Dagur - 16.06.1998, Side 1

Dagur - 16.06.1998, Side 1
+ Bæjjarráð aðeins smpað konum Viðræðiun haldið áfram iiin samemingu Hafuasamlags Eyja- fjarðar og Hafnasam- lags Norðurlands. Á fyrsta fundi sveitarstjórnar nýs sveitarfélags sem varð til við sameiningu Árskógshrepps, Svarfaðardalshrepps og Dalvík- urbæjar var samþykkt með mót- atkvæðum Sjálfstæðisflokks eft- irfarandi bókun: „Þar sem þegar hefur verið kosið um nafn á sameinað sveit- arfélag og niðurstaða fengist, þykir okkur rétt að sú niðurstaða verði send yfirvöldum, þ.e. fé- lagsmálaráðuneyti, til staðfest- ingar eða synjunar. Við viljum benda á að Ornefnanefnd sem situr að störfum til 1. ágúst nk. hefur ekki umboð til að fjalla um þessi mál.“ Þess má geta að nafn- ið Árdalsvík fékk flest atkvæði kjósenda, en kosið var um tillög- ur sem sameiningarnefnd lagði fram. I samstarfssamningi B og S- lista, sem mynda meirihluta í nýja sveitarfélaginu segir m.a. að unnið verði að nýju aðalskipulagi fyrir sveitarfélagið þar sem gert sé ráð fyrir iðnaðar- og atvinnu- svæði með tilliti til nýtingar þeirra auðlinda sem hvert svæði hefur upp á að bjóða. Áfram verði unnið sem best úr þeim fjármunum sem fást til uppbygg- ingar Hafnasamlags Eyjafjarðar og haldið verði áfram viðræðum við Hafnasamlag Norðurlands um sameiningu hafnasamlag- anna með því hugarfari að sann- gjarnt samkomulag náist um sameiningu þeirra. Fylgst verði með stefnumörkun Iðnþróunar- félags Eyjafjarðar og unnið mark- visst með Ferðamálamiðstöð Eyjafjarðar að eflingu ferðamála og koma á samstarfi aðila á svæðinu í ferðaþjónustu. Fundin verði varanleg lausn á staðsetningu malarvallar í sam- ráði við íþróttafélögin; unnið verði að lagningu reiðvega í sam- ráði við hestamenn og Vegagerð ríkisins; stuðlað verði að aukinni samvinnu íþróttafélaga og samnýtingu íþróttamannvirkja; unnið verði að stefnumörkun fyr- ir Byggðasafn, Héraðsskjalasafn og bókasöfn hins nýja sveitarfé- lags og lausn fundin á húsnæðis- vanda þeirra. Lögð verður hita- veita á Árskógsströnd og kannað- ir möguleikar á hitaveitu í Svarf- aðardal. Þau íbúðarhús sem ekki geta tengst hitaveitu njóti endur- greiðslu á hitunarkostnaði. I bæjarráð voru kosnar þijár konur og er formaður Katrín Sig- uijónsdóttir af B-lista en einnig eiga sæti þar Ingileif Ástvalds- dóttir af S-lista og Svanhildur Árnadóttir af D-lista. Varmenn kvennana eru allir af andstæðu kyni við þær og forseti bæjar- stjórnar er einnig karlmaður, Kristján Hjartarson. Formenn helstu ráða og nefnda verða: fræðsluráðs Kolbrún Olafsdóttir, æskulýðs- íþrótta- og menningar- ráðs Kristján Olafsson, félags- málaráðs Áslaug Þórhallsdóttir, umhverfisráðs Valdimar Braga- son, landbúnaðarráðs Gunn- steinn Þorgilsson, stjórn Dalbæj- ar Símon Ellertsson og Hafna- samlags Eyjafjarðar Sveinn Jóns- son. Næsti fundur bæjarstjórnar verður í dag klukkan 17.00 í safnaðarheimili Dalvíkurkirkju. gg Mike Herd, í miðið, á tali við Jóhann Úla Hilmarsson frá Náttúrufræði- stofnun, til vinstri, og Þorstein Þorsteinsson, sundlaugarvörð á Akureyri, sem er hafsjór af fróðleik um rjúpurnar í Hrísey og hefur verið BBC- myndatökumanninum innan handar. mynd: gg Moldarbað karra mynd- að fyrir Attenborough Myndatökumaður frá BBC á Englandi hefur síðustu daga dvalið í Hrísey í tjöldum til að freista þess að ná á filmu þegar rjúpakarrinn baðar sig í moldar- flagi til þess að leynast betur fýT- ir fálkanum þegar hann svífur yfir í ætisleit. Karrinn tekur seinna á sig brúna litinn en kvenfuglinn og því gripur hann til þessa ráðs að baða sig í mold. Þegar hann svo tekur sig á loft eftir þetta bað með tíðum