Dagur - 21.07.1998, Blaðsíða 3

Dagur - 21.07.1998, Blaðsíða 3
 ÞRIÐJUDAGVR 21. JÚLÍ 1998 - 3 AKUREYRI NORÐURLAND Árangursrík söngferð til vinabæja Akureyrar LEGSTEINAR Fáið myndalista hjá Útfararþjónustu Kirkjugarða Akureyrar MOSAIK Graníi Blágiýli < ikhbrú ÍÁpmh I Höfðakapella Sími 461-4060 | íslendingar eiga að standa vörð um ís- lensku sönglögin, þau eru iniklar gersemar. Tónlistakennarinn, fiðluleikar- inn og söngvarinn Michael Jón Clarke hefur verið bæjarlista- maður Akureyrar í hartnær ár, og skilar hann þeim virðingartitli á næstunni. Hann hélt eins konar kveðjutónleika fyrir bæjarbúa sem bæjarlistamaður nýverið og lék Richard Simm undir. Dómur um þá tónleika var á þá Ieið að þar hefði mátt heyra lofsverða kynningu á íslenska sönglaginu. Michael Jón hefur búið á Akur- eyri í um aldarfjórðung og segist vera meiri Islendingur en Breti, þar sem hann er uppalinn, og hér muni hann væntanlega eyða ævikvöldinu. „Eg fór fyrir skömmu síðan í tónleikaferð til Norðurlandanna og Grænlands með undirleikar- anum Richard Simm með þver- skurð af því sem ég taldi vera með betri íslenskum sönglögum. Við byrjuðum með þjóðlagi og enduðum á nokkrum nútímalög- um. Við ætluðum að fara til allra vinabæja Akureyrar á Norður- löndum en fengum aldrei nein svör frá tveimur þeirra sem hægt var að byggja á. Við fórum fyrst til Vasterás í Svíþjóð, þar sem við fengum mjög góðar móttökur, kynntumst öllum helstu menn- ingarforkólfum bæjarins, og héldum tónleika í mjög skemmtilegum sal í kastala. Það- an lá leiðin til Randers á Jótlandi en þar var ekki haft eins mikið fyrir okkur og því miður fengum við ekki að halda tónleika í tón- leikasal bæjarins heldur í flottri kirkju sem passaði frekar illa fyr- ir okkar efnisskrá," segir Mic- hael Jón Clarke. Grænland skemnitilegast „Það má segja að skemmtilegasti hluti ferðarinnar hafi verið ferð- in til Grænlands og við héldum tónleika í Narssaq, en þar var enginn tónleikasalur og héldum við því tónleikana á bókasafni. Það rúmaði ekki marga áhorf- endur, en þeir komust fyrir, og Frá Akureyrarmaraþoni sönglögin, eiga íslendingar að standa vörð.“ Árangursríkt ár sem bæjar- listamaður - Þegar þú lítnr til baka þetta ár sem þú hefnr verið bæjarlista- maður, finnst þér að þetta hafi verið bæði ánægjulegur og árang- ursríkur tími? „Já, og þó ég segi sjálfur frá, nokkuð árangursríkur, ekki síst ferðin til vinabæjanna. Ferðin hefði aldrei verið möguleg nema með því að nota styrkinn sem ég fékk sem bæjarlistamaður. Ég hef reynt að vera til taks á þessu ári fyrir bæinn og ekki tekið neitt fyrir það enda hefur mér fundist það hafa vera siðferðisleg skylda mín. Eg stjórnaði t.d. flutningi kórs Tónlistaskólans á Messíasi um jólin og tók ekkert fyrir það auk þess sem ég söng sjálfur. Á árinu var stofnaður sönghópur sem ég geri mér vonir um að verði vinsæll. Hann heitir „Voces Borealis", sem útleggst Norður- Ijósaraddirnar, og samanstendur af mjög vönu söngfólki. Hann hélt debuttónleika í maímánuði. Þetta er hópur sem getur verið með vandað skemmtiprógramm og upp í það að frumflytja nú- tímatónlist. Ég sá hvernig búið er í tón- listahúsamálum í Vásterás og ég lærði mikið af Svíunum hvernig staðið var að tónleikum. Vonandi get ég nýtt þá þekkingu hér á Ak- ureyri. Það er mjög gott framlag frá Akureyrarbæ til menningar- lífsins að útnefna árlega sérstak- an bæjarlistamann. Ég fullyrði að á Akureyri býr margt góðra listamanna, bærinn er mjög Efst við Östervold í Randers, á Nordens Plads, eru þessir steinar frá öllum vinabæjum Randers á Norðurlöndum sem tákn um norrænan samvinnu. Steinarnir voru fluttir til Randers frá viðkomandi löndum og voru þeir af- hjúpaðir við hátíðlega athöfn 5. október 1996. Steininn frá Akureyri er lengst til vinstri. mynd: gg það var mjög vel staðið að öllu saman hjá Grænlendingunum. Þarna var þó ekkert þoðlegt píanó og ég gleymi ekki svipnum á Richard þegar hann sá hljóð- færið sem hann átti að spila á. En það er ekki hægt að búast við öllu í svona litlum bæjum. Við skrifðuðum til allra vina- bæjanna, en fengum aldrei svör frá Lahti í Finnlandi og Álesund í Noregi, en kannski hafi Norð- mennirnir verið uppteknir af af- mælishátíð bæjarins og Finnarn- ir af íþróttum. Gæði menningar- mála þessara bæja ráðast af því hveijir eru þar í forsvari. Það er greinilega mikill áhugi fyrir menningu í Vasterás, og þar voru móttökurnar Iíka bestar og mestur áhuginn fyrir komu okk- ar. Ég veitti því líka athygli að stór fyrirtæki og verksmiðjur taka virkan þátt í menningarlíf- inu þar, og t.d. voru tónleikarnir okkar styrktir af þessum fyrir- tækjum. I Randers vantaði áhug- ann, enda mætti enginn af for- svarsmönnum menningarlífins á tónleikana.“ Norræn samvinna - Er það mat þitt eftir þessa ferð að norræn samvinna sé meira í orði en á borði á hátíðarstundu? “Já því miður, og afskaplega mikið.“ - Vakti það ekki athygli að frá Akureyri kæmu tveir tónlista- menn, kynntir sem Islendingar, en með bresk nöfn? „Ég er ekki Breti lengur og ég segi stundum í tónlistinni, og finnst það líka; að ég sé íslensk- ari en margur Islendingurinn. Sá sem tók á móti okkur í Græn- landi var Dani. Einhverjir spurðu hvort ég hefði átt útlend- an föður, eða eitthvað í þá átt, en þetta vekur sáralitla athygli er- lendis þar sem svo mörg þjóðar- brot búa. Mér er t.d. ekki sama hvernig farið er með íslensk sönglög og þau hálfeyðilögð í söng af vest- rænum poppáhrifum. Það hefur verið í tísku undanfarin ár að taka upp klassísk sönglög og syngja þau með allt að því amer- ískum hreim. Það er jafn alvar- legt og að fara rangt með ljóð eftir Jónas Hallgrímsson. Um þessar gersemar, íslensku Leíkir norðlenskra liða vikuna 21. - 27. júlí - knattspyma Þriðjudagur 21. júlí - 3. deild/B Blönduósvöllur Hvöt:Nökkvi Þriðjudagur 21. júlí - 3. deild/B Grenivíkurvöllur Magni:Neisti H Miðvikud. 22. júlí - 1. deild kv./B Blönduósvöllur Hvöt:TindastólI Miðvikud. 22. júlí 1. deild kv./B Dalvíkurvöllur Leiftur/Dalvík:ÍBA Fimmtudagur 23. júlí - 1. deild Akureyrarvöllur Þór:KA Fimmtudagur 23. júlí - 2. deild Sandgerðisvöllur Reynir S.:Völsungur Föstudagur 24. júlí - 2. deild Dalvíkurvöllur DaIvík:Víðir Föstudagur 24. júlí - 2. deild Sigluljarðarvöllur KS:Fjölnir Föstudagur 24. júlí - 3. deild/B Blönduósvöllur Nökkvi:Magni Föstudagur 24. júlí - 3. deild/B Hofsósvöllur Neisti H:HSÞ-b Laugardagur 25. júlí - 2. deild Selfossvöllur Selfoss:Tindastóll Mánudagur 27. júlí - 1. deild kvenna/B Akureyrarvöllur IBA:Hvöt Mánudagur 27. júlí -1. deild kvenna/B Sauðárkróksvöllur Tindastóll: Leiftur/Dalvík

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.