Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1866, Page 45
EMBÆTTISMANNATAL Á ÍSLANDI.
35
bréf 11. marz 1796, ásamt fleirum, sem hér yrði of lángt að telja.
Hin ábatamestu embœttisstörf prófasta voru áður innifalin í því, að
þeir höfðu á hendi skipti á búum eptir andlegrar stéttar embættis-
menn, en þetta var að nokkru frá þeim tekið með konúngs bréfi
13. janúar 1792, en að öllu leyti með tilskipun 27. nóvember
1816. Hver prófastur fær »prófastsbréf<' af biskupi þegar hann er
settur, og er það erindisbréf lians.
Prestar á íslandi eru nú flestir kallaðir af stiptamtmanni og
biskupi (stiptsyfirvöldunum) i sameiníngu, samkvæmt konúngs úr-
skurði 14. maí 1850, og er þar skipað fyrir á þessa leið:
»t) Ákvörðunum þeim, sem gefnar eru í konúngsbréfi 2. desember
1791 um veitíngu þeirra prestakalla á íslandi, sem konúngur ekki
sjálfur veitir, skal breytt á þann hátt, að biskup skal senda stipt-
amtmanni öll bónarbréf, sem til hans eru komin um prestakall það,
sem laust er, og skal biskup um leið stínga uppá hverjum veita
skuli brauðið, en sé stiptamtmaður í nokkrum vafa um að fara
eptir uppástúngu biskups, þá skulu þessir embættismenn munnlega
bera sig saman, og geti þeir þá ekki orðið ásáttir, þá skulu þeir í
sameiníngu bera málið undir stjórn kirkju- og kennslumálanna.
2) Veilíngabréf fyrir ofannefndum prestaköllum skulu eptirleiðis
gefln af stiptamtmanni og biskupi í sameiníngu, og skal í þeim
skýrt tekið fram, að það sé gjört samkvæmt konúngs boði. 3) Að
öðru leyti skal veitíngabréfum þessum hagað eptir þeim formála 1,
') Formáli þessi hljóðar þannig: »Stiptamtmaður og Biskup yíir íslandi kunn-
gjörum: að vér samkvæmt konúngs úrskurði 14. maí 1850 höfum kosið og
skikkað prestinn Sira (Candid. theologiæ, aðstoðarprest o. s. frv.) N. N. til að
vera prest að N. N. prestakalli í N. N. sýslu í stað prestsins N. N., sem nú
er andaður (hefir fengið annað prestakall, hefir afsalað sér því prestakalli).
Hann skal því vera Danakonúngi, sem sínum rétta erfðakonúngi og herra
hoilur og trúr og gegna embættisskyldum sínum með árvekni og trúmennsku,
allt samkvæmt eiði þeim, sem hann að því unnið heflr. Hann skal taka
hverri þeirri breytíngu fúslega, sem gjörð kann að verða við prestakall þetta.
Kirkjunni og prestssetrinu, með því sem þeim fylgir, skal nefndur prestur
N. N. lialda í forsvaranlegri hefð og gyldi og ekki leyfa, að neitt af því, sem
þartil heyrir eða heyra ber, sé frá þeim numið eða með ólögum undan gángi.«
(I’egar brauðið er þíngabrauð er þessari siðustu klausu sleppt; en hafi
brauðið verið afsalað, þá er bætt við skilmálum þeim, með hverjum brauðið
er afsalað).
3*