Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1866, Síða 49
EMB.ETT1SMANNATAL Á ÍSLANDl.
39
konúngstíundin úr Eyjafjarðar og Skagafjarðar sýslum fyrst um sinn
lögð Hóla biskupi skólanum tii framfærslu, og með opnum bréfum
28. febr. 1558 og 13. apríl 1565 var konúngstíundin úr Múla,
Skaptafells, Árness, Ísaíjarðar, Rángárvalla og Barðastrandar sýslum
í sama tilgángi lögð biskupinum í Skálholti. Upp frá þessum
tíma lítur svo út, sem stjórnin eða konúngar hafl lítið skipt sér af
skólum þessum, þángað til Iíristján konúngur hinn sjötti gaf út þau
hin miklu lagaboð, nefnilega tilskipun 3. maí 1743 um latínuskólana
á íslandi, og reglugjörð 10. júní 1746. En svo er að sjá, sem lög
þessi eintóm ekki hafi verið nægileg, því þegar með konúngsbréfi
23. maí 1755 var sett 9 manna nefnd1, sem átti að íhuga og segja
álit sitt um, meðal annars hyernig haga skyldi aðskilnaðinum á
öllu því, sem skólana snerti, frá sjálfum biskupsembættunum.
Nefnd þessi lauk fyrst við starf þetta hérumbii 1() árum síðar, og
samdi hinar svokölluðu »skilnaðar skrár»2, en konúngur staðfesti
skrár þessar 29. maí 1767. 1‘etta fyrirkomulag stóð þó ekki lengi
bvað latínuskólann í Skálholti snerti, því með konúngs bréfi 29. apríl
1785 var skipað að flytja hann til Reykjavíkur, um leið og biskups-
setrið væri flutt þángað. Nokkuð lengur stóð það í Hóla stipti,
jafnvel þó tvívegis væri gjörðar breytíngar á því með tilskipunum
1. maí 1789 og 9. september 1791; þó heppnaðist þetta ekki
heldur á Hólum til lángframa, og endirinn varð, að latínuskólinn á
Hóium var lagður niður og sameinaður Reykjavíkur skóla samkvæmt
konúngs bréfi 2. október 1801. Nú var þá ekki orðinn nema einn
’) í nefnd þessa voru skipaðir: Finnur Jónsson biskup í Skálholti; Gísli Magn-
ússon biskup ú Hólura; Magnús lögmaður Gíslason, settur amtmaður; Gísli
prestur Snorrason, sem settur hafði verið offlcialis í Skálholts stipti; Jón
Magnússon offlcialis á Hólum; Sveinn lögmaður Sölvason; Björn vicelögmaður
Markússon; Skúli iandfógeti Magnússon, og Brynjólfur sýslumaður Sigurðsson.
2) Skilnaðarskráin fyrir Skálholls stipti er gefin út »við Öxará« 23. úgúst 1764,
og eru þar ritaðir undir: Finnur Jónsson, Magnús Gíslason, Ólafur Stepháns-
son, Björn Markússon, Skúli Magnússon og Brynjólfur Sigurðsson (smbr.
»Lovs. f. Isl.« III, bls. 568—579); en skilnaðar skráin fyrir Hóla stipti er
gefln út »við Öxará« 27. júlí 1765, og eru þar ritaðir undir: Finnur Jónsson,
Gísli Magnússon, Magnús Gíslason, Ólafur Stephánsson, Jón Vídalín, Haildór
Jónsson, Björn Markússon, Brynjólfur Sigurðsson og Sveinn Sölvason (smbr.
■Lovs. f. Isl.« III, bls. 579—591).