Dagur - 21.07.1998, Blaðsíða 4
4 - ÞRIBJUDAGUR 21. JÚLÍ 1998
AKUREYRI NORÐURLAND
Breskir hermemi af-
hjúpa mtnnisvarða
Mmnisvarði iini veru
breskra hermanna í
Eyjafirði á stríðsánm-
um settur upp að nýju
á Molahaugnahálsi.
Minnisvarði um veru breskra
hermanna í Eyjafjrði á stríðsár-
unum var afhjúpaður á Mold-
haugnahálsi síðastliðinn föstu-
dag. Hér er um að ræða skot-
hylki á stöpli, sem þeir A. D.
Andrews og L. Shannon afhjúp-
uðu, en þeir voru í herliði Breta
í Eyjafirði á árunum 1940 til
1942. Hreppsnefnd Glæsibæjar-
hrepps og Sögufélag Eyjaíjarðar
höfðu samvinnu um að koma
þessum varða upp að nýju, en á
þessum stað stóð minnisvarðinn
frá því skömmu eftir stríð, allt
þar til fyrir tuttugu árum.
A minnisvarðanum eru skráð
nöfn alls 26 foringja í hernum
sem voru í Eyjafirði. Lengi var
trú Eyfirðinga sú að skothylkið á
Moldhaugnahálsi væri til minn-
ingar um hermenn sem létust
þar í bílslysi árið 1942. En nú
hefur hinsvegar annað komið á
daginn. Bresku hermennirnir
lifðu allir af vist sína á Islandi og
kúlan var sett upp til að minnast
veru þeirra á þessum slóðum, en
ekki til að minnast þeirra sem
slíkra.
Þeir A. D. Andrews og L.
Shannon komu hingað til lands
meðal annars til að rilja upp vist
sína á Islandi. Sem áður sagði af-
hjúpðu þeir minnsvarðann og í
samkomu í Þelamerkurskóla þar
á eftir riljuðu þeir síðan upp sitt-
hvað um Islandsdvöl sína fyrir
bráðum að verða sextíu árum.
-SBS.
Þeir A. D. Andrews og L. Shannon,
Grasfijókom-
um fjölgar ef
Mtnar í veðri
Lítið mælist af frjókornum í
gildru Náttúrufræðistofnunar á
Akureyri.
Dagana 6. til 11. júli voru það
fyrst og fremst frjókorn gras- og
rósaættar. Haldist norðanáttin
um sinn má búast við svipuðu
ástandi áfram. Strax og hlýnar
mun grasfrjókornum hins vegar
Ijölga til muna.
Fjókornin sem fundust í
gildrunni voru gras, stör, rósa-
ætt, fura og greni, brjóstagras,
túnsúra og af sveipjurtarætt. GG
Söngvökur í
Minj asafiiskirkju
SKOÐANIR BRYNJÓLFS
Hvar eru sjóðvélamar?
í kvöld, 21. júlí klukkan 21.00,
verður söngvaka í Minjasafns-
kirkjunni á Akureyri. A söngvöku
eru flutt sýnishorn úr íslenskri
tónlistarsögu, svo sem rímur, tví-
undasöngur, sálmar og eldri og
yngri sönglög. Flytjendur í kvöld
eru Kristjana Arngrímsdóttir og
Hjörleifur Hjartarson, meðlimir í
Tjarnarkvartettinum. Aðgangur
kostar 700 krónur.
Söngvökur eru haldnar í
Minjasafnskirkjunni öll þriðju-
dags- og fimmtudagskvöld í júlí-
Og ágústmánuði. GG
Ég átti erindi í göngugötuna og
þar var mikill mannljöldi vegna
sólarbirtu í götunni. Mikið var
um söluborð og viðskipti nokkur.
A leið minni þarna um hitti ég
mann sem rekur verslun og
hann hafði uppi við mig þá
spurningu sem er yfirskriftin yfír
þessum pistli. Hann benti mér á
að þessi lögbrot blöstu við sýslu-
manninum úr glugganum á
skrifstofu hans. Hann taldi líka
að starfsmönnum virðisauka-
skattsdeildar skattstofunnar ætti
að vera þetta Ijóst, þar sem þeir
fara þarna um daglega. Undirrit-
aður hugleiddi ferð sem hann
fór á virðisaukaskattsdeild skatt-
stofunnar þar sem fulltrúi þar
hafnaði réttum og sanngjörnum
nótum af því að afgreiðslufólki
hafði láðst að setja strimil úr
sjóðvél við nótuna. Hann hafði
að vísu lög og reglugerð að styðj-
ast við.
Ekki er frítt við þá tilfinningu
hjá undirrituðum að á honum
hafi verið brotin jafnræðisreglan
þegar hann hugleiðir að þessi
háttur á viðskiptum í göngugöt-
unni er ekki alveg nýr. Hann er
búinn að vera í mörg ár.
í LANDNÁMI HELGA MAGRA
Hvað er til ráða?
Knattspyrnuunnendur á Akur-
eyri hafa ekki átt sjö dagana
sælu í sumar, Akureyrarliðin KA
og Þór sem leika í 1. deild hafa
verið arfaslök og því miður engar
líkur á því að þau komist upp í
úrvalsdeild knattspyrnunnar að
þessari leiktíð lokinni, og þó er
hálft mótið eftir enn. KA er nú í
8. sæti með 9 stig og Þór í því 9.
með 5 stig, eða í öðru fallsætinu.
