Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1866, Page 40
30
EMBÆTTISMANNATAL Á ÍSLANDI.
ýmist 3 sýslumenn, því konúngs úrskurður 3. júní 1737 skipar svo
fyrir, að aptur skuli leggja þann litla hluta Múla sýslu, sem hefir
haft sýslumann sér, við miðhluta sýslunnar, hvaðan sá hluti fyr-
meir sé skilinn, og að eptirleiðis skuli einn sýslumaður vera fyrir
báðum þessum hlutum, og skuli nefna þá sýslu nsyðra hluta Múla
sýslu«, en konúngsbréf 29. marz 1779 gjörði þá skiptíng á Múla
sýslunum, sem ennþá á sér stað. Iíjósar sýsla hefir einnig fyrr-
meir verið skilin frá Gullbríngu sýslu, og var þá í þessari síðast
nefndu sýslu einúngis svo kallaður lögsagnari; en með konúngs
úrskurði 28. júní 1781 var þessum tveim embættum slengt saman.
Mýra- og Hnappadals sýslur, sem áður höfðu verið sýslur sér, voru
sameinaðar í eina sýslu með konúngs úrskurði 9. ágúst 1786.
Sömuleiðis voru báðar Skaptafells sýslurnar gjörðar að einni sýslu,
fyrst um sinn með rentukammerbréfi 9. maí 1812, og síðan algjör-
lega með konúngs úrskurði 10. maí 1825. Loks var Þíngeyjar
sýsla með konúngs úrskurði 17. febrúar 1841 aðskilin, og gjörðar
úr henni tvær sýslur, Suður- og Norður-l’íngeyjar sýslur; en þessar
sýslur voru aptur sameinaðar með konúngs úrskurði 1. maí 1851.
Auk þessara aðalbreytínga á takmörkum sýslna, hafa á öllum tímum
verið gjörðar margar smærri breytíngar, t. a. m. með því að ein-
staka bæir hafa verið teknir frá einni sýslu og lagðir til annarar, en
þessar breytíngar þykir ekki þörf að tilgreina hér á þessum stað.
Hvað tekjur sýslumanna snertir, þá eru einúngis tveir sýslumenn á
íslandi, sem hafa nokkur laun úr ríkissjóði, en það eru sýslu-
maðurinn á Vestmannaeyjum, sem heflr 300 rd., og sýslumaðurinn
í Gullbríngu- og Kjósar sýslu, sem heflr 235 rd. á ári. Að öðru
leyti eru helztu tekjur sýslumanna fólgnar í því, að þeir í öllum
sýslum1 taka undir sig skattinn og gjaftollinn í launa stað, og í
einstöku sýslum2 einnig konúngstíundina; en af öðrum tekjum,
') Frá þessu er þó skilin Gullbríngu sýsla (ekki Itjósar sýsla), því þar rennur
bæði skattur og gjaftollur í konúngssjóð; sömuleiðis má einnig frá þessu
skilja Vestmannaeyja sýslu, því þar er ekki tekinn gjaflollur, en konúngstíundin
er veitt prestinum þar með konúngsúrskurói 26. apríl 1786.
2) í þessum 5 sýslum taka sýslumenn konúngstíundina undir sjálfa sig, nefni-
lega: í Borgarfjaröar sýslu, í Mýra- og Hnappadals sýslu, í Snæfellsness sýslu,
í Dala sýslu og í Stranda sýslu.