon- um kröfugerð samtakanna í til- efni af útfærslu islensku land- helginnar i 200 mílur og yfir- standandi þorskastriðs okkar við Breta. I kröfugerðinni er m.a. lögð á- hersla á, að islensk stjórnvöld fylgi útfærslunni i 200milur eftir með frekari aðgerðum, svo sem friðun ókynþroska fisks, heild- arstjórnun á veiðum einstakra stofna við landið og hertu eftir- liti með þvi að settar reglur verði haldnar, að islensk stjórn- völd sliti nú þegar stjórnmála- sambandi við breta og kalli sendiherra sinn i Lundúnum heim, að islensk stjórnvöld beiti sér tafarlaustfyrir endurskoðun á aðild Islands að Atlantshafs- bandalaginu, m.a. i ljósi ofbeld- is annarrar bandalagsþjóðar i okkar garð, og að islensk stjóm- völd greiði nú þegar fyrir bein- um fréttaflutningi af miðunum. Fulltrúanefnd samtakanna um landhelgismálið mun leita eftir stuðningi annarra alþýðu- samtaka, verkalýðsfélaga og nemendafélaga við kröfugerð þessa fram til 20. þ.m., sem er næstkomandi laugardagur. Stuðningsyfirlýsingum geta félagasamtök komið til fulltrúa- nefndarinnar i pósthólf 1026, Reykjavik, fyrir þann tima. Samstarfsnefndin fyrirhugar að halda útifund til stuðnings kröfugerð sinni n.k. laugardag kl. 14.00, og leggja þar áherslu á tafarlaus viðbrögð rikisstjóm- arinnar gagnvart henni. Munu siðan stuðningsyfirlýsingar

x

Ný þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný þjóðmál
https://timarit.is/publication/553

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.