vængjaslætti fylgir karranum mikill rykmökkur. Mike Herd, myndatökumaður, segist víða hafa farið um heim- inn og dvalið í felum til að ná á filmu sérstæðum atvikum dýra. Hann lofar kyrrðina í Hrísey, eyj- an sé algjör Paradís, en oft hafi hann verið við myndatökur í svæfandi hita innan um flugur og pöddur, svalt Ioftið í Hrísey og kyrrðin sé alveg einstök. Mike Herd er hér á vegum Davids Attenborough, en náttúrulífs- þættir hans hafa hlotið heims- frægð. Moldarbaðið í Hrísey verður væntanlega á dagskrá næsta vetur á BBC. GG Sumarhátíð Iðavalla Sumarhátíð leikvallarins Iðavallar var haldin ígær og var m.a. grillað fyrir ungviðið og foreldra þeirra. Hestar komu á svæðið að frumkvæði eins föðurins og fleira var til gamans gert áður en börnin fara I sumarfrí eins og þeir fullorðnu. Iðavelli verður þó ekki lokað í sumar. 52 börn eru á Iðavelli, nánast sami fjöldi fyrir og eftir hádegi. Loksins götuljós Mesta slysa- og árekstarhorn Ak- ureyrarbæjar eru gatnamót Hörgárbrautar og Hlíðarbrautar en þar hafa orðið um 50 umferð- aróhöpp á síðasta hálfa áratug. Þar verða oft mjög harðir árekstrar og eignatjón mikið, m.a. vegna þess að bifreiðar sem koma norðan Hörgárbraut á leið til Akureyrar hafa ekki dregið úr ökuhraðanum að neinu marki, rétt eins og ökumenn hafi ekki áttað sig á því að þeir eru komn- ir inn í bæinn. Nú stendur loksins til að setja upp umferðarljós á gatnamótin á vegum Vegagerðar ríkisins, mörgum til mikils léttis. Fleiri gatnamót verða „Iýst“ á þessu ári. Má þar nefna gatnamót Hrafnagilsstræti og Þórunnar- strætis sem „státar" af mörgum árekstrum og eignatjóni og einn- Gatnamótin umtöluðu. ig er stefnt að uppsetningu á umferðarljósum á gatnamótum Skógarlundar og Þingvallastræt- is, en óvíst er að takist að setja þau ljós upp á þessu ári. GG Úrslltm á Raufarhöfn til ráöuneytis Kröfu þess efnis að sveitarstjórn- arkosningarnar á Raufarhöfn yrðu dæmdar ógildar hefur verið hafnað af kjörnefnd skipaðri af sýslumanninum á Húsavík. Kær- andinn var Helgi Olafsson, sem skipaði 10. sæti á lista Raufar- hafnarlistans, sem fékk 117 at- kvæði en Alþýðubandalagið 118 atkvæði. Helgi hefur setið í sveit- arstjórn Raufarhafnar um árabil en var nú ekki í öruggu sæti. Kært var að lögheimili stúlku hafi verið flutt til Raufarhafnar frá Reykjavík eftir að frestur til aðsetursskipta hafði runnið út. Kjörnefndin áleit hins vegar svo að heimilt hafi verið að llytja stúlkuna á kjörskrá á Raufarhöfn þar sem munnleg flutningstil- kynning hafi legið fyrir 20. apríl sl. Helgi Ólafsson sættir sig hins vegar ekki við þann dóm þar sem stúlkan hafi verið á kjörskrá í Reykjavík þremur vikum fyrir kjördag og hefur skotið málinu til félagsmálaráðuneytisins til úr- skurðar. Helgi segir ennfremur að starfsfólk hreppsskrifstofunn- ar hafi verið á „gráu svæði“ vegna pólitískra tengsla auk ljölskyldu- tengsla við Margréti Eiríksdóttur. Hún er mágkona Þórs Friðriks- sonar, sem var í 2. sæti á lista Al- þýðubandalagsins. Margrét, sem hefur verið við nám í Reykjavík flutti lögheimilið þangað til þess að vera betur í stakk búin að fá vinnu með skólanum. Hún sótti í vetur um pláss á rækjufrystitog- aranum Rauðanúp í sumar en var tjáð að til þess þyrfti hún að flytja lögheimilið aftur til Raufar- hafnar. Það dróst hins vegar úr hömlu. Margrét er komin austur til Raufarhafnar og byijuð að vinna hjá Reyni Þorsteinssyni, efsta manni á lista Alþýðubanda- lagsins. En Raufarhöfn er lítið pláss og erfitt að komast hjá tengslum í byggðarlagi þar sem segja má að allir séu tengdir eða venslaðir öllum. GG II-

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.