Lið KA virðist m.a. vera brennt
þeim stimpii að geta ekki haldið
forystu í leik í 90 mínútur, en í
nokkrum leikjum hefur forystan
glatast á síðustu mínútunum
niður í jafntefli eða tap. Liðin
leika saman næsta fimmtudags-
kvöld klukkan 20.00 og sá leikur
kann einfaldlega að skera úr um
það hvort liðanna fellur í 2.
deild, og þá líklega með Kópa-
vogsliðinu HK, þó Akureyringar
beri vissulega þá von í brjósti að
það verði ekki hlutskipti liðs frá
höfuðstað Norðurlands. Þetta er
fimmta leiktímabilið sem úrvals-
deildin skartar ekki liði frá Akur-
eyri og það er því allt of langt
tímabil sem Akureyrarlið hefur
ekki verið meðal þeirra 10 bestu.
Þá komu allt að 1.000 manns á
völlinn, jafnvel þó kalt væri í
veðri eins og hefur verið að und-
anförnu, en nú kemur kannski
10. hluti þess Ijölda til að horfa
á. Auðvitað á fólk ýmis önnur
áhugamál sem talca sinn tíma, en
það er langt frá því að vera ein-
hlít skýring á þeirri dræmu að-
sókn sem hefur verið £ sumar.
Og svo þurfa Akureyringar að
sýna „sínum mönnum" stuðning
með því að mæta á völlinn, en
ekki hara að agnúast út í bæ yfir
slælegum árangri. Til að sjá
bestu lið landsins leika þurfa Ak-
ureyringar enn um sinn að aka
til Ólafsfjarðar og horfa þar á
gestina leika við Leiftur, sem
margir kalla útlendingaherdeild-
ina af skiljanlegum ástæðum.
Það eru aðeins 9 ár síðan KA
fagnaði íslandsmeistaratitli með
sigri á Keflavíkurliðinu í
æsispennandi lokaumferð og að-
eins 6 ár síðan liðið lék til úrslita
í bikarkeppninni í knattspyrnu
gegn Val, en tapaði eftir dramat-
íska lokamínútu.
Það hefur oft á tíðum verið
nefnt sem ástæða fyrir slæmu
gengi Akureyrarliðanna að æf-
ingaaðstaða sé slæm, hér vanti
gervigrasvöll eða yfirbyggt
íþróttahús; sem nú er reyndar í
sjónmáli. I vor komu vellir mjög
vel undan vetri og hægt var að
spila á þeim óvenju snemma, en
þrátt fyrir það horfum við knatt-
spyrnuunnendur fram á enn eitt
magurt knattspyrnusumarið.
Það vekur upp efasemdir um að
ástæðunnar sé að Ieita til æf-
ingaaðstöðunnar heldur til
starfsins í yngri flokkunum.
Margir þeir sem æfa í yngri
flokkunum æfa einnig handbolta
eða körfubolta á veturna og byrja
ekki í knattspyrnunni fyrr en
komið er fram í byrjun júnímán-
aðar. Knattspyrnumótum hinna
yngri lýkur um miðan ágústmán-
uð og þá hætta margir æfingum
og fara að búa sig undir vetrar
íþróttirnar. Með öðrum orðum,
það er ekki spilað og æft nema í
tvo og hálfan mánuð og svo dett-
ur mörgum í hug að gera jafn-
framt kröfur til árangurs, jafnvel
sigurs á viðlíka mótum. A ESSO-
mótinu í 5. flokki, sem haldið er
hér árlega, náði enginn flokkur
heimamanna því að komast í
verðlaunasæti, voru reyndar all-
langt frá því, og því miður kem-
ur það þeim sem til þekkja ekki á
óvart. Það er líka umhugsunar-
efni hvort rétt sé að sami þjálfari
sé t.d. hjá þeim yngri í knatt-
spyrnunni á sumrin og t.d. í
handbolta á vetrum. Hann held-
ur þá iðkendum að handboltan-
um fram eftir öllu vori og gerir
síðan kröfu til að þeir mæti á
handboltaæfingar strax í byrjun
september þegar æfingar hefjast.
Hann er ekki að berjast um þá
yngri við einhvern annan þjálf-
ara, heldur við sjálfan sig, því
miður.
Því hefur oft verið haldið fram
að árangur meistaraflokks félaga
í knattspyrnu endurspeglist í
yngri flokkunum. Þegar meist-
araflokki gengur vel, þá komu
hinir yngri frekar til að horfa á,
og fyllast þeim metnaði sem er
nauðsynlegur, raunar undirrót
starfsins. Knattspyrnudeildir Ak-
ureyrarfélaganna hafa verið og
eru eflaust skuldum vafðar, en
það þarf að efla árangurinn á
vellinum, komast í úrvalsdeild,
og það strax!! Það kostar pen-
inga, eins og allt annað í þessu
þjóðfélagi, en þá verður að fá. Til
þess þurfa gegnir menn í félög-
unum að stilla saman sína
strengi. Oft hefur verið þörf, en
nú er nauðsyn, meira að segja
bráðnauðsyn. Afram KA og Þór!
Að allra síðustu. Hafi einhver
Iausn eða tillögu á hraðbergi þá
er honum velkomið að tjá sig hér
á þessum síðum.