Dagur - 16.06.1998, Qupperneq 4

Dagur - 16.06.1998, Qupperneq 4
! 4 - PRIBJVDÁGUR 16. 'J Ú N1 1998t AKUREYRI NORÐURLAND Nefndir og ráð hjá Akureyrarhæ Fyrsti fundur nýkjörinnar bæjar- stjórnar Akureyrar var haldinn 9. júní sl. og þar var m.a. kynntur málefnasamningur meirihluta- flokkanna, Akureyrarlista og Sjálfstæðisflokks, og kosið í nefndir og ráð. I bæjarráði sitja Sigurður J. Sigurðsson (D), Val- gerður Hrólfsdóttir (D), Asgeir Magnússon (F), Jakob Björnsson (B) og Oddur Helgi Halldórsson (L) en forseti bæjarstjórnar er Sigurður J. Sigurðsson. Aðrar helstu nefndir Akureyr- arbæjar eru þannig skipaðar að formaður atvinnumálanefndar er Valur Rnútsson en aðrir nefndar- menn Sverrir Ragnarsson, Matt- hildur Siguijónsdóttir, Elsa Frið- finnsdóttir og Björn Snæbjörns- son. I bygginganefnd eru Knútur Karlsson formaður, Gísli Jóns- son, Oddný Stella Snorradóttir, Sigfríður Þorsteinsdóttir og Frey- dís Agústa Halldórsdóttir. I fé- lagsmálaráði eru Oktavfa Jó- hannesdóttir formaður, Jakob Björnsson, Asta Sigurðardóttir, Jóhanna H. Ragnarsdóttir og Þóra Akadóttir. I framkvæmda- nefnd eru Asgeir Magnússon for- maður, Jakob Björnsson, Oddur Helgi Halldórsson, Þórarinn B. Jónsson og Vilborg Gunnarsdótt- ir. I skipulagsnefnd eru Vilborg Gunnarsdóttir formaður, Guð- mundur Jóhannsson, Gísli Bragi Hjartarson, Stefán Jónsson og Hallgrímur Indriðason. Formaður skólanefndar er Jón Kr. Sólnes en aðrir nefndarmenn Valgerður Hrólfsdóttir, Kristín Sigfúsdóttir, Guðmundur O. Guðmundsson og Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir. Formaður menningarmálanefndar er Þröst- ur Asmundsson en aðrir nefnd- armenn Páll Tómasson, Helgi Vilberg Hermannsson, Valgerður Jónsdóttir og Ágúst Hilmarsson. I húsnæðisnefnd eru Jóhann Sig- urðsson formaður, Alfreð Al- marsson, Eygló Birgisdóttir, Gísli Kr. Lórenzson og Einar Hjartar- son. I stjórn veitustofnana eru Valgerður Hrólfsdóttir formaður, Páll Tómasson, Hilmir Helga- son, Asta Sigurðardóttir og Svav- ar Ottesen. I umhverfisnefnd eru Jón Ingi Cæsarsson formaður, Friðrik Sigþórsson, Sigfríður Þorsteinsdóttir, Sveinn Heiðar Jónsson og Sunna Borg. I jafn- réttisnefnd eru Sigrún Stefáns- dóttir formaður, Eygló Birgis- dóttir, Hinrik Þórhallsson, Mínerva B. Sverrisdóttir og Páll Jóhannsson. I íþrótta- og tóm- stundaráði eru Þórarinn B. Jóns- son formaður, Steingrímur Birg- isson, Sigrún Stefánsdóttir, Sig- mundur Þórisson og Nói Björns- son. Formaður áfengis- og vímu- varnarnefndar er Kristín Sigfús- dóttir og Hafnasamlags Norður- Iands Björn Magnússon. GG Costa Marína á Pollinum Fyrsta skemmtiferðaskip árins skreið inn á Pollinn á Akureyri í gærmorgun. Það var Costa Marina sem kom frá Norður-Noregi og er með 750 farþega. Héðan fer skipið til Shetlandseyja. Margir farþeganna stigu um borð í rútur til að berja náttúru Mývatnssveitar augum. Skipið er það fyrsta af 27 sem hingað koma í sumar og það þriðja stærsta, 25.500 tonn. Stærsta skipið, Vision of the seas, er 74.000 tonn og 280 metra langt, og það er jafn- framt það síðasta, verður á Akureyri / /. september. gg/mynd: br/nk GSM-símar í verðlaim Það getur verið ábatasamt að reynsluaka nýjum bíl. Það fengu þeir Gísli Brynjólfsson, Þor- steinn Friðriksson og Hannes Helgason að reyna nýverið, en þeir reynsluóku öll nýrri Opel- bifreið hjá Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar á Ak- ureyri sem hefur söluumboð fyrir Opel-bifreiðar. Dregið var úr nöfnum þeirra sem reynsluóku og fengu vinn- ingshafamir nýja GSM-síma, af gerðinni Bosch Com 207, að launum. A myndinni eru Sig- urður Ejþór Valgeirsson sölu- maður, Iris Þorsteinsdóttir sem tók við GSM-síma föður síns, Þorsteins Friðrikssonar, og Gísli Brynjólfsson, en svo skemmti- lega vildi til að hann varð 49 ára sama dag. Skemmtileg og óvænt afmælisgjöf það, til hamingju með daginn, Gísli! GG Hátí