Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1866, Page 52
42
EHB.ETTISJIANNATAL Á ÍSLANDl.
leyft tað skipta læknisumdæminu á Norðurlandi í tvo hluti. Læknis-
umdæmi á landinu eru því nú sem stendur 8, nefnilega: 1.) vestri
hluti Suður-umdæmisins, eða Borgarfjarðar sýsla ásamt Gullbríngu-
og Kjósar sýslu, sem landlæknirinn heflr; 2.) eystri hluti Suður-
umdæmisins, eða Arness og llángárvalla sýslur og vesturhluti Skapta-
fells sýslu; 3.) Vestmannaeyjar; 4.) syðri hluti Vesturumdæmisins,
eða Mýra- og linappadals, Snæfellsness og l)ala sýslur; 5.) nyrðri
hluti Vesturumdæmisins, eðaBarðastrandar, ísafjarðarogStranda sýslur;
6.) Húnavatns og Skagatjarðar sýslur; 7.) Eyjafjarðar og Ih'ngeyjar
sýslur, og 8.) Austur-umdæmið, eða báðar Múla sýslurnar og eystri
hluti Skaptafells sýslu. Laun þessara embættismanna hafa, eins og
eðlilegt er, verið mjög misjöfn á þessu tímabili, en nú sem stendur
eru þau þessi: landlæknirinn hefir á ári 900 rd. í laun og 150 rd. í
húsaleigu, en af héraðslæknum hafa þeir 3, sem elztir eru embættis-
menn, hvor um sig 600 rd. laun á ári, en hvor hinna fjögra ekki
nema 500 rd.; auk þessa hafa héraðslæknar í Vestur-umdæminu
hvor um sig 25 rd. á ári í stað jarðar til frjálsrar brúkunar, og
læknirinn á Vestmannaeyjum heflr í sama skyni 30 rd. á ári, en
hinir aðrir héraðslæknar, að fráskildum lækninum í Húnavatns og
Skagafjarðar sýslum, hafa hvor um sig jörð til brúkunar afgjalds-
laust. Laun þessi eru goldin úr ríkissjóði, og embættismenn þessir
eru allir skipaðir af konúngi. Um skyldur lækna skal þess getið,
að hið seinasta erindisbréf landlæknis og héraðslækna er dagsett
25. febrúar 1824 (»Lovs. f. Isl.« VIII, bls. 504—525).
Lyfsala á íslandi var fyrst um nokkur ár fengin landlækninum
á hendur, þar til konúngs úrskurður 18. marz 1772 leyfir, að
»lyfjabúðin í Nesi á íslandi megi eptirleiðis vera frá skilin land-
læknis embættinu". Fyrsta leyfisbréf fyrir lyfsala í Nesi var gefið
1. apríl 1772, og var lyfjabúðin þar þángað til hún var flutt til Revkja-
víkur árið 1832; þá var lyfsölumanni veittur 150rd. húsaleigustyrkur
á ári. Með leyfisbréfi 17. desbr. 1819 og 11. apríl 1840 var leyft að
setja lyfjabúð á Akureyri, og með leyfisbréfi 26. maí 1838 var einnig
leyft að setja lyfjabúð í Stykkishólmi. I’ess má hér geta, að fyrir lyf
ókeypis handa fátækum mönnum á íslandi, og útbýtíngu á þeim,
eru á ári goldnir 400 rd. úr ríkissjóði, og fær lyfsalinn í Heykjavík