Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.05.1935, Blaðsíða 4

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.05.1935, Blaðsíða 4
36 Ljós og Sannleikur heiðurinn, segir hann Nebúkadnezar þennan draum sem nú er orðinn svo kunnur, draum- inn um hið mikla málmlíkneski með gullhöf- uðið, silfurbrjóstið, eirlendarnar, járnleggina og fæturna er sums kostar voru af járni, sums kostar af leiri, og steininn mikla sem losnaði og lenti á fótum líkneskisins og braut það alt sundur, en varð sjálfur að stóru fjalli og tók yfir alla jörðina. Sjá 31—35. vers. Það er skiljanlegt, að þessi mikla tákn- mynd hafi fengið allmjög á þennan konung sem dýrkaði hjáguði, en áhugi hans fýrir draumnum vex þó að miklum mun, er hann heyrir þýðingu hans og honum verður það ljóst, að honum er hér hirt framtíðarsaga ver- aldarinnar. Daníel þýðir drauminn sem sé á þessa leið: „Þú, konungur, yfirkonungur konunganna, sem Guð himnanna hefur gefið ríkið, valdið, máttinn og tignina . . . þú ert gullhöfuðið. En eftir þig mun hefjast annað konungsríki, minni háttar en þitt er, og því næst hið þriðja ríki af eiri, sem drotna mun yfir allri veröldu. Þá mun hefjast fjórða ríkið, sterkt sem járn því það sundurbrýtur og mölvar alt —, og eins og járnið molar sundur, eins mun það sundurbrjóta og mola öll hin ríkin. En þar sem þú sást fæturna og tærnar, að

x

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók
https://timarit.is/publication/555

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.