ð ardag skiá á Meimtaskólavelli Skátafélagið Klakkur sér um 17. júni hátíðarhöldin á Akureyri í ár, sem heljast að venju með há- tíðardagskrá á Klöppunum. Há- tíðardagskrá verður síðan á Menntaskólavellinum klukkan 17.00 þar sem margt verður til gamans gert fyrir unga sem aldna. Um kvöldið fer fram skemmtidagskrá á Ráðhústorgi þar sem m.a. má heyra Islenska kórinn í Gautaborg þenja radd- böndin, en stjórnandi hans er ættaður frá Dalvík. Dagskrá há- tíðarhaldanna á Akureyri birtist á öðrum stað í blaðinu. GG Iðnaðarsafnið opnað á þj óðhátíðardaginn Iðnaðarsafnið á Akureyri verður opnað á morgun, 17. júní, klukk- an 17.00, en safnið er staðsett í gamla Hekluhúsinu gegnt Punktinum. Það er Jón Arnþórs- son sem hefur haft veg og vanda af því að koma safninu á laggirn- ar. Þar verður að finna margt for- vitnilegt úr langri sögu iðnaðar- ins á Akureyri, ekki síst meðan starfsemi Iðnaðardeildar Sam- bandsins var með sem mestum blóma á sjötta og sjöunda áratug aldarinnar. Kristján Þór Júlíusson, bæjar- 1 stjóri, opnar safnið formlega með ávarpi ásamt því að ræsa gömlu Gefjunargufuflautuna sem í hálfa öld vakti stóran hluta Akureyringa. gg Ættarmót, hestamót, söngmót, drykkjumót GEIRA. GUÐSTEINS ,.; SON 4 SKRIFAR Landsmenn eru nú að koma sér í stellingar fyrir útilegur, ferða- lög um rykmettaða vegi, ættar- mót og móttöku Vestur-Islend- inga, en ferðir þessara fyrrum Is- lendinga til fyrirheitna landsins sem forfeður þeirra forðuðust á sínum tíma eins og heitan eldinn hafa verið að aukast á undan- förnum árum. Það finnst mörg- um Mörlandanum, ekki síst Ak- ureyringum og Eyfirðingum, mikil upphefð í því að þekkja eða fá í heimsókn einhverja fjar- skylda ættinga sem búa á slétt- um Kanada, og kannski best ef þeir tala sem allra minnst í ís- lensku, það er svo svakalega gaman þegar þeir rembast við þetta erfiða tungumál okkar og bera það allt fram í nefnifalli. Vestur-Islendingar í Mormóna- ríkinu Utah hafa stöðugt verið að auka tengsl sín við ættingja sína á Islandi og þessa dagana er hér á ferð 20 manna hópur. I dag kemur til Akureyrar 16 manna hópur frá Utah og dvelur hér í dag. Þarna er því tilvalið tæki- færi að kynnast lífinu á sléttum Ameríku og láta reyna- á ís- lenskukunnáttu þessara fjar- skyldu ættingja okkar. Forseti okkar, Ólafur Ragnar Grfmsson, kom til Utah í fyrra, og þá var rætt um væntanleg há- tíðarhöld á íslandi árið 2000 vegna 1.000 ára afmælis kristni- tökunnar. Það má þvf búast við mörgum Vestur-Islendingum í landnám Helga magra árið 2000. En á meðan höldum við bara okkar striki í ættarmótun- um og drekkum með og rífumst við þá ættingja okkar sem ekki hrökkluðust af þessu skeri fyrir margt löngu. Það er kannski miklu skemmtilegra, því þá er hægt að iáta ákveðna kurteisi lönd og leið, SKÁL! Þeir sem ekki komast á ættar- mót vegna þess að þeir eru af svo ómerkiíegri ætt eða eru hálfgerð- ir ættlerar þurfa ekki að missa móðinn því aðeins eru um þjár vikur til Iangstærsta ættarmóts- ins, Landsmóts hestamanna. Þar er bara spurt um ættir hesta, ef eitthvað er að marka ættbókar- færslur, en ekki ættir tvífætling- anna og því verður alveg svaka gaman á allt að 10 þúsund manna ættarmóti að Melgerðis- melum. Svo er bara að halda niðri í sér andanum í Ijórar vik- ur, endurhlaða batteríin, og mæta með endurnýjuðum krafti á Flalló Akureyri, SkAL! Þar spyr heldur enginn um ættir, bara um þú veist, það sem er f pokanum, og allir eru ofsalegir vinir.... þangað til einhver fær á kjaftinn fyrir að vera allt of mikilí vinur kærstunnar, ég meina kærustu vinarins. Það þarf því engum að Ieiðast í Iandnámi Helga magra næstu vikurnar. LEGSTEINAR Fáið myndalista hjá Utfararþjónustu Kirkjugarða Akureyrar MOSAIK Ý Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít Höfðakapella Sími 461-4060

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.