Kvennasmiðjan - 25.10.1985, Síða 4
Kvennamessan
Or bás númer 2, nánar tiltekið frá
prestunum, berast þau tíðindi að á
mánudagskvöldið kemur verði sung-
in kvöldmessa í Hallgrímskirkju og
verður messan flutt á nýstárlegan
máta, en hún hefur verið undirbúin
af starfshópi kvenna. Konur og
karlar flytja hana ásamt öllum
kirkjugestum og er með þessu verið
að leitast við að túlka heföbundið
messuform á nýjan máta. Til dæmis
um leiðir til aö auðvelda leikum
kirkjugestum að taka þátt, geta
prestarnir þess að tónhæð hljóm-
flutnings verði lækkaður, svo allir
geti tekið betur undir í söngnum.
Þessi sérstaka messa hefst kl. 21
en á undan verður söngæfing fyrir
alltkirkjufólk sem hefst kl. 20.30.
Fréttir
af konum
til Ástralíu
Ohætt mun að segja að augu heims-
ins hafi hvílt á íslenskum konum í gær.
Erlendar fréttastofur fylgdust vel með
aðdraganda dagsins og í fréttaskeyt-
um þeirra er sagt frá verkfallinu og
alveg sérstaklega frá undirskriftum
alþingiskvennanna undir áskorun til
okkar hinna um að fella niður vinnu og
frá því að Vigdís hafi ákveðið að loka
forsetaskrifstofunni til að sýna sam-
stöðu með jafnréttisbaráttunni.
Ekki allar fréttastofur voru svo vel
undir búnar að ná þessum fréttum með
fyrirvara, Þórunn Gestsdóttir var
vakin kL 7 að morgni í gær af ástr-
alskri útvarpsstöð, þegar umsjónar-
k«ia þáttar hringdi til aö spyrjast
fyrir um aðgeröir í tilefni dagsins.
Virðist ljóst að dagurinn í gær hefur
vakið dágóða athygli víða um heim og
vonandi orðið öðrum hvatning líkt og
hann var okkur hér.
Fjölmenni var við opnum Kvennasmiðjunnar í gœrmorgun. Aðalheiður Bjarnfreðs-
dóttir formaður Sóknar opnaði sýninguna formlega. Framkvœmdastjóri Kvenna-
smiðjunnar Ragnheiður Harveg ávarpaði gesti og bauð velkomna. Jóhanna
Sigurðardottir flutti ávarp fgrir hönd undirbúningsaðila.
-ÞG/Kvennasmiðjumgnd: GVA
-----Kvennasmiöjan-
KJARABARÁTTA
FLUGFREYJA
Formaður Flugfreyjufélags Islands,
Margrét Guðmundsdóttir, ávarpaði
útifundinn á Lækjartorgi í gær og var
það undirbúningshópurinn fyrir 24.
október sem ákvað að bjóða henni sér-
staklega að tala á fundinum vegna
atburða síðustu daga. En svo bar við
aðfaranótt 24. október að Aiþingi
samþykkti lög til að stöðva verkfall
flugfreyja og vísa kjaradeilu þeirra og
Flugleiða til Kjaradóms.
„Þessi dagur er helgaður kjarabar-
áttu kvenna. Þaö er kaldhæðnislegt aö
einmitt þá skuli kjarabarátta kvenna-
stéttar vera brotin á bak aftur með
þessum hætti og okkur þótti eðlilegt að
formaður Flugfreyjufélagsins kæmi
fram á útifundinum þess vegna,” sagði
Álfheiður Ingadóttir úr undirbúnings-
hópnum aðspurö.
Nokkur fjöldi kvenna, sem var að
leggja síöustu hönd á verk sín fyrir
opnun sýningarinnar Kvennasmiðjan
aðfaranótt 24. október, lagði niður
vinnu til að fylgjast með umræðum um
þessi mál á Alþingi og sýna flugfreyj-
um samstöðu í baráttunni.
TIL SKEMMTUNAR
Hér á eftir fara skemmtidagskrár
allra sýningardaganna lesendum til
hægðarauka. Ekki þarf þó að taka
fram að Kvennasmiðjan mun daglega
birta dagskrá hvers dags fyrir sig. En
fyrst, öll vikan: I kvöld, föstudag:
Helga Thorberg og Rósa Þórisdóttir
flytja efni sem þær kalla „Til hvers”.
Laugardagur: Kl. 16 „Barnaspil”, tón-
list flutt af börnum.
Um kvöldið: Hljómleikar Sinfóníu-
kvenna.
Sunnudagur: Stjúpsystur skemmta.
Því næst verður tískusýning frá
versluninni Maríurnar.
Mánudagur: Messa. Að lokinni mess-
unni verða sýnd föt hönnuðanna Unnar
og Þórdísar.
Þriðjudagur: Breskur flautuleikur,
ballet og söngur Kórs Kársnesskólans.
Miðvikudagur: Atriöi úr Reykjavíkur-
sögum Ástu, breskur flautuleikur og að
honum leiknum veröur fluttur leikþátt-
ur eftir Helgu Thorberg.
Fimmtudagur: Svart og sykurlaust
skemmtir og síðan verður sýning á föt-
um eftir hönnuðinn Dóru Einarsdóttur.
Kvölddagskrá hefst ævinlega kl. 20.30.
Þessi dagskrá er birt með þeim fyrir-
vara að enn fleira kann að verða á dag-
skránni, en sem sagt, Kvennasmiðjan
flytur fréttirnar jafnóðum.
Góöa skemmtun!
Dagurinn í dag er helgaöur
heilbrigðisstéttunum, en þær
eru í bás nr. 14. Eftírtaldar
starfsgrf^jjpM^fr sínstörf
og kjör: jljátrunarfreðitigar,
meinatæknar, ljósmæður, sjúkralið-
ar, röntgentæknar, iðjuþjálfar,
læknaritarar, læknar, lyfjatæknar,
tannlæknar, aðstoðarfólk tann-
lækna, tannsmiðir, tannfræðingar,
sjúkraþjálfarar og félagsráðgjafar.