Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1866, Page 472
462
OM FJÁRHAG ÍSLANDS.
leidt tii lykla með reglugjörð 29. ágúst 1862 um að gjöra verzlunar-
staðinn Akureyri að kaupstað, og um stjórn bæjarmálefna þar. þegar
nú verzlunarstaðurinn samkvæmt reglugjörðinni átti að vera bæjar-
félag og lögsagnarumdæmi sér, og þessvegna varð að skipa bæjar-
fógeta, þá var áður nefndur sýslumaður í Eyjafjarðar sýslu,
Stepbán Thorarensen, af konúngi 4. júlí 1863 ásamt skipaður
bæjarfógeti í Akureyrar kaupstað.
þessi sameiníng hins nýja bæjarfógelaembættis við sýsiumanns •
embættið í Eyjafjarðar sýsiu var samkvæm því, sem ráð hafði verið
gjört fyrir við fyrirkomulag þessa máls, og skal í því tilliti taka það
fram, að í 1. gr. frumvarps þess, sem af alþíugi árið 1859 var
fallizt á, var með berum orðum ákveðið, að sýslumaburinn í Eyja-
fjarðar sýslu skuli fyrst um sinn vera bæjarfógeti á Akureyri; og í
ástæðunum fyrir þessari grein segir þíngið: uen með því bærinn er
enn svo lítill, virðist óþarft að skipa þar sérstakan bæjarfógeta,
lieldur væri réttast, að sýslumaðurinn í Eyjafjarðar sýslu væri fyrst
um sinn bæjarfógeti þar, með því að störfin, sem bæjarfógetinn
fengi, ekki gæti álitizt að verða svo raikil, að sérstakan embættis-
mann þyrfti til þeirra, eins og líka tekjur þær, sem fógeti gæti
liaft af bænum einum, mundi verða næsta ónógar honum til uppeldis,
en ekki við að búast, að stjórnin mundi vilja greiða bonum sæmileg
laun úr ríkissjóðnum”. Ákvörðun þessari, sem nú var getið, var
einnig sleppt úr frumvarpi sljórnarinnar, sem lagt var fyrir alþíngi
áriö 1861, af því hún þótti óþörf, eins og segir í ástæðunum fyrir
1. gr. í frumvarpinu, og heldur ekki í reglugjörðinni er tekin upp
nokkur slík ákvörðun, eins og líka í henni ekki er minnztá, hvernig
launa skuli bæjarfógetanum á Akureyri.
þannig er hvorki í reglugjörðinni né í umræðum málsins tekið
nokkuð fram um það atriði, hvort leggja skyldi bæjarfógetanum í
Akureyrar kaupstað nokkur laun, en ekki verður samt álitið, að það
liafi verið meiníng þíngsins með áðurnefndum orðum, að sýslu-
maðurinn í Eyjafjarðar sýslu ekki skyldi hafa neina þóknun fyrir að
takast bæjarfógetastörfin á hendur, því allt sambandið sýnir nóg-
samlega, að þíngið einúngis hefir viljað láta í ljósi þá meiníngu
sína, að ekki sé hægt að útvega hæfileg laun lianda sérstökum