Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1866, Page 92
82
FÓLKSTALA Á ÍSLANDI.
1860.
Vér höfum nú á ymsa vegu skoðað fólk á íslandi árið 1860
eptir hjúskaparstétt, en það er þó enn eitt atriði í þessu efni, sem
er mjög svo eptirtektavert og getur ieidt til margra athugasemda,
en það er aldursmunur hjóna, og skulum vér þvi skýra frá
hvernig á þessu atriði heflr staðið á íslandi nýnefnt ár.
Ef vér nú í þessu skyni skiptum hjónum eptir aldri þeirra í
4 aldursflokka og teljum í 1. flokki hjón allt að 30 ára, í 2. flokki
frá 31—45 ára, í 3. flokki frá 46—60 ára og í 4. ílokki yfir 60
ára, þá liggur það í augum uppi, að vér um aldur hjóna fáum 16
ýmisleg tilfelli, eins og sýnt er í töflunni F., og er í henni skýrt
frá liversu mörg hjón voru í hverju þeirra í hverri sýslu á íslandi
árið 1860. Við töflu þessa ber þess þó að geta, að eptir henni
verður tala hjóna á íslandi árið 1860 ekki hin sama og talið er í
töflunni E., því þar eru taldir 9553 giptir karlar og 9571 giptar
konur, eða samtals 9562 hjón, en í töflu þeirri, sem hér ræðir
um, er tala hjóna sögð að vera 9197. Mismunur sá, sem þannig
lætur sig í ljósi, kemur af því, að í fólkstalsskýrslum hreppstjóra
frá íslandi verður ekki allstaðar séð, hvort karl eða kona, sem þó
er talinn giptur eða gipt, lifi i hjúskap saman; en bæði er það, að
þessi mismunur er mjög svo lítill í sjálfu sér, og auk þessa gætir
hans svo lítils í skoðunum þeim, sem vér hér ætlum að hafa um
hönd, að vér höfum ekki hikað oss við að taka þetta atriði eptir
föngum þeim sem til voru.
Eptir skiptíngu þeirri, sem að ofan er getið, er það ljóst, að
aldursmunur lijóna, þegar hvorttveggja þeirra er í sama aldursílokki,
verður frá 0 til 15 ára (þegar annað þeirra er t. a. m. 15 ára en
hitt 30 ára, o. s. frv.), eða 7-J- ár að meðaltali; sé þar á móti
annað hjónanna í fyrsta flokki en hitt í öðrum, í öðrum og þriðja,
eða i þriðja og fjórða flokki, þá getur aldursmunurinn orðið fullra
30 ára (þegar t. a. m. annað þeirra er 16 og hitt 45 ára), en
munurinn getur líka orðið einúngis 1 ár (t. a. m. þegar annað
þeirra er 30 ára en liitt 31 árs), og hann verður því í þessu falli
15 ár að meðaltali; liggi aptur tveir aldursílokkar milli hjónanna,
það er að skilja ef annað þeirra er í fyrsta en hitt í þriðja flokki,