Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1866, Page 322
312
UM FJÁRHAG ÍSLANDS.
1SC3-64.
konúngs eign, komnar svo hreint að faili, að ekki verður komizt
hjá að byggja þær upp að nýju, þar aðgjörð á þeim, eptir því
ástandi sem þær nú eru í, hvorki mundi svara kostnaðinum, og
not slíkrar viðgjörðar heldur ekki mundi verða lángvinn. Allir
hlutaðeigendur, sem liafa kveðið upp álit sitt um þetta mál, hafa
þarhjá verið samdóma í því, að réttara mundi vera að flytja kirkjuna
á fykkvabæjar klaustri til Herjólfsstaða, og hafa þeir borið fyrir,
bæði að hún liggi betur við fyrir söfnuðinn á þeim stað, og líka að
þar sé fastara og þurrara lnisastæði en á Jjykkvabæjar klaustri,
hvar jarðvegur bæði er mýrlendur og laus. Svo er lil ætlazt, að
byggja skuli báðar kirkjurnar úr timbri, og eptir stærð safnaðanna
hefir verið stúngið uppá, að Lángholts kirkja væri 20 álnir að lengd,
10 álnir að breidd og áVa alin á hæð undir bita, en þykkvabæjar
kirkja skyldi vera 14 álnir á lengd, 8 álnir á breidd og 4 álnir
undir bita. Eptir áætlun þeirri, sem hér fylgir, og sem gjörð er
á sjálfum staðnum af húsasmiði Jóhannesi Jónssyni úr Reykjavík,
er gjört ráð fyrir að kostnaðurinn til að byggja upp téðar kirkjur
að nýju muni verða: 1180 rd. 88 sk. til kirkjunnar í Lángholti, og
795 rd. 48 sk. lil kirkjunnar á þykkvabæjar klaustri, eða alls hér-
umbil 2000 rd. J>ó skal þess hér getið, að í þessari áætlun er
ekkert talið til þess að kaupa viði fyrir, því umhoðsmaður Iíirkju-
bæjar og fykkvabæjar klaustra hefir þegar í mörg ár látið flytja
þángað sem byggja skal rekavið þann, sem rekið hefir á fjörum
klaustranna; en eptir skoðunargjörð yfir þenna við hafa menn álitið,
að hann muni verða nægilegur til að byggja báðar kirkjurnar upp
að nýju, einkum sé úr gömlu kirkjunum brúkaðir þeir viðir, sem
notaðir verða. Tekjur beggja kirkna eru á ári hverju samtals hér-
umbil 160 rd., og verða af því í sjóði hérumbil 100 rd. á ári.«
Við 11. 8. í fjárhagslögunum fyrir árið 1 Sg1/g2 voru veittir
12,000 rd. til alþíngis þess, sem haldið var á íslandi árið 1861.
Samkvæmt tilskipun 8. marz 1843 kemur alþíng saman annaðhvort
ár, og því er hér stúngið uppá líkri upphæð til alþíngis þess, sem
á að koma saman árið 1863. Að öðru leyti má geta þess, að
úlgjöld þessi, að frá skildu því sem ætlað er konúngsfulltrúa, má