Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1866, Qupperneq 46
36
EMBÆTTISMANNATAL Á ÍSLANDI.
sem liér fylgir , og er hann lagaður eptir veitíngabréfum presta i
Danmörku, þó með breytíngum þeim, sem nauðsynlegar eru eptir
því hvernig er ástatt á íslandi. 4) Veitíngabréf þau, sem stiptamt-
maður og biskup gefa, mega vera á íslenzka túngu.«
Prestaköll þau, sem konúngur sjálfur veitir, eru samkvæmt
konúngs bréfi 29. janiiar 1740 þessi 5, sem í brauðaskýrslunni
frá 17371 voru melin yfir 100 rd., nefnilega Dreiðabólstaður í
l'ljótshlíð, Grenjaðarstaður, Oddi, Staðastaður og Hítardalur, einnig
(konúngs br. 2. desember 1791) Reykjavíkur dómkirkjukall. í kon-
úngs bréfi 29. janúar 1740 er einnig skipað fyrir, að sækja skuli
um staðfestíngu konúngs á veitíngabréfum fyrir þeim prestaköllum,
sem eplir ofannefndri brauðaskýrslu frá 1737 voru metin yfir 40
rd.; en þau eru nú sem stendur þessi: Arnarbæli, Borg á Mýrum,
Breiðabólstaður á Skógarströnd, Breiðabólstaður í Vesturhópi, Ey-
vindarhólar, Garðar á Álptanesi, Gaulverjabær, Glaumbær, Gufu-
dalur, Háls í Fnjóskadal, Helgafell, Heydalir, Hjarðarliolt, Hítarnes
þíng, Ilof í Vopnafirði2, Hólmar, Holt undir Eyjafjöllum, Holt í
Önundarfirði, Hrafnagil, Hruni, Hvammur í Ilvammssveit, Höskuld-
staðir, Kálfatjörn, Kirkjubæjar klaustur, Kirkjubær í Túngu, Laufás,
Melstaður, Miklaholt, Múli í Reykjadal, Mælifell, Möðruvalla klaustur,
Rafnseyri, Reykholt, Reynivellir, Saurbær í Eyjafirði, Selár-
dalur, Setberg, Skarðs þíng, Skorrastaður, Staðarbakki, Staður á
Reykjanesi, Stafholt, Útskálar, Vallanes, Valþjófstaður, Vatnsfjörðnr,
Vellir í Svarfaðardal, l’íngeyra klaustur3, Vestmannaeyjar4. Um
þetta atriði, eða um skikkun presta, hafa að öðru leyti orðið margar
breytíngar eptir því sem tímar hafa liðið fram, og viljum vér í því
1) Skýrsla þessi er prentuð í »Lovs. f. Isl.«, II, bls. 261—268.
2) í brauðaskýrslunni er Hof talið 37 rd., og Refstaður 15 rd. 88 sk., en þessi 2
prestaköll eru sameinuð með konúngs úrskurði 4. nóvember 1796.
“) I’elta brauð er í skvrslunni talið 37 rd. 40 sk., en með konúngs úrskurði
5. apríl 1837, sem aftekur djáknaembættin á íslandi, voru 4 hundruð á
landsvísu lögð þessu brauði af tekjum klaustursins.
4) Vestmannaeyjar eru í skýrslunni metnar 38 rd., en þá voru tvö prestaköll á
eyjunum, nefnilega Ofanleiti og Kirkjubær, og mun hafa átt að skilja þetta
svo, að hvort þessara brauða var metið 38 rd.; en þessi brauð voru sam-
einuð með konúngs úrskurði 7. júní 1837.