Dagur - 21.07.1998, Blaðsíða 1
Starfsemi þróunar-
sviðs hafin á krókmmi
N
Þróunarsvid Byggðastofnunar verður til húsa í stjórnsýsluhúsinu á Sauðár-
króki. Stöðugildi eru 6, en óráðið er enn í tvö þeirra.
Orsákir fólksflutn-
inga hafa breyst, en
enn ráða atvinnu-
möguleikar þó mestu
um búsetuval.
Bjarki Jóhannesson, forstöðu-
maður þróunarsviðs Byggða-
stofnunar, sem flutt hefur verið
til Sauðárkróks og hefur aðsetur
í stjórnsýsluhúsinu, sagði við
opnun skrifstofunnar 1. júlí sl.,
m.a. að viðstöddum forsætisráð-
herra, Davíð Oddssyni, að það
væri gott að eiga sterka höfuð-
borg en Islendingar væru ekki
það fjölmenn þjóð að gæta þyrfti
þess að höfuðborgin stækkaði
ekki um of á kostnað lands-
byggðarinnar. Orsakir fólksflutn-
inga væru nú að hluta til aðrar
en áður fyrr og því yrði að leita
nýrra lausna á þeim vanda. At-
vinnumöguleikar réðu enn
mestu um búsetuval fólks, en
ýmsir aðrir þættir væru nú mikil-
vægari en áður og endurspegl-
uðu breytta tíma.
Bjarki sagði það hlutverk
Byggðastofnunar að stuðla að
þjóðfélagslega hagkvæmri þróun
byggðar í landinu. Það væri hlut-
verk þróunarsvið að annast úr-
vinnslu upplýsinga um þróun
byggðar og hafa umsjón með
gerð byggðaáætlana, úttektum
og þróunarstarfi sem yrði stór-
aukið, m.a. með samstarfi við at-
vinnuþróunarfélög. Aðstoð verð-
ur veitt við nýsköpun atvinnu-
vega og Iögð áhersla á að nýta
sem best staðbundnar aðstæður,
þekkingu, hugmyndir og mögu-
leika. Lögð verður áhersla á eig-
ið framtak á svæðunum, unnið
að þróun innlendra samstarfs-
verkefna og þátttöku í fjölþjóð-
legum verkefnum. Þróunarsvið
mun einnig vinna að eflingu
þátta sem hafa áhrif á búsetuval
á landsbyggðinni en markmiðið
er að gera búsetu á landsbyggð-
inni aðlaðandi og nýta stað-
bundna möguleika í því sam-
bandi.
Bjarki Jóhannesson sagði
starfssvið þróunarsviðs enn í
mótun og verði það meðan starf-
semin sé að mótast næstu miss-
eri og reynsla fáist á ýmsa þætti.
Hann sagðist vona að stofnunin
gæti lagt sitt af mörkum til að
sporna við fólksfækkun á lands-
byggðinni og framfylgja þannig
þeim aðalmarkmiðum Byggða-
stofnunar að stuðla að þjóðhags-
lega hagkvæmri þróun byggðar í
landinu. GG
Akureyr-
armarapon
tókst vel
Þátttaka í Akureyrarmaraþoni
síðastliðinn laugardag var minni
en vonir stóðu til, en alls urðu
þátttakendur 303. Hálfmaraþon
hlupu 23 karlar og 6 konur, tíu
km hlaup hlupu 59 karlar og 70
konur og skemmtiskokk runnu
55 karlar og 90 konur. Vonir
stóðu til að þáttakendur yrðu
um 500 talsins, en vegna slæmr-
ar veðurspár urðu þeir heldur
færri en í fyrra, en þá voru þátt-
takendur um 390.
Frumlegasta búning hlaupsins
átti Bryndís Svavarsdóttir úr
Hafnarfirði sem hljóp í hlé-
barðafeldi og getraun hlaupsins
vann Sif Jónsdóttir úr Reykjavík,
en svara þurfti þremur léttum
spurningum. Mótið tókst í alla
staði frábærlega, og eiga bæði
þátttakendur og þeir sem að því
stóðu og lögðu fram óeigin-
gjarna vinnu þakkir skilið. Sjá
myndir á bls. 3 í Akureyrarblaði
og umijöllun og úrslit á íþrótta-
síðu.
Fyrst í 10 km hlaupi var
Bryndís Brynjarsdóttir, í 2. sæti
Aðalbjörg Hafsteinsdóttir og
Astrid Margrét Magnúsdóttir í
3. sæti. Hjá körlum var Rune
Bolaas í 1. sæti, Vöggur
Magnússson í 2. sæti og
Þórleifur Stefán Björnsson i 3.
sæti. Martha Ernstdóttir sigraði
glæsilega í hálfmaraþoni kvenna
og Sigmar Gunnarsson í flokki.
karla. GG
Iðkendur bardagalistarinnar „Tai kvondó" sýndu þátttakendum Akureyrarmaraþons mikla nákvæmi og snerpu.
MYND.'BRINK
Gefiðíá
go-kart
Go-kart brautin á skautasvæð-
inu í innbænum á Akureyri nýt-
ur töluverðra vinsælda, ekki síst
meðal hinna yngri, sem þarna fá
útrás lyrir akstursþörfina áður
en 17 ára aldrinum er náð.
MYND: GG
Meleyri
liæítir allri
útgerð
SigiLrborgin seld til
Gnmdarfjarðar
ásamt öflum kvóta,
900 porskígilduin.
Utgerð hjá Meleyri hf. á
Hvammstanga hefur verið lögð
niður með sölu á rækjuskipinu
Sigurborginni HU-100 til út-
gerðar Soffaníasar Cecilssonar í
Grundarfirði. Skráður eigandi
bátsins var Vonin á
Hvammtanga, dótturfyrirtæki
Meleyrar. Allur kvóti bátsins,
um 900 þorskígildistonn, aðal-
lega rækja og þorskur, fylgdi
með í kaupunum. Talið er að
söluverð sé ekki undir 500 millj-
ónum króna. Meleyri keypti Sig-
urborgina á sínum tíma frá Vest-
mannaeyjum af útgerðarfyrir-
tækinu Sæhamri, og ollu þau
kaup miklu róti í hugum manna
þar, en um kaupin var stofnað
sérstakt fyrirtæki sem skráð var
með aðsetur í Vestmannaeyjum,
að því að talið var til þess að
komast fram hjá forkaupsréttar-
ákvæðum sem hvíla á sölu báta.
Meleyri hefur um árabil verið
eitt öflugasta útgerðarfyrirtæki á
Norðurlandi vestra en starfsem-
in hefur aðallega byggst á full-
vinnslu rækju og hörpudisk-
vinnslu. Nú mun hráefnisöflun
fyrirtækisins því alfarið byggjast
á kaupum af fiskmörkuðum eða
með með beinum samningum.
Nokkrir Húnaflóabátar, sem
hafa fengið úthlutað inníjarðar-
rækjukvóta á Húnaflóa, hafa
lagt upp hjá Meleyri.
Á árinu 1997 nam velta Mel-
eyrar um 760 milljónum króna
og skilaði reksturinn um 10
milljóna króna hagnaði. Eigin-
fjárhlutfall er viðunandi, eða
32%. GG
i